Fréttir

Þjóðræknisþing 2022

Icelandair hótel Reykjavík Natura, sunnudaginn 21. ágúst 2022, kl. 14.00-16.45

DAGSKRÁ:

Setning
14.00 – Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga

Ávörp
14.15 – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
14.30 – Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi
14.35 – Michelle Yerkin, varasendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
14.40 – Guðrún Nordal, formaður heiðursráðs ÞFÍ
14.45 – Stefan Jonasson, fyrrv. forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi
14.50 – Dianne O‘Konski, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Bandaríkjunum

Erindi

14.55 – Fæddur til að fækka tárum. KÁINN: Ævi og ljóð. Jón Hjaltason, sagnfræðingur

Kaffihlé

15.15 – Kaffi og meðlæti í boði Þjóðræknisfélagsins

Erindi

15.45 – Stephans G. Stephanssonar styrktarsjóður HÍ: Tilurð og markmið. Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur
16.00 – Saga Vestur-Íslendinga vekur áhuga framhaldsskólanema. Ragna Heiðbjört Ingunnardóttir, framhaldsskólakennari
16.20 – Snorrasjóður. Pála Hallgrímsdóttir, Jody Arman-Jones og Blair Lockhart
16.35 – Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir fyrr í sumar
16.45 – Þingslit

Þingstjórar:
Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar
og Hjálmar W. Hannesson, fyrrverandi sendiherra

Snorrasjóður leitar að verkefnastjóra

Snorrasjóður leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með áhuga á tengslum við afkomendur íslenskra innflytjenda í Vesturheimi.

Helstu verkefni eru:

Umsjón og framkvæmd Snorraverkefnanna sem felast m.a. í skipulagningu dagskrár, styrktar- og fjármálaumsjón, kynningarstarfi, uppfærslu heimasíðu, að vera tengiliður við þátttakendur, ættingja þeirra og aðra sem verkefnin snerta.

Um er að ræða 80% starf.

Menntunar- og hæfnikröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku

Reynsla af gerð fjárhagsáætlana og framkvæmd þeirra

Stjórnunar- og skipulagshæfileikar, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum

Áhugi á samskiptum við afkomendur íslenskra innflytjenda í Vesturheimi

Reynsla af alþjóðasamstarfi og/eða ferðamannaiðnaðinum er æskileg

Reynsla af búsetu í Norður-Ameríku og þekking á málefnum fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi er kostur

 

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Umsókn sendist til Snorrasjóðs, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í febrúar 2020.

Nánari upplýsingar veitir Hulda Karen Daníelsdóttir, formaður Snorrasjóðs, í síma 699-4941, netfang: hulda.karen.danielsdottir@gmail.com

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2020.

Híbýli vindanna & Lífsins tré

Híbýli vindanna & Lífsins tré – Tilurð tveggja sagna.

Böðvar Guðmundsson flytur erindi á fræðslufundi Þjóðræknisfélags Íslendinga í fyrirlestrarsal Þjóðmynjasafns Íslands 21. nóvember kl. 16.30. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

WALKING ON THE MOON

WALKING ON THE MOON

EXPLORING ICELAND’S GLACIAL LANDSCAPES AT LANGJÖKULL & VATNAJÖKULL

September 2018 – April 2019
The University of Manitoba Department of Architecture Masters I Design Studio 2018-2016

Herbert Enns MAA, MRAIC, Professor of Architecture
Department Head, Graduate Department of Architecture, University of Manitoba 1992-97 Senior Scholar, St John’s College, University of Manitoba

STUDENTS

  1. Sarah Dankochik SENSING THE UNIVERSE

  2. Andrew Fritschij  THE ROCKET BUILDERS

  3. Meighan Giesbrecht  RECOVERING SPACE

  4. Ben Greenwood  INTANGIBLE ATMOSPHERES

  5. Kataun Habashi  INTERPLANETARY STATION: IMAGINING THE IMPOSSIBLE 

  6. Mackenzie Hammond  LIFE ASTRONAUTICAL

  7. Alyssa Hornick  GEO-LOGICAL CIRCUMSTANCES

  8. Victoria Lovell  TRANSFIGURATIONS

  9. Lexi Morse  SIMPLE GIFTS / SIMPLE LIFE

  10. Thomas Nuytten  MANUFACTURED SPACE

  11. Behnaz Rafeei  LIVING IN A VACUMN

CONTEXT

This Master’s I Architectural Design Studio addresses Iceland’s vast volcanic landscapes rising high above the Mid- Atlantic Ridge and bridging the North American and Eurasian tectonic plates. The West, East and North Volcanic zones express the up-welling of magma under heat and pressure as the plates gradually separate. 10,000-year-old remnants of the last ice age, the glaciers float above these rifts in the crust of the earth forming a hybrid landscape of lava and ice. This studio studied the Vatnajökull – including the famous Skeiderarásundur reaching out to the Atlantic Ocean, the Jökulsárlón (Glacier Lagoon) – and the Langjökull.

Five of the projects explore the landscape and propose projects that address tourism, science, and the national parks initiative. They include an observatory (1); a staging facility for glacier hikes to the ice caves (4); a geological sciences centre for research and education (7); mobile research laboratories for the glaciers (8); and a hostel and study centre (9). Six of the projects were inspired by the nascent Icelandic Space Agency initiative and build upon Iceland’s history of hosting astronaut training ventures from NASA. These are both paradigms for trans-planetary settlement and also research and training centres in Iceland. (2) (3) (5) (6) (10) (11)

GLACIAL / GALACTIC

The glaciers are being re-formed by the natural forces of erosion, temperature, precipitation and volcanic action. As climate change continues to impact the amalgamation of glacial accumulation, snow melt, and sea level rise, the high- altitude landscapes of Iceland are increasingly fragile, dynamic, and evermore delicate and difficult to access. They are slowly vanishing. Glacial responses to climatic deviations augment the constant seasonal flux of flow and motion – incredible rivers of ice shaping other-worldly landforms of icefalls, caves and lava tubes. The resulting terrestrial landscapes are analogous to the surfaces of the Moon and Mar. They are being considered as test-beds by the European Space Agency (ESA) Concept Operations group (Con-Ops) and NASA for the permanent inhabitation of – first the Moon, and then Mars. Working with the nascent Icelandic Space Agency and together with the ESA and NASA these design proposals explore the idea of settlements in space.

WALKING ON THE MOON

EXPLORING ICELAND’S GLACIAL LANDSCAPES AT LANGJÖKULL & VATNAJÖKULL September 2018 – April 2019 The University of Manitoba Department of Architecture
Masters I Design Studio 2018-2016 © Herbert Enns

LIFE MECHANCIAL

A study of the arid high landscapes of Iceland will afford lenses through which to examine our interface with the annual cycles and the gradual recession of glaciers; the causes, effects and implications of climate change on the arctic region; geophysical actions and reactions; and – extraordinary as it may seem – the possibility of interplanetary settlement simulation. This kind of probe (research / investigation) seems predisposed to technical and systematic solutions – a supporting infrastructure of modular components with which to build the ways and means for rendering the landscape both knowable and also survivable . . . architectural artifacts deployed for scientific and human advance on a living dynamic windswept arid glacial substrate.

LIFE & TIME

Concepts related to mobility, flexibility, self-sufficiency, temporal characteristics and light-weight structures seem obvious, and the intentions and architecture take on a more ephemeral guise. Ideas of a spiritual nature in relation to the scenarios of vanishing glaciers or of astronauts lost forever allude to a substantially different approach. Recognizing our human history of ambition, consolidation, collapse and reconstruction (be it ecologies or civilizations) it is not difficult to imagine a new pragmatic beginning, with our “backs to the world”. For these actions, concepts like vanishing, disappearance, stealth, and dematerialization can be accurate metaphors. Programming is unified by a strategy of observation and surveillance, meditation and reflection, and the construction of a new philosophy or framework of thinking through concepts like escape and survival. Exploration by science + physics and geophysical dynamics through analogous landscape lead to speculations on emergent islands and new beginnings.

