Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

26.04.2015
Magnus Olafson, heiðursfélagi ÞFÍ, látinn
IMG_4490.JPG

Magnus Olafson, heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga, lést 24. apríl sl. 94 ára að aldri. Magnus var fæddur í Gardar Norður Dakóta,  23. október 1920,

Magnus talaði íslensku óaðfinnanlega og tók á móti og heillað hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga sem hafa átt leið um heimaslóðir hans.

Árið 1999 var Magnus sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og árið 2005 var Magnus gerður að heiðursfélaga í Þjóðræknisfélagi Íslendinga.

Lesa meira...
20.04.2015
"Vinir í vestri" - dagskrá um Vestur Íslendinga á Húsavík 25. apríl nk.
atli2012

 

Menningarmiðstöð Þingeyinga, Þjóðræknisfélag Íslendinga og utanríkisráðuneytið efna til fundar í Safnahúsinu á Húsavík, laugardaginn 25. apríl nk. kl. 14.00.

Atli Ásmundsson, fyrrum aðalræðismaður í Winnipeg, segir frá kynnum sínum af Vestur Íslendingum þau 10 ár sem hann starfaði í Winnipeg. Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga segir frá starfsemi félagsins.

Fundinum stjórnar Sif Jóhannsdóttir, forstöðumaður MMÞ

Þingeyingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlýða á skemmtilegar frásagnir.

Lesa meira...
20.04.2015
Félagsfundur Þjóðræknisfélagsins á Akureyri 24 apríl nk
inl2

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga heldur félagsfund á Icelandair Hotels við Þingvallastræti nk. föstudag 24. apríl kl. 16.00.

Halldór Árnason, formaður ÞFÍ, segir frá helstu verkefnum sem framundan eru hjá Þjóðræknisfélaginu.

Atli Ásmundsson, fv. aðalræðismaður Íslands í Manitoba, segir frá kynnum sínum af Vestur- Íslendingum.

Kristín M. Jóhannsdóttir frá Háskólanum á Akureyri, segir frá rannsókn á vestur-íslensku sem hún tekur þátt í og sýnir hljóðdæmi.  

Félagsmenn ÞFÍ eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.

 
Lesa meira...
11.04.2015
Aðalfundur Þjóðræknisfélagsins 29. apríl nk.
INL_logo1.jpg

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, miðvikudaginn 29. apríl nk. og hefst kl. 16.15

Að loknum aðalfundarstörfum segja hjónin Birna Bjarnadóttir og Haukur Ingibergsson frá ferð sinni til Utah á slóðir íslenskra Mormóna í Spanish Fork árið 2005.

Tilefni frásagnarinnar er að ÞFÍ og Bændaferðir standa fyrir afar áhugaverðri ferð til Utah 7. -19. september nk. til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að 160 ár eru liðin frá því að fyrstu íslensku landnemarnir komu til Salt Lake dalsins í Utah. Að auki verður farið um þjóðgarða Utah sem hafa að geyma stórfengleg náttúruundur.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Lesa meira...
11.02.2015
Nýtt Fréttabréf ÞFÍ komið út
inl2

Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2015 er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um hópferð sem Þjóðræknisfélagið er að skipuleggja til Utah í september til að taka þátt í hátíð í tilefni af því að 160 ár eru liðin frá komu fyrstu íslensku landnemanna til Spanish Fork. Þá er sagt frá ársþingi Þjóðræknisfélaganna í Vesturheimi sem haldið verður í Minneapolis um miðjan maí og hópferð frá Íslandi í tilefni þess. Einnig er sagt frá Snorra West verkefninu. Aðalfundur ÞFÍ verður 29. apríl og Þjóðræknisþingið 23. ágúst. Fréttabréfið má nálgast með því að smella á flipann FRÉTTABRÉF sem er til vinstri á heimasíðu ÞFÍ.

Lesa meira...