Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

11.02.2015
Nýtt Fréttabréf ÞFÍ komið út
inl2

Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2015 er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um hópferð sem Þjóðræknisfélagið er að skipuleggja til Utah í september til að taka þátt í hátíð í tilefni af því að 160 ár eru liðin frá komu fyrstu íslensku landnemanna til Spanish Fork. Þá er sagt frá ársþingi Þjóðræknisfélaganna í Vesturheimi sem haldið verður í Minneapolis um miðjan maí og hópferð frá Íslandi í tilefni þess. Einnig er sagt frá Snorra West verkefninu. Aðalfundur ÞFÍ verður 29. apríl og Þjóðræknisþingið 23. ágúst. Fréttabréfið má nálgast með því að smella á flipann FRÉTTABRÉF sem er til vinstri á heimasíðu ÞFÍ.

Lesa meira...
09.01.2015
Óviðjafnanleg ferð á Íslendingaslóðir í Utah 7-18. september 2015
INL_logo1.jpg

Þjóðræknisfélagið og Bændaferðir bjóða upp á óviðjafnanlega ferð á Íslendingaslóðir í Utah dagana 7.-18. september. Ferðin tengist m.a. hátíðarhöldum í Salt Lake City í tilefni af því að þá verða 160 ár liðin frá búsetu fyrstu íslensku landnemanna þar. Alls fluttu um 400 manns frá Íslandi til Utah fram til aldamótanna 1900, flestir frá Vestmannaeyjum. Í ferðinni verða ennfremur heimsóttir fjórir þjóðgarðar í Utah þar sem er að finna einstaka náttúrufegurð og náttúruundur. Fyrir 10 árum efndi Þjóðræknisfélagið til svipaðrar ferðar til Utah þegar 150 ára íslenskri búsetu var fagnað. Það var samdóma álit þeirra sem í þá ferð fóru að um afar eftirminnilega og skemmtilega ferð hafi verið að ræða.

Ferðin er opin öllum áhugasömum en skuldlausir félagsmenn ÞFÍ fá 10.000 kr. afslátt.

 

Lesa meira...
09.01.2015
Áhugaverð ferð á Íslendingaslóðir í Minnesota 12.-18. maí nk
inl2

Þjóðræknisfélagið og Bændaferðir bjóða upp á afar áhugaverða ferð, sem stendur yfir 12-18. maí 2015, um landnám Íslendinga í Minnesota.

Ferðin er tvíþætt. Annars vegar er tveggja daga skoðunarferð til Minneota og Duluth. Báðir þessir staðir koma mikið við sögu á fyrsta áratug vesturferða. Hins vegar er svo árlegt þjóðræknisþing INL of America haldið í Minneapolis 15. - 18. maí þar sem gestum af Íslandi gefst kærkomið tækifæri til að kynnast með hvaða hætti afkomendur vesturfaranna rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð. 

Á þjóðræknisþinginu verða um 200 fulltrúar frá öllum Íslendingafélögum í Vesturheimi innan Þjóðræknissamtakanna. Það gefst því einstakt tækifæri að kynnast því fólki og starfsemi félaganna.

Ferðin er opin öllum áhugasömum.

Skuldlausir félagsmenn ÞFÍ fá 10.000 kr. afslátt.

Lesa meira...
06.11.2014
"Vesturfarar" Kynning á samstarfsverkefni Þjóðræknisfélagsins og Árnastofnunar 8. nóvember

Opið hús verður í Þjóðskjalasafn Íslands frá kl. 13-16 laugardaginn 8. nóvember 2014 á lestrarsal safnsins. Þar verður boðið upp á sýningu á skjölum sem tengjast Vesturheimsferðum og gestum gefinn kostur á að glugga í bækur um Vesturfara. Kl. 14:30 munu Svavar Gestsson og Katelin Parsons kynna verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, sem er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Árnastofnunar.

Lesa meira...
26.10.2014
ÞFÍ heiðrar aðstandendur VESTURFARANA og ANDRA Á FLANDRI
Viðurkenning ÞFI.JPG

Þjóðræknisfélagið stóð fyrir opnu húsi í Bíó Paradís í kvöld, sunnudagskvöld, þar sem horft var sameiginlega á síðasta þáttinn um Vesturfarana sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu.

Að lokinni sýningu voru aðstandendum þáttanna, þeim Agli Helgasyni, Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni veitt viðurkenning Þjóðræknisfélagsins fyrir framúrskarandi vel gerða þætti sem hafa kynnt Íslendingum að þessa hlið á íslenskri menningu. Ennfremur veitti Þjóðræknisfélagið þeim Andra Frey Viðarssyni, Kristófer Dignus og Huga Halldórssyni viðurkenningu fyrir þeirra framlag við gerð þáttanna Andri á flandri sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu haustið 2012.

 

Lesa meira...