Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

04.03.2016
Íslandsvinurinn Kritjan Stefanson látinn
Kristjan Stefanson

Vestur-Íslendingurinn og Íslandsvinurinn Kristjan Stefanson ler látinn í Winnipeg tæplega 72 ára að aldri. Kris, eins og hann var gjarnan nefndur, var einstakur heiðursmaður og öðlingur. Örlátur var hann svo af bar og nutu þess fjölmargir sem urðu á vegi hans. Hann var „andlit“ Íslendingadagsins í Gimli í áratugi, annaðist boðsgesti og var tengiliður við fjölmiðla svo fátt eitt sé nefnt. Hann ræktaði íslensku arfleifð sína af einskærri ást og virðingu. Ísland var honum ætíð ofarlega í huga eins og fjölmargar heimsóknir hans hingað til lands bera vitni um. Góðs drengs er sárt saknað.

Þjóðræknisfélag Íslendinga þakkar Kris vináttu og mikils metna samfylgd og sendir bræðrum hans og ættingjum innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira...
29.02.2016
Afmælishátíð Vesturfarasetursins í Hörpu 13. mars nk.
Vesturfarasetrið

Í tilefni af 20 ára afmælis Vesturfarasetursins á Hofsósi efnir Þjóðræknisfélagið í samstarfi við Vesturfarasetrið og Hörpuna  til fagnaðar í Silfurbergi í Hörpunni sunnudaginn 13. mars nk. kl. 13.00. Samkoman hefst með söng Karlakórsins Heimis úr Skagafirði. Því næst verður undirritaður samstarfssamningur á milli Vesturfarasetursins og Hörpunnar um sýninguna „Þögul leiftur“ sem hefur að geyma 400 ljósmyndir af fólki af íslenskum ættum í Ameríku. Í framhaldinu mun Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opna sýninguna.

Að þessu loknu verður áfram haldið í Silfurbergi. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins ávarpa samkomuna. Farið verður yfir sögu Vesturfarasetursins í máli og myndum með skemmtilegu ívafi. Fagnaðinum lýkur um kl. 15  með hvatningarorðum Valgeirs Þorvaldssonar forstöðumanns Vesturfarasetursins.

Lesa meira...
29.02.2016
Fréttabréf Þjóðræknisfélagsins komið út
ÞFÍfeb16
Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2016 er komið út. Fréttabréfið er fjölbreytt að vanda. Sagt er frá afmælishátíð Vesturfarasetursins sem verður haldin í Hörpunni sunnudaginn 13. mars nk. Þá er sagt frá viðburðum sem Þjóðræknisfélagið hefur staðaið fyrir eða mun standa fyrir á næstunni. Nálgast má fréttabréfið í dálki vinstra megin á heimasíðu ÞFÍ.  Lesa meira...
11.01.2016
Ógiftar konur í hópi vesturfara 1870-1914
SH-1504-61-34596 (2)

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins fimmtudaginn 14. janúar  nk. fjallar dr. Sigríður Matthíasdóttir um hvers vegna ógiftar konur fluttu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1870-1914.

Dr. Sigríður telur að ákveðinn hópur einhleypra kvenna hafi „gleymst“, bæði í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Þær eru ekki hluti íslenskrar embættismannastéttar en virðast heldur ekki tilheyra lægstu þjóðfélagshópum - voru t.d. ekki vinnukonur nema í stuttan tíma ævi sinnar ef þær voru það á annað borð. Þær eru þarna á milli og mikilvægt er að skilgreina í hverju staða þeirra felst. 

Lesa meira...
08.01.2016
vilhelm

Hugmyndaheimur íslenskra róttæklinga í Vesturheimi 1890-1910

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins fimmtudaginn 14. janúar fjallar dr. Vilhelm Vilhelmsson um fámennan en áberandi hóp einstaklinga í hópi íslenskra innflytjenda í Manitoba á árabilinu 1890-1910 sem aðhylltust róttækar pólitískar skoðanir.  Hér er bæði um að ræða róttæka kvenfrelsissinna, jafnaðarmenn, anarkista og baráttumenn fyrir beinu lýðræði. Rætt verður um hugmyndir þeirra og starfsemi, en flest gáfu út blöð og tímarit, og hugmyndir þeirra settar í samhengi við norður-amerískt samfélag á tímabilinu sem og nýlegar kenningar í innflytjendafræðum.

Lesa meira...