Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

03.11.2015
Íslenska landnámið í Spanish Fork, Utah
IMG_6850

Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir afar áhugaverðum fræðslufundi um íslenska landnámið í Spanish Fork í Utah. Í ár eru 160 ár liðin frá því að fyrstu Íslendingarnir settust það að.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember nk. að Borgartúni 35 (Hús atvinnulífsins) og hefst kl. 16.30.

Fyrirlesarar eru Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðiprófessor, Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu og bókmenntafræðingur og Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður.

Á meðfylgjandi mynd eru hjónin Bonnie og David Ashby, en David var um langt skeið formaður Íslendingafélagsins í Utah og er vel kunnur hér á landi.

 

Lesa meira...
11.08.2015
Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2015
Agnes

Þjóðræknisþing 2015 verður haldið sunnudaginn 23. ágúst nk. að Hótel Natura í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Heiðursgestur þingsins verður biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, en hún var heiðursgestur á Íslendingahátíðunum í Mountain og Gimli í byrjun þessa mánaðar. Að vanda er dagskráin fjölbreytt. Yfir 20 Vestur-Íslendingar hafa boðað komu sína á þingið og því má ætla að margir geti fundið þar frænku sína eða frænda.

Lesa meira...
21.05.2015
Samningur undirritaður um fjármögnun verkefnisins Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi
Undirritun.01

 

Þann 20. maí sl. var gengið frá samningi sem tryggir að unnið verður skipulega að því að skrásetja íslenskar menningarminjar í Vesturheimi. Verkefnið heitir Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi. Það verður unnið undir stjórn stofnunar Árna Magnússonar og undirritaði Guðrún Nordal samninginn fyrir hönd stofnunarinnar. Aðrir sem undirrituðu voru stjórnarmenn í Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Viðstaddir voru nokkrir starfsmenn Árnastofnunar og fultrúar úr Heiðursráði Þjóðræknisfélagsins meðal annars Svavar Gestsson formaður Heiðursráðsins sem hefur unnið sérstaklega að þessu verkefni að undanförnu.

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirritun. Talið frá vinstri: Svavar Gestsson, formaður Heiðursráðs Þjóðræknisfélagsins, Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, Guðrún Nordal, forstjóri stofnunar Árna Magnússonar, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Margrét Kristmannsdóttir, fyrrv. formaður Kaupmannasamtakanna, Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélagsins og Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands. Auk Svavars eru þau Gylfi Arnbjörnsson, Halldór og Margrét frá heiðursráði Þjóðræknisfélagsins en Gylfi Sigfússon og og Tryggvi Pálsson eru úr stjórn háskólasjóðsins.

 

Lesa meira...
30.04.2015
Ný stjórn kjörin á aðalfundi Þjóðræknisfélagsins
17296931256_5493c0199c_o (2)

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga fór fram að Borgartúni 35 í gær, 29 apríl. Í upphafi fundar ávörpuðu þingið þeir Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi en báðir hafa sýnt starfsemi félagsins mikinn áhuga og stuðning. Halldór Árnason var endurkjörinn formaður félagsins. Tveir nýjir aðalmenn í stjórn eru þau Ástrós Signýjardóttir og Gylfi Kristinsson. Tveir nýjir varamenn eru þau Hrafnhildur Sigmarsdóttir og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Mikill hugur er hjá nýrri stjórn félagsins að efla starfsemina og tengslin við afkomendur íslensku landnemanna í Norður-Ameríku.

Lesa meira...
26.04.2015
Magnus Olafson, heiðursfélagi ÞFÍ, látinn
IMG_4490

Magnus Olafson, heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga, lést 24. apríl sl. 94 ára að aldri. Magnus var fæddur í Gardar Norður Dakóta,  23. október 1920,

Magnus talaði íslensku óaðfinnanlega og tók á móti og heillað hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga sem hafa átt leið um heimaslóðir hans.

Árið 1999 var Magnus sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og árið 2005 var Magnus gerður að heiðursfélaga í Þjóðræknisfélagi Íslendinga.

Lesa meira...