Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

06.11.2014
"Vesturfarar" Kynning á samstarfsverkefni Þjóðræknisfélagsins og Árnastofnunar 8. nóvember

Opið hús verður í Þjóðskjalasafn Íslands frá kl. 13-16 laugardaginn 8. nóvember 2014 á lestrarsal safnsins. Þar verður boðið upp á sýningu á skjölum sem tengjast Vesturheimsferðum og gestum gefinn kostur á að glugga í bækur um Vesturfara. Kl. 14:30 munu Svavar Gestsson og Katelin Parsons kynna verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, sem er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Árnastofnunar.

Lesa meira...
26.10.2014
ÞFÍ heiðrar aðstandendur VESTURFARANA og ANDRA Á FLANDRI
Viðurkenning ÞFI.JPG

Þjóðræknisfélagið stóð fyrir opnu húsi í Bíó Paradís í kvöld, sunnudagskvöld, þar sem horft var sameiginlega á síðasta þáttinn um Vesturfarana sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu.

Að lokinni sýningu voru aðstandendum þáttanna, þeim Agli Helgasyni, Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni veitt viðurkenning Þjóðræknisfélagsins fyrir framúrskarandi vel gerða þætti sem hafa kynnt Íslendingum að þessa hlið á íslenskri menningu. Ennfremur veitti Þjóðræknisfélagið þeim Andra Frey Viðarssyni, Kristófer Dignus og Huga Halldórssyni viðurkenningu fyrir þeirra framlag við gerð þáttanna Andri á flandri sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu haustið 2012.

 

Lesa meira...
07.10.2014
GUTTORMSVAKA haldin í Iðnó
Vigdís og Heather.JPG

Dagskrá um  vestur-íslenska leik-og ljóðskáldið Guttorm J. Guttormsson var haldin í Iðnó mánudaginn 6. október sl.  Það var Vonarstrætisleikhúsið í samvinnu við Þjóðræknisfélag Íslendinga sem stóð fyrir vandaðri og fjölbreyttri dagskrá sem fjölmargir leikhúsgestir kunnu vel að meta.

Lesa meira...
07.10.2014
Gail Einarsson-McCleery og Eric Stefanson heiðursfélagar ÞFÍ

Stjórn Þjóðræknisfélagsins (ÞFÍ) ákvað nýlega að gera þau Gail Einarson-McCleery fyrrum forstea INL of NA og Eric Stefanson fyrrum stjórnarmann ÞFÍ að heiðursfélögum ÞFÍ. Þau hafa bæði unnið afar mikið og óeigingjarnt starf  við að efla tengslin á milli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og ÞFÍ.

Eric kom m.a. að stofnun Snorra verkefnanna og veitt þeim ómetanlegan stuðning. Gail hafði m.a. forystu um að endurvekja Snorra West verkefnið árið 2012. Gail er nú á Íslandi. Þjóðræknisfélagið notaði því tækifærið og bauð til samsætis sunnudaginn 5. október sl. þar sem henni var afhent formlega skjal til staðfestingar á heiðursnafnbótinni. Meðfylgjandi myndir tók Kent Lárus Björnsson við það tækifæri.

Lesa meira...
14.08.2014
Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2014
vigdis_f.jpg

 

Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og heiðursfélagi ÞFÍ verður heiðursgestur Þjóðræknisþingsins sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst nk. og hefst kl. 14.00. Vigdís mun ávarpa þingið í byrjun þess.

Yfir 200 manns tóku þátt í Þjóðræknisþingi í fyrra. Við stefnum að því að þátttakan verði ekki síðri í ár enda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með stuttum áhugaverðum erindum. Þingið er öllum áhugasömum opið og er dagskrá þess að finna með því að smella á lesa meira hér að neðan. 

Lesa meira...