FIELD STUDIES / GROUND TRUTHING

A study tour that includes both Vatnajökull and Langjökull gave the students a fuller picture of glacial activity. With time spent in Reykjavik, Stykkisholmur, Vik, and Errarbaki, an overview of the larger region was possible. The Field Trip to the Glaciers began on Sunday, 21 October for 5 days and 4 nights, returning late Thursday October 25. Leaving at 9:00 am on 21st we stopped at Vik to see the beach, and then made our way further east to the Glacier Lagoon. Students were encouraged to examine sites along the edge of the zone from Skeidarárjökull to the ocean, where the river Skeidará has formed the Skeidarárssndur, one of the largest glacial outfalls in the world.

On 23 October after lunch we traveled to Húsavell at the western edge of the Langjökull – arriving late in the afternoon and we then spend all day 24th and part of the 25th in the region. At noon on the 25th we traveled to Stykkishólmur – passing near the Snæfellsjökull on the Snæfells Peninsula to visit the Roni Horn’s Library of Water, and then returned to Reykjavik. The Library of Water in is a compelling example of the physical manifestation of observation, as is Richard Serra’s Áfangar on Vi?ey Island.

FIGURES ON THE LAND

In the process of our wanderings we acquired a sense of the program strategy – a geophysical backdrop, a refined conceptual armature, inventories of daily use, adjacency diagrams, early massing and formal studies, early intimations of interior spaces, a shadowed sense of interior spatial arrangements, the beginnings of a commitment to material concentrations – all bound into a schematic design of varying degrees of completeness and confidence ranging from vague ideas to self-assured foundations.

PARADOX STUDIO / LIVING WITH AMBIGUITY

I read a brief article over the holidays (BBC News The secrets of the ‘high-potential’ personality) about success in work. The author suggests six indicators and personality traits that mark effectiveness in work environments. I’m particularly interested in four – Conscientiousness, Adjustment, Ambiguity Acceptance, and Curiosity. To me they reference the design studio exactly as indicators of one’s own design methodology and work habits. Conscientiousness refers to a commitment to plans and is essential for strategic thinking. Adjustment is also key. This is the reframing of stress as the basis for growth and productivity. Should tasks be well-defined and predictable, or are you comfortable stepping into the unknown? The authors describe the ability to work on projects where the outcome is unknown as having the capacity for Ambiguity Acceptance. Curiosity, “. . . somewhat neglected by psychologists,” touches upon our inherent sense of creativity and flexibility. In the second term the surge towards exactness and high definition offered an ideal platform for exploring these ideals. However confident we are in our work, the suspension of complete allegiance is necessary in order to allow us to maintain the observational state-of- mind in order recognize new information and revelations. And this is the paradox – to be completely confident in ones work, while maintaining an innate curiosity and a desire for the perpetuation of ambiguity.


EXPLORING ICELAND’S GLACIAL LANDSCAPES AT LANGJÖKULL & VATNAJÖKULL The University of Manitoba Department of Architecture
Masters I Design Studio 2018-2016

TRAVEL, GUIDANCE, ASSESSMENT, ACCOMMODAITON

September 2018 – April 2019 © Herbert Enns

Pat Hanson
Dr. James Gardner Ph.D.

Gunnar Gudjónsson Jón Gull
Daniel Leeb
Carson McCance Tanis Paul

Míó (Hordur) Ólafsson Valgeir Thorvaldsson

ACKNOWLEDGEMENTS

FRAIC OAA AAA Owner, GH3, Toronto

Professor Emeritus, Clayton H. Riddell Faculty of the
Environment, Earth and Resources, University of Manitoba

Professor, Department of Geography, University of Victoria
University of Manitoba, Executive Director, International Relations, 2002 – 2005 University of Manitoba, Vice President (Academic) and Provost, 1991-2001

Expert Glacier Guide, Ice Cave Explorer, and Mariner Ice Cave Guide
Icelandic Space Agency
MAA, MRAIC, Project Architect, LM

BES. Man., M.Arch. Man., Abode Architecture Co., UK
Vídgelmir Cave Owner / Guide
Director, Vesturfarasetri?, the Icelandic Emigration Center at Hofsós GRAYLINE TOURS
KEX HOSTEL
ERIC THE RED GUESTHOUSE

We want to thank Gunnar Gudjónsson who first suggested a collaboration with the guides of Iceland, and their interest in more fully realizing the possibilities of interaction with – and access to – Iceland’s high icefields. His enthusiasm, deep knowledge and adventurous spirit continue to be an inspiration to us all.

A discussion about Iceland and space exploration was originated by Daniel Leeb. This perspective posited a big question for us – to paraphrase The Clash . . . “Should we stay or should be go now?”. The vulnerability and fragility of the Earth and our life on it was cast amongst the clashing urges of survival and the desire to escape.

We want to thank Tanis Paul, a graduate of the University of Manitoba Department of Architecture who has helped organize our Field Trips for her boundless commitment to the University of Manitoba architecture students. We appreciate her for being a powerful and unwavering ambassador for Iceland and for all things Icelandic, and an emissary between Manitoba (New Iceland) and the independent people who form this forceful cultural centre in the North Atlantic.

This exhibition is presented in honour of Ottó Einarsson, our guide for many years. We remember Ottó as a friend. He was considerate and kind, observant, intelligent, patient, curious and ever the adventurer.

Glen Sigurdson A Modern Viking Story: Continuity and Identity, Independence and Interdependence

Glenn Sigurdson, sem ólst upp í íslensk-kanadísku samfélagi við Winnipegvatn í Manitoba, heldur fyrirlesturinn A Modern Viking Story: Continuity and Identity, Independence and Interdependence, í Vigdísarstofu í Veröld – hús Vigdísar, 25. september kl. 16:00

Ágrip:

Glenn Sigurdson speaks straight from the heart of a boy growing up in a legendary Icelandic Canadian fishing family on Lake Winnipeg. He breathes life into the people, places, and lives of those Icelanders who left desperate circumstances in the 1870’s with the dream of building a better future for their children in a new land.

Further information on the work of Glenn Sigurdson here.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Eldri fréttir

Afmælishátíð Vesturfarasetursins í Hörpu 13. mars nk.
vigdis_f

Í tilefni af 20 ára afmælis Vesturfarasetursins á Hofsósi efnir Þjóðræknisfélagið í samstarfi við Vesturfarasetrið og Hörpuna  til fagnaðar í Silfurbergi í Hörpunni sunnudaginn 13. mars nk. kl. 13.00. Samkoman hefst með söng Karlakórsins Heimis úr Skagafirði. Því næst verður undirritaður samstarfssamningur á milli Vesturfarasetursins og Hörpunnar um sýninguna „Þögul leiftur“ sem hefur að geyma 400 ljósmyndir af fólki af íslenskum ættum í Ameríku. Í framhaldinu mun Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherraopna sýninguna.

Að þessu loknu verður áfram haldið í Silfurbergi. Þar mun Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins ávarpa samkomuna. Farið verður yfir sögu Vesturfarasetursins í máli og myndum með skemmtilegu ívafi. Fagnaðinum lýkur um kl. 15  með hvatningarorðum Valgeirs Þorvaldssonar forstöðumanns Vesturfarasetursins.

Valgeir er frumkvöðull að stofnun og uppbyggingu Vesturfarasetursins. Hann hefur með starfseminni lyft Grettistaki í að efla samskipti Vestur-Íslendinga við ættmenni og uppruna sinn á Íslandi. Flestir Vestur-Íslendingar þekkja til setursins og ófáir þeirra telja heimsókn á Vesturfarasetrið vera einn af hápunktum Íslandsheimsóknar sinnar.

