Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 

Velkomin á heimasíðu Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

15.04.2014
Aðalfundur Þjóðræknisfélagsin 30. apríl kl. 16.15 í Þjóðmenningarhúsinu
Pall_Bergthorsson.jpg

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu 30. apríl 2014, kl. 16.15

Að loknum aðalfundarstörfum heldur Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri erindi sem hann nefnir Leiðin til Vínlands. Árið 1997 kom út bókin Vínlandsgátan eftir Pál. Vínlandsgátan fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi um árið 1000,

Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins eru hvattir til að mæta og hlýða á stórfróðlegt erindi Páls Bergþórssonar.

 
Lesa meira...
14.04.2014
Fyrirlestur um leiðangur um fornar siglingaslóðir norrænna manna
Johann_Sigurdsson.jpg

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir opnum fundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð föstudaginn 25. apríl nk kl. 12.00

Vestur-Íslendingurinn Johann Straumfjord Sigurdson kynna fyrirhugaðan könnunarleiðangur FARA HEIM um fornar siglingaslóðir norrænna manna. Ferðin hefst við Winnipegvatn, siglt verður norður í Hudson flóa, áfram þvert yfir flóann til Hudson Strait, um Norðurskautssvæðið meðfram ströndum Grænlands yfir til Íslands og áfram til Noregs. Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.

Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu leiðangursins www.faraheim.com

 

Lesa meira...
17.03.2014
Fyrirlestur um landnám norrænna manna á Vínlandi
Birgitta_Wallace

Þjóðræknisfélags Íslendinga og Þjóðminjasafns Íslands standa fyrir afar áhugaverðum fyrirlestri í sal Þjóðminjasafns Íslands í hádeginu (kl. 12.00) miðvikudaginn 26. mars nk.

Þar mun hinn þekkti kanadíski sérfræðingur í fornleifarannsóknum Birgitta Wallace halda erindi um landnám norrænna manna á Vínlandi og  þær heimildir sem fundist hafa sem styður frásagnir Eiríkssögu rauða og Grænlendingabók um búsetu norrænna manna á Vínlandi fyrir rúmlega þúsund árum og ferðalög þeirra um austurströnd Norður-Ameríku.

Fyrirlesturinn verður á ensku og eru allir velkomnir. Birgitta kemur hingað til lands á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga og Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. 

Lesa meira...
26.02.2014
Lögberg-Heimskringla er límið í starfsemi þjóðræknisfélaganna
Kynning_a_L_H_1

Kynningarfundur Þjóðræknisfélagsins til stuðnings tímaritinu Lögberg-Heimskringlu í Þjóðmenningarhúsinu í dag var vel sóttur. Allir ræðumenn lögðu áherslu á að Lögberg-Heimskringla hafi ómetanlega þýðingu í að rækta íslensku arfleifðina í Vesturheimi og samband Vestur-Íslendinga innbyrðis og við Ísland og Íslendinga. Félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins býðst ókeypis rafræn áskrift á blaðinu í 6 mánuði og að því loknu áskrift fyrir 20 Kanadadollar á ári. 

Lesa meira...
19.02.2014
Fréttabréf ÞFÍ komið út

Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2014 er komið út. Í Fréttabréfinu er að finna umfjöllun um kynningarfund um Lögberg-Heimskringlu sem verður haldinn 26. febrúar nk., hátíð í Gimli sl. laugardag til heiðurs Kris Stefanson, Snorra-West verkefnið nú í sumar, fyrirlestraferð í lok mars þar sem kanadíski fornleifafræðingurinn Birgitta Wallace mun fjalla um búsetu víkinga á Vínlandi, aðalfund ÞFÍ 30. apríl og Þjóðræknisþingið 24. ágúst nk. svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðu ÞFÍ með því að smella á flipa til vinstri á síðunni sem merktur er Fréttabréf.

Lesa meira...