Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

28.07.2014
Góð þátttaka í Snorraverkefnunum í sumar.
Snorrar_2014.jpg

Fjórtán ungmenni tóku þátt í 6 vikna Snorraverkefninu í sumar hér á landi, þar af 10 stúlkur og 4 drengir. Átta þeirra komu frá Kanada og sex voru frá Bandaríkjunum. Þá fóru fjögur íslensk ungmenni vestur um haf og tóku þátt í 4 vikna Snorra West verkefni sem skipulagt er að Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi. Þann 20. ágúst nk. koma 18 Vestur-Íslendingar 30 ára og eldri til tveggja vikna dvalar á Íslandi sem þátttakendur í Snorra Plús verkefninu. Þeir munu m.a. taka þátt í Þjóðræknisþinginu sem haldið verður á Hotel Natura í Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst. Snorraverkefnin eru þýðingarmestu verkefnin sem Þjóðræknisfélagið kemur að. Upplifun þátttakenda er ólýsanleg og þeir tengjast landi og þjóð varanlegum böndum.

Meðfylgjandi mynd sýnir þátttakendur í Snorraverkefninu við útskriftarathöfn á Northern Light Inn við Bláa Lónið síðast liðinn fimmtudag.

Lesa meira...
11.07.2014
Vildarkjör til félagsmanna Þjóðræknisfélagsins á tvenna viðburði í Hörpu í júlí og ágúst

 

Tónlistarhöllin Harpa býður félagsmönnum ÞFÍ 20% afslátt af tónleikum Toronto Symphony Orchestra sunnudaginn 24. ágúst nk.  Sinfóníuhljómsveit Toronto borgar, sem er án efa ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims, var stofnuð árið 1922 og er í dag meðal stærstu menningarstofnana Kanada. Þeir félagsmenn sem nýta vilja sér þetta tilboð geta keypt miða á netinu og fengið afsláttinn þar með því að setja inn kóða sem er: kanada

Þá er félagsmönnum ÞFÍ boðið að kaupa tvo miða á verði eins á Hamlet, eftir William Shakespeare sem hið heimsfræga leikhús Shakespeare's Globe Theatre mun sýna í Hörpu þann 23. júlí nk. kl. 19:30. Shakespeare's Globe er nú einn mest sótti ferðamannastaður í Bretlandi, í hjarta endurbættra árbakka London Bankside. Hamlet er af mörgum talið besta leikrit William Shakespeare.

Lesa meira...
11.06.2014
Edmonton nýr áfangastaður Icelandair í Kanada. Fimm daga ferð í boði í haust.
icelandair_logo

Icelandair er mikilvægur og einn helsti stuðningsaðili Þjóðræknisfélags Íslendinga. Fjölgun áfangastaða Icelandair í Norður-Ameríku hefur orðið til þess að samskipti Vestur-Íslendinga við ættingja sína á Íslandi (og öfugt) hafa stóreflst sem og framboð á margvíslegum hópferðum á Íslendingaslóðir í Norður-Ameríku.

Í ár hófu Icelandair beint flug til borganna Edmonton og Vancouver í Kanada. Ástæða er til að vekja athygli ykkar á að Icelandair bíður upp á fimm daga ferð með íslenskum fararstjóra um Edmonton og nágrenni frá 17. til 22. september 2014. Fararstjóri í ferðinni er Bryndís Þórarinsdóttir sem búið hefur í borginni um árabil. Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.icelandair.is/offers-and-bookings/book-packages/package/item733965/Haust_i_Edmonton_med_fararstjora/

Lesa meira...
02.06.2014
Vestur-Íslendingar, bestu vinir okkar.
Atli_Stykkisholmur_193x133_HQ_page_001.jpg

Sagnabrunnurinn Atli Ásmundsson, ræðismaður, segir frá kynnum sínum af frændum okkar í vestri í Stykkishólmskirkju, miðvikudaginn 4. júní, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þjóðræknisfélag Íslendinga hefur um áratugi unnið við að styrkja sambandið milli Íslendinga og frænda okkar í vesturheimi. Félagið lifir nú nýtt blómaskeið undir formennsku „Hólmarans“ Halldórs Árnasonar. Félagið hefur haldið afar fjölmenna fundi og atburði undanfarið og komu t.d. yfir 300 manns á fund í Reykjavík fyrir ári síðan.

Félagið stendur fyrir kynningarfundum víða um land og er nú komið að Stykkishólmi. Atli Ásmundsson, ræðismaður mun halda hér erindi, sem hann kallar „Vinir vestan hafs“. Atli er manna fróðastur um þessi mál og var ræðismaður í Íslendingabyggðum í Kanada í hartnær 10 ár. Fáir þekkja þessi mál betur en Atli og ekki spillir fyrir að hann er sagnabrunnur og segir einkar vel frá.

Lesa meira...
10.05.2014
Samstarfssamningur við Bændaferðir veitir félagsmönnum ÞFÍ góð kjör
Samningur_vid_Baendaferdir.jpg

 

Forsvarsmenn Þjóðræknisfélagið og Ferðaþjónusta bænda / Bændaferðir hf. undirrituðu þann 9. maí sl. samstarfssamning sem hefur það að markmiði að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna m.a. með skipulögðum kynnisferðum. Bændaferðir munu veita skuldlausum félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins 10.000 kr. afslátt af verði í auglýstar opnar ferðir á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður Ameríku og einnig ef þeir ferðast í skilgreindum hópum (t.d. kórum og klúbbum) sem Bændaferðir annast.

Á meðfylgjandi mynd eru Hugrún Hannesdóttir sölustjóri hjá Bændaferðum og Halldór Árnason formaður ÞFÍ eftir undirritun samningsins.

 

Lesa meira...