Þjóðræknisfélagið hefur átt afar gott og uppbyggilegt samstarf við Vesturfarasetrið og hefur Þjóðræknisþing  nokkrum sinnum verið haldið á Hofsósi. Frá upphafi Snorraverkefnanna hafa þátttakendur verkefnanna haft viðdvöl og gist á Hofsósi.

Félagsmenn og velunnarar Þjóðræknisfélagsins og Vesturfarasetursins eru hvattir til að mæta í Hörpuna og samgleðjast með Vesturfarasetrinu og starfsemi þess.

 

Fréttabréf Þjóðræknisfélagsins komið út
ÞFÍfeb16
Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2016 er komið út. Fréttabréfið er fjölbreytt að vanda. Sagt er frá afmælishátíð Vesturfarasetursins sem verður haldin í Hörpunni sunnudaginn 13. mars nk. Þá er sagt frá viðburðum sem Þjóðræknisfélagið hefur staðaið fyrir eða mun standa fyrir á næstunni. Nálgast má fréttabréfið í dálki vinstra megin á heimasíðu ÞFÍ.
Ógiftar konur í hópi vesturfara 1870-1914
SH-1504-61-34596 (2)

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins fimmtudaginn 14. janúar nk. fjallar dr. Sigríður Matthíasdóttir um hvers vegna ógiftar konur fluttu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1870-1914.

Dr. Sigríður telur að ákveðinn hópur einhleypra kvenna hafi „gleymst“, bæði í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Þær eru ekki hluti íslenskrar embættismannastéttar en virðast heldur ekki tilheyra lægstu þjóðfélagshópum – voru t.d. ekki vinnukonur nema í stuttan tíma ævi sinnar ef þær voru það á annað borð. Þær eru þarna á milli og mikilvægt er að skilgreina í hverju staða þeirra felst. Rannsókn dr. Sigríðar byggir m.a. á minningargreinum og æviágripum á borð við þau sem má finna í Vestur-íslenskum æviskrám auk sagnaþátta og „alþýðlegs fróðleiks“ af ýmsum toga. Í erindinu verður þetta rætt með hliðsjón af dæmum af nokkrum konum.

Sigríður Matthíasdóttir er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands (2004). Árið 2013 fékk hún þriggja ára styrk frá Rannsóknasjóði til að vinna að þessu verkefni.

Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsal á fyrstu hæð og hefst kl. 16.30. Allir eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur í fyrir fundinn.

vilhelm

Hugmyndaheimur íslenskra róttæklinga í Vesturheimi 1890-1910

Á menningarfundi Þjóðræknisfélagsins nk. fimmtudag fjallar dr. Vilhelm Vilhelmsson um fámennan en áberandi hóp einstaklinga í hópi íslenskra innflytjenda í Manitoba á árabilinu 1890-1910 sem aðhylltust róttækar pólitískar skoðanir.  Hér er bæði um að ræða róttæka kvenfrelsissinna, jafnaðarmenn, anarkista og baráttumenn fyrir beinu lýðræði. Rætt verður um hugmyndir þeirra og starfsemi, en flest gáfu út blöð og tímarit, og hugmyndir þeirra settar í samhengi við norður-amerískt samfélag á tímabilinu sem og nýlegar kenningar í innflytjendafræðum.

Vilhelm Vilhelmsson er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands (2015). Hann er sjálfstætt starfandi fræðimaður og stundakennari við Háskóla Íslands. Hann er einnig formaður Sagnfræðingafélags Íslands.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. janúar í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsal á fyrstu hæð og hefst kl. 16.30.

Allir eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur í fyrir fundinn.

 

Ógiftar konur og róttækir Íslendingar í Vesturheimi
WIN-fjallkona-og-co

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga boðar til menningarfundar fimmtudaginn 14. janúar kl. 16.30.

Fundurinn er haldinn í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsal á fyrstu hæð.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dr. Sigríður Matthíasdóttir: „Ógiftar konur í hópi vesturfara 1870-1914“

Tónlist: Halli Reynis flytur, en hann hefur samið ljóð og lög um vesturfara

Dr. Vilhelm Vilhelmsson: ,,Hugmyndaheimur róttækra Íslendinga í Vesturheimi 1890-1910″

Boðið verður upp á kaffi og kleinur í upphafi fundar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!

Meðfylgjandi mynd er tekin í Gimli Manitoba af konum sem allar hafa verið Fjallkonur og máttarstólpar í vestur-íslenska samfélaginu í Manitoba í áratugi.

Íslenska landnámið í Spanish Fork, Utah
IMG_6878

Íslenska landnámið í Spanish Fork, Utah

Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir afar áhugaverðum fræðslufundi um íslenska landnámið í Spanish Fork í Utah. Í ár eru 160 ár liðin frá því að fyrstu Íslendingarnir settust það að.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. nóvember nk. að Borgartúni 35 (Hús atvinnulífsins) og hefst kl. 16.30.

Í tilefni fundarins verður sett upp sýning Björns G. Björnssonar leikmyndahönnuðar á ljósmyndum, teikningum og ýmsum gögnum sem féllu til við leikmyndagerð Björns fyrir sjónvarpsmyndina sem gerð var eftir Paradísarheimt Laxness árið 1979 bæði hér heima, í Utah og víðar. Leikmyndin var eitt stærsta verkefni á því sviði á þeim tíma.

Dagskráin er eftirfarandi:

Upphaf Vesturheimsferða og afdrif þeirra er fluttust til Utah 1855-1914. Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja.

„Ertu á förum elsku vinur“: Ísland á tímum vesturferða. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Á góðum skóm með réttar skoðanir  – Utah og Paradísarheimt Halldórs Laxness. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu og bókmenntafræðingur.

Leikmynd sjónvarpsmyndarinnar Paradísarheimt. Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður segir frá tilurð leikmyndarinnar árið 1979.

Að erindum loknum verður boðið upp á kaffiveitingar og almennt spjall.

Fundarstjóri er Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarmaður í ÞFÍ.

Allir velkomnir – skráið viðburðinn í dagbókina.

Á meðfylgjandi mynd eru fyrirlesararnir Halldór Guðmundsson, Kári Bjarnason og Guðmundur Hálfdánarson ásamt Markúsi Þórhallssyni.

 

Hér á eftir er frásögn af ferð til Utah  7. – 15. september 2015, sem Þjóðræknisfélgaið og Bændaferðir skipulögðu í tilefni þess að 160 ár eru liðin frá komu fyrstu íslensku landnemanna til Salt Lake dalsins

Flogið var til Denver í Colorado og gist þar yfir nótt. Næsta dag var ferðast um Colorado til vesturs og daginn þar á eftir var farið yfir til Utah og komið til Provo síðdegis miðvikudagsins 9. september. Þá um kvöldið hófst dagskrá í tilefni 160 ára afmælisins:
CELEBRATING 160 YEARS: “Icelanders and their connection to Utah and the West” með móttöku í Brigham Young University í Provo. Fred E. Woods, prófessor við BYU hafði skipulagt þessa dagskrá af miklum dugnaði og elju. Yfirlit yfir dagskráratriði fylgir þessari frásögn en dagskránni lauk að morgni 13. september þegar hlýtt var á hinn heimsfræga Mormon Tabernacle Choir í Tabernacle tónleikahöllin í Salt Lake City.

Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar við hátíðarhöldin voru þeir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og Páll Marvin Jónsson forseti bæjarstjórnar. Fulltrúi ríkisstjórnar var Stefán Haukur Jóhannsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Meðal þeirra sem fluttu erindi fyrirlestra Á ráðstefnunni sem haldin var á fimmtudeginum voru flutt 12 hálftíma löng erindi. Þar af voru 5 Íslendingar, þau Kári Bjarnason, Guðmundur Hálfdánarson, Halldór Guðmundsson, Markús Þórhallsson og Inga Lára Baldvinsdóttir með erindi. Einnig flutti erindi Sunna Pam Furstenau, fulltrúi USA í stjórn ÞFÍ. Kl. 19.00 sama kvöld hófst síðan dagskrá í umsjá Mark Geslison og fjölskyldu og nemenda í BYU. Auk þess var sýnd stuttmyndin Eldur og ís, sem segir sögu íslensku mormónanna.

