Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

11.01.2016
Ógiftar konur í hópi vesturfara 1870-1914
SH-1504-61-34596 (2)

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins fimmtudaginn 14. janúar  nk. fjallar dr. Sigríður Matthíasdóttir um hvers vegna ógiftar konur fluttu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1870-1914.

Dr. Sigríður telur að ákveðinn hópur einhleypra kvenna hafi „gleymst“, bæði í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Þær eru ekki hluti íslenskrar embættismannastéttar en virðast heldur ekki tilheyra lægstu þjóðfélagshópum - voru t.d. ekki vinnukonur nema í stuttan tíma ævi sinnar ef þær voru það á annað borð. Þær eru þarna á milli og mikilvægt er að skilgreina í hverju staða þeirra felst. 

Lesa meira...
08.01.2016
vilhelm

Hugmyndaheimur íslenskra róttæklinga í Vesturheimi 1890-1910

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins fimmtudaginn 14. janúar fjallar dr. Vilhelm Vilhelmsson um fámennan en áberandi hóp einstaklinga í hópi íslenskra innflytjenda í Manitoba á árabilinu 1890-1910 sem aðhylltust róttækar pólitískar skoðanir.  Hér er bæði um að ræða róttæka kvenfrelsissinna, jafnaðarmenn, anarkista og baráttumenn fyrir beinu lýðræði. Rætt verður um hugmyndir þeirra og starfsemi, en flest gáfu út blöð og tímarit, og hugmyndir þeirra settar í samhengi við norður-amerískt samfélag á tímabilinu sem og nýlegar kenningar í innflytjendafræðum.

Lesa meira...
07.01.2016
Ógiftar konur og róttækir Íslendingar í Vesturheimi
WIN-fjallkona-og-co
Þjóðræknisfélag Íslendinga boðar til menningarfundar fimmtudaginn 14. janúar 2016 kl. 16.30. í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35.

Dr. Sigríður Matthíasdóttir fjallar um ógiftar konur í hópi vesturfara 1870-1914 og dr. Vilhelm Vilhelmsson fjallar um hugmyndaheim róttækra Íslendinga í Vesturheimi 1890-1910.
Á milli erinda flytur Halli Reynis eigin lög og ljóð um vesturfara
Boðið verður upp á kaffi og kleinur í upphafi fundar
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
Lesa meira...
03.11.2015
Íslenska landnámið í Spanish Fork, Utah
IMG_6850

Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir afar áhugaverðum fræðslufundi um íslenska landnámið í Spanish Fork í Utah. Í ár eru 160 ár liðin frá því að fyrstu Íslendingarnir settust það að.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember nk. að Borgartúni 35 (Hús atvinnulífsins) og hefst kl. 16.30.

Fyrirlesarar eru Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðiprófessor, Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu og bókmenntafræðingur og Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður.

Á meðfylgjandi mynd eru hjónin Bonnie og David Ashby, en David var um langt skeið formaður Íslendingafélagsins í Utah og er vel kunnur hér á landi.

 

Lesa meira...
11.08.2015
Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2015
Agnes

Þjóðræknisþing 2015 verður haldið sunnudaginn 23. ágúst nk. að Hótel Natura í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Heiðursgestur þingsins verður biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, en hún var heiðursgestur á Íslendingahátíðunum í Mountain og Gimli í byrjun þessa mánaðar. Að vanda er dagskráin fjölbreytt. Yfir 20 Vestur-Íslendingar hafa boðað komu sína á þingið og því má ætla að margir geti fundið þar frænku sína eða frænda.

Lesa meira...