Þjóðræknisfélag Íslendinga

eflir tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna með því að:
■ gefa ungu fólki af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
■ gefa ungum Íslendingum tækifæri til að kynnast bandarískum og kanadískum fjölskyldum af íslenskum ættum í 4 vikna sumarverkefni.
■ auðvelda listafólki og fræðimönnum til að kynna list sína og hugðarefni í Íslendingabyggðum vestan hafs eða á Íslandi.
■ aðstoða fólk á Íslandi og Norður-Ameríku við að komast í kynni við ættmenni sín í Norður-Ameríku eða á Íslandi.
■ stuðla að skipulögðum kynnisferðum á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku.

 


Velkomin á heimasíðu
Þjóðræknisfélags Íslendinga

Heimasíða Þjóðræknisfélagsins er ætlað að auðvelda og auka samskipti félagsins við félagsmenn. Það verður keppikefli stjórnar ÞFÍ að félagsmenn geti á síðunni aflað sér upplýsinga um starfsemi félagsins og það sem er framundan hjá félaginu. Þá verður leitast við að segja fréttir af atburðum í Noður–Ameríku þar sem fólk af íslenskum ættum koma við sögu.

Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.
 


 

14.08.2014
Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2014
vigdis_f.jpg

 

Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og heiðursfélagi ÞFÍ verður heiðursgestur Þjóðræknisþingsins sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst nk. og hefst kl. 14.00. Vigdís mun ávarpa þingið í byrjun þess.

Yfir 200 manns tóku þátt í Þjóðræknisþingi í fyrra. Við stefnum að því að þátttakan verði ekki síðri í ár enda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með stuttum áhugaverðum erindum. Þingið er öllum áhugasömum opið og er dagskrá þess að finna með því að smella á lesa meira hér að neðan. 

Lesa meira...
13.08.2014
Nýtt Fréttabréf Þjóðræknisfélagsins

 

Annað tölublað Fréttabréfs ÞFÍ 2014 er komið út. Það má finna á link vinstra megin á heimasíðu ÞFÍ. Í fréttabréfinu er að finna margvíslegar upplýsingar og fróðleik sem ég vænti að komi ykkur að gangi og veiti ykkur ánægju. Þar má nefna m.a. kynning á Þjóðræknisþinginu sem haldið verður á Hotel Natura Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst kl. 14.  Þá er í blaðinu fréttir af Snorra verkefnunum þremur, áskriftartilboði Lögbergs-Heimskringlu, tilboðum fyrir félagsmenn í ferð um Hýbýli vindanna og á tónleika sinfóníuhljómsveitar Torontoborgar. Almar Grímsson segir frá ferð sinni um fámennar slóðir Vestur-Íslendinga og mikilvægi þess að við höldum tengsl við það fólk.

Lesa meira...
30.07.2014
Þjóðræknisþingið 2014 sunnudaginn 24. ágúst á Hótel Natura í Reykjavík.
Thjodraeknisthing_2013.jpg

Þingið hefst kl. 14 og stendur til 16.30.

Yfir 200 manns tóku þátt í þjóðræknisþingi í fyrra. Við stefnum að því að þátttakan verði ekki síðri í ár enda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með stuttum áhugaverðum erindum.

Þjóðræknisþingið er öllum opið. Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nánar um dagskrána með því að smella á "lesa meira".

 

 

Lesa meira...
28.07.2014
Góð þátttaka í Snorraverkefnunum í sumar.
Snorrar_2014.jpg

Fjórtán ungmenni tóku þátt í 6 vikna Snorraverkefninu í sumar hér á landi, þar af 10 stúlkur og 4 drengir. Átta þeirra komu frá Kanada og sex voru frá Bandaríkjunum. Þá fóru fjögur íslensk ungmenni vestur um haf og tóku þátt í 4 vikna Snorra West verkefni sem skipulagt er að Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi. Þann 20. ágúst nk. koma 18 Vestur-Íslendingar 30 ára og eldri til tveggja vikna dvalar á Íslandi sem þátttakendur í Snorra Plús verkefninu. Þeir munu m.a. taka þátt í Þjóðræknisþinginu sem haldið verður á Hotel Natura í Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst. Snorraverkefnin eru þýðingarmestu verkefnin sem Þjóðræknisfélagið kemur að. Upplifun þátttakenda er ólýsanleg og þeir tengjast landi og þjóð varanlegum böndum.

Meðfylgjandi mynd sýnir þátttakendur í Snorraverkefninu við útskriftarathöfn á Northern Light Inn við Bláa Lónið síðast liðinn fimmtudag.

Lesa meira...
11.07.2014
Vildarkjör til félagsmanna Þjóðræknisfélagsins á tvenna viðburði í Hörpu í júlí og ágúst

 

Tónlistarhöllin Harpa býður félagsmönnum ÞFÍ 20% afslátt af tónleikum Toronto Symphony Orchestra sunnudaginn 24. ágúst nk.  Sinfóníuhljómsveit Toronto borgar, sem er án efa ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims, var stofnuð árið 1922 og er í dag meðal stærstu menningarstofnana Kanada. Þeir félagsmenn sem nýta vilja sér þetta tilboð geta keypt miða á netinu og fengið afsláttinn þar með því að setja inn kóða sem er: kanada

Þá er félagsmönnum ÞFÍ boðið að kaupa tvo miða á verði eins á Hamlet, eftir William Shakespeare sem hið heimsfræga leikhús Shakespeare's Globe Theatre mun sýna í Hörpu þann 23. júlí nk. kl. 19:30. Shakespeare's Globe er nú einn mest sótti ferðamannastaður í Bretlandi, í hjarta endurbættra árbakka London Bankside. Hamlet er af mörgum talið besta leikrit William Shakespeare.

Lesa meira...