Að morgni föstudagsins 11. september var farin skoðunarferð til Salt Lake City. Eins og sjá má á meðfylgjandi dagskrá var víða komið við. Söfn voru heimsótt, byggingar skoðaðar og farið á sérstakan minningarreit þar sem mormónar minnast upphafs landnámsins hér um slóðir. Tabernacle tónleikahöllin þar sem Mormónakórinn æfir og syngur var skoðuð. Höllin var fullbyggð ásamt orgeli árið 1867 og þótti algjört byggingarafrek. Hverju sinni syngja 360 kórfélagar og orgelið í höllinni hefur að geyma yfir 11.200 pípur og fótstigs pedalar á orgelinu eru 32 talsins. Þá var okkur sýnt ráðstefnuhús sem getur tekið 21.000 manns í sæti. Þessar byggingar eru í nágrenni við musteri Mormóna sem er stórfengleg bygging enda var hún 40 ár í byggingu og vígð árið 1894.

Að loknum kvöldverði í Lion House, þar sem Brigham Young bjó ásamt öllum konum sínum og börnum var farið aftur til Provo. Í Assembly Hall of the Hinckley Building var stutt menningardagskrá þar sem Andy Geslison sýndi heimildarmyndina „Of Icelandic Ancestry“. Upp úr kl. 21 fór rútan með afar þreytta þátttakendur heim á hótelið.
Að morgni laugardags var farið til Spanish Fork. Íslendingarnir, sem settust að í Utah mynduðu snemma félagsskap og sáu ástæðu til þess að hittast af og til, minnast ættjarðarinnar við ýmis tækifæri. Ungir sem aldnir koma saman, sumir langt að, til að minnast Íslands og uppruna síns. Þetta félag starfar enn og í júnímánuði ár hvert hafa sérstakir íslenskir dagar verið haldnir í Spanish Fork. Við fengum leiðsögn Clark Thorsten Thorstenson, fyrrverandi kjörræðismaður Íslands í SLC, sem sagði okkur frá uppeldi íslensku jafnaldra sinna í Spanish Fork fyrir rúmlega 70 árum. Tengsl afkomenda Íslendinganna voru afar náin og mikill vinskapur á milli fjölskyldna. Ókum framhjá íbúðarhúsum sem Íslendingarnir höfðu reist, heimsóttum safn gamalla muna frá upphafi landnámsins, stöldruðum við og skoðuðum Vitann, minnismerki um þá 16 Íslendinga sem settust að í Spanish Fork á árunum 1854 til 1857 og fórum í kirkjugarðinn í Spanish þar sem íslenski fáninn hafði verið settur við leiði allra af íslenskum ættum sem þar hvíla. Að því loknu bauð Íslendingafélagið í Spanish Fork (the Icelandic Association of Utah) þátttakendum í hádegisverð þar sem gafst gott tækifæri til að spjalla. Undirritaður flutti kveðju ÞFÍ, þakkaði fyrir góðar móttökur og óskað eftir nánu samstarfi við félagið í framtíðinni. Formaður félagsins nú er Lacey Nielson en faðir hennar Richard Williams er varaformaður. Félagsmenn eru rúmlega 300 talsins. Því næst var farið aftur til Provo og kl. 18.00 var efnt til hátíðarkvöldverðar í Wilkinson Student Center (Main Ballroom). Þar var boðið upp á sýningu heimsþekkts þjóðdansaflokks BYU háskólans og í framhaldinu voru flutt stutt ávörp og ræður. Flutti undirritaður þar ávarp og þakkaði m.a. prófessor Fred E. Woods fyrir frábærlega skemmtilega og vel skipulagða dagskrá.

Að morgni sunnudags lagði hópurinn af stað kl. 8.00 til að hlýða á Mormónakórinn í tónleikahöllinni í Salt Lake City.  Konsertinn byrjaði kl. 9:30 og stóð í 30 mín. Allt frá árinu 1927 hefur söng kórsins á sunnudagsmorgnum verið útvarpað beint um alla álfuna. Það var einstök upplifun að hlýða á kórinn.

Að loknum tónleikunum var farið aftur á hótelið í Provo, bókað út og að loknum hádegismat var haldið í suðurátt á leið í þjóðgarða Utah. Fyrst var farið í Bryce þjóðgarðinn. Undarlegar strýtur teygja sig upp af gljúfurbotninum upp á efstu brún, fagurlega skapaðar af náttúrunnar hendi. Þetta náttúruundur er engu líkt, ástæða til að gefa sér góðan tíma. Það er erfitt að yfirgefa svona stað. Á leiðinni frá þjóðgarðinum eru býsna fallegir klettar og drangar, ótrúlegir litir.

Því næst var ekið yfir í Zion þjóðgarðinn. Bíða varð til morguns til að komast inn í þjóðgarðinn þar sem hvirfilvindur og regnflóð kom um leið og okkur bar síðdegis  að garði. Garðurinn er í allmiklu gljúfri með gríðarhá og litfögur klettastál á alla vegu. Um þjóðgarðinn ganga vagnar sem flytja fólk upp í dalinn. Á leiðinni eru 10 stöðvar og geta menn stoppað hvar sem er, hoppað af og skoðað að vild.

Síðasti garðurinn var Arches þjóðgarðurinn eða Steinbogagarðinn. Hann einkennist af furðulegustu steinbogum og steinbrúm, makalausum dröngum og klettum, algert listaverk náttúrunnar.

Að því loknu var hugað til heimferðar og farin sama leið til baka í gegnum Coloradogljúfur og yfir Klettafjöllin. Meðal fallegra smábæja þar sem staldrað var við og skoðaðir má nefna Moab, Glenwood Springs, Vail og Frisco.

Í Glenwood Springs var gist eina nótt á Hotel Colorado sem tekið var í notkun 1893. Það þótti eitt merkasta hótel sinnar tegundar því fá önnur hótel gátu boðið upp á heit hveraböð. Bandaríkjaforsetar hafa gist hér svo sem William H. Taft og Theodore Roosevelt og ekki létu gangsterar sitt eftir liggja. Einn frægasti byssubófi villta vestursins, Doc Holliday dvaldi hér sín síðustu ár, hverirnir höfðu góð áhrif á fársjúkan byssumanninn. Frá Denver var flogið seinni part föstudags 18. September og lent í Keflavík kl. 6 næsta morgun.

Hátíðarhöldin í Spanish Fork, Provo og Salt Lake City í tilefni af 160 ára afmæli íslenska landnámsins urðu undirrituðum mikil upplifun á allan hátt. Samtals fóru 410 manns frá Íslandi og settust að í Spanish Fork á tímabilinu 1855-1900. Þar af var meira en helmingur sem fór frá Vestmannaeyjum. Meðal afkomenda þessa fólks eru miklar og góðar tilfinningar og væntumþykja til Íslands og Vestmannaeyja skipa sérstakan sess í huga margra þeirra. Það var því ólýsanleg tilfinning að hitta og spjalla við þetta fólk og bindast mörgu þeirra vináttuböndum.

Meðal afkomenda Íslendinga sem ég kynntist ágætlega í ferðinni má nefna þau  Lacey Nielson, Richard Williams, Rick Mathews og Kristy Robertson sem öll eru í stjórn Íslendingafélagsins, David Ashby og Bonny konu hans, en hann var formaður Íslendingafélagsins á árunum fyrir og eftir síðustu aldamót, tvíburabræðurna David og Daniel Geslison, sem tóku þátt í að endurreysa íslenska Mormónatrúboðið á Íslandi upp úr 1975 undir forystu foreldra sinna Melvu og Byrons T. Geslison. Þá kynnist ég nokkrum meðlimum Leifson fjölskyldunnar en Steven Leifson er bæjarstjóri í Spanish Fork og frændi Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.

Þá fékk hópurinn góða lýsingu og tilfinningu fyrir eðli mormónatrúar og út á hvað hún gengur. Þó að í megindráttum svipi hún til Lúterstrúar þá eru margar reglur sem trúin innprentar fólki sem okkur þykja sérstakar. Niðurstaða mín er þó sú að mormónar séu upp til hópa fólk sem vill umlykja náungan væntumþykju og hlýju.

Halldór Árnaon, formaður ÞFÍ og fararstjóri.

 

BYU Iceland Conference

CELEBRATING 160 YEARS: “Icelanders and their connection to Utah and the West”

DATE: September 9–13, 2015

PURPOSE: To commemorate the first Icelandic settlers in North America who arrived in Spanish Fork, Utah, in September of 1855 and to educate the public about the Icelanders who immigrated and settled in Utah and the West.

SPONSORS: BYU Religious Education’s Religious Studies Center, Icelandic Association of Utah, Icelandair, Icelandic National League (Iceland), Icelandic National League (North America), Mormon Historic Sites Foundation, Icelandic Roots.

LODGING: Provo Marriott Hotel, 101 West 100 North, Provo, Utah.

SCHEDULE

September 9 (Wednesday) 
Attendees arrive in Utah in the late afternoon and have a welcoming reception at the BYU Conference Center.

7:00 p.m. — Reception, Room 2258–60, BYU Conference Center
Cheese, crackers, and juices will be served. Name tags will be distributed to registered participants. Welcome and recognition of special visitors.

September 10 (Thursday)Presentation of Papers
Conference papers will be presented at the BYU Varsity Theatre in the Wilkinson Student Center (WSC) from 9:00 a.m. to 4:00 p.m. Presentations will be 20-25 minutes each, followed by a question-and-answer session and will feature the following:

9:00 a.m. — Welcome and Announcements. Greetings by Dr. Sandra Rogers, international vice president at Brigham Young University.

9:15 a.m. — Fred E. Woods, BYU professor of religious education, and Kári Bjarnason, curator for the Library of Vestmannaeyjar  — “The First Three Icelanders to Settle in Utah.”

9:45 a.m. — Guðmundur Hálfdanarson is Jón Sigurðsson’s professor of history at the University of Iceland —“Setting for the second half of the 19th century history in Iceland.”

10:15 a.m. — Inga Lára Baldvinsdóttir, photo curator at the National Museum of Iceland—“19th century Iceland as seen in Sigfús Eymundson´s photographs.”

10:45 a.m. — Markús Þ. Þórhallsson, graduate student at the University of Iceland —”Freedom of religion and the first civil marriage in Iceland.”

11:15 a.m. —Halldór Guðmundsson, Director of Harpa Concert Hall and Conference Centre as well as author, —“An allegory of disillusion – an Icelandic reading of Paradise reclaimed by Halldór Laxness.”

 

11:45 a.m. — Mark Mendenhall, J. Burton Frierson Chair of Excellence in Business Leadership, University of Tennessee at Chattanooga—“An Ambivalent Expatriate: The Life of Runólfur Runólfsson.”

12:15–1:25 p.m. — Lunch (on your own)
*For your convenience, the BYU Cougareat Food Court has 10 different dining options and is only a one-minute walk from the Varsity Theatre.

1:30 p.m. —Matthew K. Heiss, archivist in the Church History Department, Salt Lake City—“The Translation of the Book of Mormon into Icelandic.”

2:00 p.m. — Richard Williams and Lacey Neilson, president and vice president of the Icelandic Association of Utah— “History of Iceland Days in Spanish Fork, Utah.”

2:30 p.m. — Steven L. Olsen, senior curator for Historic Sites, Church History Department—”Commemorating the Legacy of the Icelandic Saints.”

3:00 p.m. — Sóley Renee Mathiesen, Icelandic LDS Church member—“The re-emergence of the Church of Jesus Christ of Latter-day Saints in Iceland, 1975-2015.”

3:30 p.m. — Sunna Olafson Furstenau, President of Icelandic Roots —“Icelandic Roots: Connecting Our Shared Stories.”

4:00 p. m. — Free time/dinner on your own

7:00 p.m. — Evening of Entertainment, Varsity Theatre, WSC
Join the BYU Folk Ensemble for an uplifting evening of music and dance. Watch documentary film, Fire on Ice, with Icelandic sub-titles.

8:30 p.m. — Refreshments, Room 3224 WSC (for registered attendees, guest lecturers, and sponsors).

September 11 (Friday)Salt Lake City Tour

9:00 a.m. — Board bus at Provo Marriott Hotel, head for Salt Lake

10:00–10:50 a.m. — Church History Library Tour

10:55 a.m. — Board buses, head for DUP Museum

11:10–11:40 a.m. — DUP Museum Tour

11:45 a.m. — Board buses, head for This is the Place Monument

12:00–12:45 p.m. — Enjoy the monument, have lunch on site

12:50 p.m. — Board buses, head for Humanitarian Center

1:15–2:10 p.m. — Humanitarian Center Tour

2:15 p.m. — Board buses, head for Temple Square

2:35–3:15 p.m. — Tour Temple Square and Conference Center

3:20 p.m. — Walk to Family History Library

3:30–4:00 p.m. — Family History Library Tour with Iceland specialist

4:00–4:50 p.m. — Free Time at Family History Library or Temple Square

5:00 p.m. — Dinner on your own at the Lion House Pantry

6:00 p.m. — Board bus, return to Provo

7:00 p.m. — Cultural Presentation by Andy Geslison, Assembly Hall, BYU Hinckley Center
View the documentary film “Of Icelandic Ancestry,” refreshments will follow.

September 12 (Saturday)Spanish Fork Tour

9:00 a.m. —leave Provo from the Marriott Hotel on a bus tour of Spanish Fork, which will begin at the Spanish Fork Park on Main Street and take us through the early Icelandic historical sites. Spanish Fork Mayor, Steve Leifson, will welcome us and we will enjoy a lunch provided by the Icelandic Association of Utah at the Ponderosa Banquet Hall in Spanish Fork. After lunch, we will visit the Spanish Fork Family History Center. The tour will conclude about 2:00pm.

2 p.m. — Free Time

6 p.m. — Banquet, Main Ballroom, WSC
The evening will include entertainment by the BYU International Folk Dancers followed by brief remarks by several distinguished guests.

September 13 (Sunday)

Conference participants are invited as special guests to view the live broadcast of Music and the Spoken Word, featuring the Mormon Tabernacle Choir, from 9:30 to 10:00 a.m. in the Salt Lake City Tabernacle on Temple Square in Salt Lake City. This will conclude the conference and commemorative events.

 

Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2015
Thjodraeknisthing_2013

Þjóðræknisþing 2015 verður haldið sunnudaginn 23. ágúst nk. að Hótel Natura í Reykjavík og hefst kl. 14.00. Heiðursgestur þingsins verður biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, en hún var heiðursgestur á Íslendingahátíðunum í Mountain og Gimli í byrjun þessa mánaðar. Að vanda er dagskráin fjölbreytt. Yfir 20 Vestur-Íslendingar hafa boðað komu sína á þingið og því má ætla að margir geti fundið þar frænku sína eða frænda.

 

DAGSKRÁ:

Setning:               Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Ávörp:                  Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Sæmundur Finnbogason, fh. Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi.

Claire Eckley, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi.

 

Tónlist:        Hljómsveitin Baggalútur.    

Erindi:         Káinn; kímniskáld og mannvinur. 

                   Almar Grímsson, fv. forseti ÞFÍ segir frá Vestur-íslenska vísnaskáldinu

Kristjáni Níelsi Jónssyni. Karl Jeppesen sýnir brot úr mynd sinni um Vesturfarana.

                   Byggingar í Vesturheimi. 

                   Þormóður Sveinsson fjallar um íslenska byggingameistara og arkitekta í Vesturheimi.

                   Snorri West 2015. Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu

segja í máli og myndum frá 4 vikna ferð á Íslendingaslóðir í sumar.

Kaffihlé        Miðar fyrir kaffi og meðlæti seldir við innganginn fyrir 500 kr.

Vestur-íslenskir þátttakendur Snorra Plús verkefninu kynna sig.

Erindi:          Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi. Katlin Parsons segir frá

skráningu íslenskra handrita og menningarverðmæta í Vesturheimi.

                   Helping Others Through Icelandic Roots.  Sunna Pam Furstenau

fjallar um og sýnir dæmi um hvernig ættfræðin hefur leitt ættingja saman á ný.

Þingstjórar:  Svavar Gestsson, fv. aðalræðismaður Íslands í Manitoba og

Hulda Karen Daníelsdóttir, stjórnarmaður í Þjóðræknisfélagi Íslendinga.

Þinglok eigi síðar en kl. 16.30

Samningur undirritaður um fjármögnun verkefnisins Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi
Undirritun.02

 

Í gær, þann 20. maí, var gengið frá samningi sem tryggir að unnið verður skipulega að því að skrásetja íslenskar menningarminjar í Vesturheimi. Verkefnið heitir Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi. Það verður unnið undir stjórn stofnunar Árna Magnússonar og undirritaði Guðrún Nordal samninginn fyrir hönd stofnunarinnar. Aðrir sem undirrituðu voru stjórnarmenn í Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Viðstaddir voru nokkrir starfsmenn Árnastofnunar og fulltrúar úr Heiðursráði Þjóðræknisfélagsins meðal annars Svavar Gestsson formaður Heiðursráðsins sem hefur unnið sérstaklega að þessu verkefni að undanförnu.

Í til­efni af hálfr­ar ald­ar af­mæli Há­skóla­sjóðs H/​f Eim­skipa­fé­lags Íslands hafa sjóður­inn og Stofn­un Árna Magnús­son­ar gert með sér sam­starfs­samn­ing um að sjóður­inn styrki verk­efni á veg­um Árna­stofn­un­ar sem felst í því að safna upp­lýs­ing­um um hand­rit í Vest­ur­heimi og skrá á sta­f­rænt form. Styrk­ur­inn er til þriggja ára og nem­ur 3,7 millj­ón­um króna á ári eða alls 11,1 millj­ón­ir króna. Há­skóla­sjóður H/​f Eim­skipa­fé­lags Íslands var stofnaður 1964 og var stofn­fé sjóðsins hluta­bréfa­eign Vest­ur Íslend­inga í Eim­skipa­fé­lag­inu. Rekst­ur og ávöxt­un sjóðsins er á ábyrgð Lands­bank­ans og hef­ur hann skilað góðri af­komu að und­an­förnu. Þess vegna sé mögu­legt að styðja verk­efni Árna­stofn­un­ar með svo mynd­ar­leg­um hætti. Lands­bank­inn hf. og Eim­skip munu að auki styrkja verk­efnið um eina millj­ón króna, hvort fyr­ir­tæki.

Verk­efnið nefn­ist „Í fót­spor Árna Magnús­son­ar í Vest­ur­heimi“ og lýt­ur stjórn for­stöðumanns Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar. Mark­miðið er að skrá hand­rit í op­in­ber­um söfn­um og einka­eigu í Kan­ada og Banda­ríkj­un­um í gagna­grunn á vefsíðunni hand­rit.is, en Katel­in Par­sons doktorsnemi mun vinna að verk­efn­inu á veg­um stofn­un­ar­inn­ar. Hún hef­ur unnið að rann­sókn­um á hand­rita­eign vest­urfara í fleiri ár og at­hug­an­ir henn­ar benda sterk­lega til þess að þúsund­ir hand­rita hafi verið flutt­ar vest­ur um haf á ár­un­um 1870–1914 og að þau séu enn á víð og dreif meðal annarra óskráðra menn­ing­ar­verðmæta.

Vinstra megin á meðfylgjandi mynd eru þeir sem undirrituðu samningana það er fulltrúar Eimskips, Landsbankans og Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands ásamt Guðrúnu Nordal. En hægra megin eru fremst starfsmenn Árnastofnunar þau Gísli Sigurðsson og Guðrún Þórhallsdóttir, þá koma heiðursráðsfélagar þau Margrét Kristmannsdóttir, Halldór Árnason, Svavar Gestsson og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands.

 

Ný stjórn kjörin á aðalfundi Þjóðræknisfélagsins
17321038452_b22c66b1a5_o (2)

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga fór fram að Borgartúni 35 í gær, 29 apríl. Í upphafi fundar minnist Halldór Árnason, formaður ÞFÍ, Magnusar Olafsonar, heiðursfélaga ÞFÍ sem lést í Cavalier í Norður-Dakota 24. apríl sl. Því næst ávörpuðu þingið þeir Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi og Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi en báðir hafa sýnt starfsemi félagsins mikinn áhuga og stuðning.

Á aðalfundinum var voru eftirfarandi fulltrúar kjörnir í stjórn félagsins: Formaður: Halldór Árnason, aðrir aðalmenn: Ástrós Signýjardóttir, Eydís Egilsdóttir, Gylfi Kristinsson, Hulda Karen Daníelsdóttir, Svavar Gestsson og Þorvarður Guðlaugsson. Fulltrúar afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi í stjórn ÞFÍ: Jóel Fridfinnsson, Arborg, Manitoba og Pam Olafson Furstenau, Fargo, Norður-Dakota. Varamenn í stjórn voru kjörin Hrafnhildur Sigmarsdóttir, Kristín M. Jóhannsdóttir og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Elín Hirst, Jón Trausti Jónsson, Rögnvaldur Guðmundsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir gengu úr stjórn og var þeim þökkuð vel unnin störf fyrir félagið.

Í lok aðalfundar sögðu Birna Bjarnadóttir og Haukur Ingibergsson frá ferð sinni til Utah á slóðir íslenskra Mormóna í Spanish Fork árið 2005. Þá sýndi Sigurjón Pétursson myndir frá Spanish Fork og þjóðgörðum Utah en hann ferðaðist um svæðið ásamt Þóru Hrönn konu sinni fyrir nokkrum árum. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í ferð ÞFÍ á slóðir íslensku landnemanna í Utah sem farin verður í byrjun september nk.

Loks sagði Katelin Parsons frá vinnu sinni við verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi. Verkefnið gengur út á það að kanna og skrá íslenskar menningarminjar í Kanada og Bandaríkjunum.

Mikill hugur er hjá nýrri stjórn félagsins að efla starfsemina og tengslin við afkomendur íslensku landnemanna í Norður-Ameríku.

Meðfylgjandi myndir tók Kent Lárus Björnsson

Magnus Olafson, heiðursfélagi ÞFÍ, látinn
IMG_1664

 

Magnus Olafson, heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga, lést 24. apríl sl. 94 ára að aldri.

Magnus var fæddur í Gardar Norður Dakóta,  23. október 1920, sonur hjónanna Jóns Kristinssonar Olafson og Kristínar Hermannsdóttur Hermann. Hann var yngstur 3 sona þeirra hjóna. Hann kvæntist 1945 Lois Flanagan og áttu þau 3 börn. Lois lést langt um aldur fram 1984.

Magnus var mjög virkur í félagsstarfi og var kallaður til, þegar hópar Íslendinga fóru að heimsækja íslensku byggðirnar í Norður Dakóta. Var það ekki síst vegna þess að hann talaði íslensku óaðfinnanlega. Hann hefur tekið á móti og heillað hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga sem hafa átt leið um heimaslóðir hans.

Árið 1999 var Magnus sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Magnus var gerður að heiðursfélaga í Þjóðræknisfélagi Íslendinga ÞFÍ árið 2005. Hann heimsótti Ísland 10 sinnum, síðast árið 2008 er hann sat þjóðræknisþing á Akureyri í heimabyggð afa síns Kristins Ólafssonar sem fæddur var í Eyjafjarðarsveit. Síðustu árin dvaldi Magnús í góðu yfirlæti á dvalarheimilinu Borg í Mountain í Norður-Dakota.

Á meðfylgjandi mynd er Magnús ásamt Kristínu Hall, “Stínu litlu” sem er nú 105 ára, en Káinn (Kristján Níels Jónsson, f. 1860) orti til hennar ljóð sem Baggalútur samdi lag við og gaf út.

Þjóðræknisfélag Íslendinga þakkar Magnúsi gifturíka samfylgd og  sendir afkomendum hans hugheilar samúðarkveðjur.

“Vinir í vestri” – dagskrá um Vestur Íslendinga á Húsavík 25. apríl nk.
IMG_4246

 

Menningarmiðstöð Þingeyinga, Þjóðræknisfélag Íslendinga og utanríkisráðuneytið efna til fundar í Safnahúsinu á Húsavík, laugardaginn 25. apríl nk. kl. 14.00.

Dagskráin er tileinkuð Vestur Íslendingum og áhuga afkomenda þeirra á að varðveita tengslin við Ísland og Íslendinga.

1. Ávarp Sif Jóhannsdóttir, forstöðumaður MMÞ

2. 10 ár meðal Vestur – Íslendinga, Atli Ásmundsson, fyrrum aðalræðismaður í Winnipeg.

3. Þjóðræknisfélag Íslendinga, kynning Halldór Árnason, forseti félagsins.

4. Spurningar og svör

Þingeyingar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlýða á skemmtilegar frásagnir.

Félagsfundur Þjóðræknisfélagsins á Akureyri 24 apríl nk
atli2012

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga heldur félagsfund á Icelandair Hotels við Þingvallastræti nk. föstudag 24. apríl kl. 16.00.

Halldór Árnason, formaður ÞFÍ, segir frá helstu verkefnum sem framundan eru hjá Þjóðræknisfélaginu.

Atli Ásmundsson, fv. aðalræðismaður Íslands í Manitoba, segir frá kynnum sínum af Vestur- Íslendingum.

Kristín M. Jóhannsdóttir frá Háskólanum á Akureyri, segir frá rannsókn á vestur-íslensku sem hún tekur þátt í og sýnir hljóðdæmi.

Mikil gróska hefur verið í starfsemi félagsins við það að efla samskipti Íslendinga við afkomendur íslensku landnemanna í Norður-Ameríku.

Félagsmenn ÞFÍ eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti.

 

Aðalfundur Þjóðræknisfélagsins 29. apríl nk.
INL_logo1

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, miðvikudaginn 29. apríl nk. og hefst kl. 16.15

Dagskrá:

1.      Fundarsetning og kjörinn fundarstjóri og fundarritari.

2.      Ávörp

3.      Skýrsla félagsstjórnar.

4.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar.

5.      Kjörin stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga.

6.      Kjörin kjörnefnd vegna næsta aðalfundar

7.      Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum segja hjónin Birna Bjarnadóttir og Haukur Ingibergsson frá ferð sinni til Utah á slóðir íslenskra Mormóna í Spanish Fork árið 2005.

Tilefni frásagnarinnar er að ÞFÍ og Bændaferðir standa fyrir afar áhugaverðri ferð til Utah 7. -19. september nk. til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að 160 ár eru liðin frá því að fyrstu íslensku landnemarnir komu til Salt Lake dalsins í Utah. Að auki verður farið um þjóðgarða Utah sem hafa að geyma stórfengleg náttúruundur.

http://www.baendaferdir.is/serferdir/serferdir/natturuperlur-utah-islendingahatid

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn og hlýða síðan á stórmerkilega frásögn af íslenskum Mormónum og óviðjafnanlegri náttúrufegurð þjóðgarða Utah.

 

 

Nýtt Fréttabréf ÞFÍ komið út

Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2015 er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um hópferð sem Þjóðræknisfélagið er að skipuleggja til Utah í september til að taka þátt í hátíð í tilefni af því að 160 ár eru liðin frá komu fyrstu íslensku landnemanna til Spanish Fork. Þá er sagt frá ársþingi Þjóðræknisfélaganna í Vesturheimi sem haldið verður í Minneapolis um miðjan maí og hópferð frá Íslandi í tilefni þess. Einnig er sagt frá Snorra West verkefninu, en umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Sagt er frá nýjum heiðursfélögum ÞFÍ og viðurkenningu sem Þjóðræknisfélagið veitti aðstandendum þáttanna Vesturfarar og Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV. Aðalfundur ÞFÍ verður 29. apríl og Þjóðræknisþingið verður haldið á Hotel Natura 23. ágúst nk. Fréttabréfið má nálgast með því að smella á flipann FRÉTTABRÉF sem er til vinstri á heimasíðu ÞFÍ.

Óviðjafnanleg ferð á Íslendingaslóðir í Utah 7-18. september 2015
INL_logo1

Ferðin til UTAH – Íslenskir Mormónar – heillandi þjóðgarðar

7. – 18. september, 2015

Fararstjórar: Hulda Karen Daníelsdóttir og Guðlaug Richter

Náttúran í Utah er svo sannarlega undraverð og þar er að finna marga af stórfenglegustu þjóðgörðum Bandaríkjanna. Eftir flug til Denver í Colorado er stefnan tekin á Klettafјöll og þegar yfir þau er komið tekur Utah við, hið fyrirheitna land fјölmargra íslenskra vesturfara á 19.öld. Fyrst heimsækjum við stórbrotna þjóðgarða ó Utah svo sem Arches National Park, Bryce Canyon og Zion Parkskoðaðir. Síðan tökum við þátt í ráðstefnu um íslenska vesturfara í Ameríku förum  á Íslendingahátíð í Spanish Forks, þar sem afkomendur þessara landnema minnast ættlands forfeðranna. Og það er mögnuð upplifun að hlýða á Mormónakórinn syngja í Salt Lake City.

Land: Bandaríkin

11 dagar / 10 nætur: 2 nætur Denver / 2 nætur Fruita / 1 nótt Bryce/ 1 nótt í Zion / 4 nætur Provo /

 

Ferðalýsing

7. september:                        Keflavík – Denver

Brottför frá Leifsstöð kl.17.25. Mæting á flugvöll 2 klst. fyrir brottför. Lent í Denver kl.19.05 að staðartíma. Að loknu útlendingaeftirliti og tollskoðun verður ekið á hótel nærri flugvelli og gist þar eina nótt.

 

8. september:                        Denver – Fruita

Eftir morgunmat höldum við vestur á bóginn. Framundan blasa við tíguleg Klettafjöll og  er ekið um þau drjúgan hluta dags. Stefnan er tekin til bæjarins Frisco og þar verður dvalið um hríð. Skógivaxnar hlíðar Klettafjalla heilla þegar ekið er áfram vestur til Glenwood Springs þar sem snæddur verður hádegismatur. Að honum loknum er haldið áfram vestur uns komið er á náttstað í bænum Fruita.

 

9. september:                        Fruita –Provo

Landslag tekur nú að breytast, Klettafjöllin að baki og við tekur háslétta. Leiðtogar Mormóna höfðu víða leitað fyrirheitna landsins um miðja 19. öld en þegar Utah dalurinn blasti við, þá var staðurinn fundinn. Þetta mikla sléttlendi er umvafið fjöllum á alla vegu og því ákjósanlegt landnámssvæði. Leiðin liggur um hásléttu og fjölbreytt landslag, svipaða leið og landkönnuðir, frægir útlagar og indjánar fóru um miðja 19.öld.

Komum fyrst til bæjarins Green River þar sem við stöldrum við. Fyrrum var þetta ekki friðsæll staður því hingað leituðu útlagar og harðskeyttir kúrekar, tilbúnir til að takast á við indjána og laganna verði. Þaðan er farið til Price, annars bæjar á hásléttunni og þar snæddur hádegisverður. Gist í Provo fjórar nætur.

 

10. september:                      Ráðstefna-Íslenskir mormónar-landnám í Vesturheimi

Ein aðalástæða ferðarinnar er ráðstefna um íslenska vesturfara, einkum þá sem tóku trú Mormóna og settust að hér í þessu ríki. Frábærir fræðimenn og áhugafólk annast efnismikla dagskrá um hvaðeina sem snertir íslenskt landnám í Vesturheimi, lífið í Ameríku og á Íslandi á 19.öld en fyrst og fremst fólkið okkar sem kom hingað í Utah dalinn.

 

11. september:                      Dagsferð á merka staði – ráðstefnu framhaldið

Í dag verður skoðunarferð til Salt Lake City þar sem áhugaverð dagskrá bíður okkar. Við heimsækjum söfn, skoðum byggingar, förum á sérstakan minningarreit þar sem mormónar minnast upphafs landnámsins hér um slóðir. Við fáum góða lýsingu á því markverðasta og fræðumst.

Um kvöldið, þegar aftur er snúið til Provo verður dagskránni framhaldið en þá munu Kári Bjarnason og Fred Woods greina frá merkum upplýsingum og fróðleik sem þeir hafa grafið upp á undanförnum misserum. Kvöldinu lýkur svo með sýningu stuttmyndarinnar Eldur og ís,

sem segir sögu íslensku mormónanna.

 

12. september:                      Íslendingadagur í Spanish Fork

Íslendingarnir sem settust að í Utah mynduðu snemma félagsskap og sáu ástæðu til þess að hittast af og til, minnast ættjarðarinnar við ýmis tækifæri. Þetta félag starfar enn og í júnímánuði ár hvert hafa sérstakir íslenskir dagar verið haldnir í Spanish Fork. Í dag heimsækjum við Spanish Fork og tökum þátt í hátíðarhöldunum. Ungi sem aldnir koma saman, sumir langt að til að minnast Íslands og uppruna síns. Um kvöldið, þegar við aftur erum komin til Provo, verður hátíðarkvöldverður.

 

13. september:                      Mormónakórinn – Bryce gljúfur

Við tökum þennan dag snemma þótt sunnudagur sé, við ætlum að hlýða á Mormónakórinn í Musterinu mikla í Salt Lake City. Allt frá árinu 1927 hefur söng kórsins á sunnudagsmorgnum verið útvarpað beint um alla álfuna. Það var árið 1847 að mormónakór söng fyrst í þessum dal en það var á sérstakri ráðstefnu kirkjunnarmanna. Við hlýðum á sönginn en höldum síðan í suðurátt, það er komið að þjóðgörðunum í Utah. Við komum fyrst til Bryce, ökum að gljúfrinu og skoðum. Undarlegar strýtur teygja sig upp af gljúfurbotninum upp á efstu brún, fagurlega skapaðar af náttúrunnar hendi. Þetta náttúruundur er engu líkt, ástæða til að gefa sér góðan tíma. Gist eina nótt í nágrenni gljúfurs.

 

14. september                        Bryce – Zion

Við sáum sitthvað makalaust í gær og ekki verður upplifunin minni í dag. Við förum að gljúfrinu að loknum morgunverði og dveljum góða stund til að upplifa þessa mögnuðu náttúrufegurð. Undarlegar strýtur teygja sig upp af gljúfurbotninum upp á efstu brún, fagurlega skapaðar af náttúrunnar hendi. Það er erfitt að yfirgefa svona stað en mikið vill meira; við heimsækjum einn þjóðgarðinn enn. Verðum komin í Zion þjóðgarðinn upp úr hádegi og að loknum hádegisverði og innritun á hótel gefst tækifæri til að skoða. Þessi þjóðgarður er í allmiklu gljúfri og nú skoðum við úr botni þess. Skutlur ganga með reglulegu millibili upp eftir gljúfrinu, í óbygðir og þar er sjón sögu ríkari. Gistum eina nótt.

 

15. september                        Zion – Green River

Dveljum í þjóðgarðinum fram yfir hádegið en síðan verður ekið í smábæinn Green River. Leiðin liggur um hásléttu og fjölbreytt landslag, svipaða leið og spænskir landkönnuðir, frægir útlagar og indjánar fóru fyrr á tímum. Áð verður af og til en seinni partinn komum við til bæjarins þar sem við gistum eina nótt. Fyrrum var þetta ekki friðsæll staður því hingað leituðu útlagar og harðskeyttir kúrekar, tilbúnir til að takast á við indjána og laganna verði.

Tækifæri gefst til að skoða sig um í bænum.

 

16. september                        Green River –Arches National Park- Glenwood Springs

Að loknum morgunverði verður farið í þjóðgarð. Það er tæplega einnar stundar akstur í  ,,Steinbogagarðinn‘‘. Hann einkennist af furðulegustu steinbogum og steinbrúm, makalausum dröngum og klettum, algert listaverk náttúrunnar. Förum héðan í nærliggjandi bæ, Moab og snæðum hádegismat. Ökum svo þaðan í austur uns komið verður til Fruita. Hér verður áð um hríð en höldum svo áfram til Glenwood Springs þar sem gist verður eina nótt.

Á einum stað í bænum, ekki svo langt frá hótelinu okkar stendur eitt elsta hótel ríkisins, Hotel Colorado sem tekið var í notkun 1893. Það þótti eitt merkasta sinnar tegundar því fá önnur hótel gátu bðið upp á heit hveraböð. Bandaríkjaforsetar hafa gist hér svo sem Wiliam H Taft og Theodore Roosevelt og ekki létu gangsterar sitt eftir liggja. Einn frægasti byssubófi villta vestursins, Doc Holliday dvaldi hér sín síðustu ár, hverirnir höfðu góð áhrif á fársjúkan byssumanninn. Notalegt að rölta um bæinn síðdegis og finna sér svo góðan matsölustað.

 

17. september:                      Glenwood Springs – Denver

Ágætt að taka það rólega fram yfir hádegið en síðan verður ekið til Denver. Áð verður í Vail sem er kunnur skíðastaður á fallegum stað í fjöllunum. Þaðan er svo ekið til Denver og hugsanlega verður komið við í verslunarmiðstöð einhvern tíma áður en ekið verður á náttstað nærri flugvelli.

 

18. september:                      Heimferðardagur

Heimferðardagur rennur upp, við tökum það rólega um morguninn göngum frá í ferðatöskur og skilum lyklum. Hópurinn fluttur á flugvöll um miðjan dag en kl.17:20 er flogið heim á leið.

 

19.september:                       Komudagur til Keflavíkur

Áætluð lending í Keflavík er kl.06:35

 

Verð: 346.400 kr. á mann í tvíbýli.                    Allar skoðunarferðir innifaldar!
Aukagjald fyrir einbýli er 115.600 kr.

Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður 6 morgna.
• Hádegisverður 9. september.
• Kvöldverður 13. september.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:
Aðgangur í þjóðgarða. Greiða þarf aðgang í hvern garð fyrir sig (þrisvar sinnum) og safnar fararstjóri saman greiðslum í alla garða og annast þær hverju sinni. Aðgangur á söfn. Morgunverður á hóteli í Provo (4 morgna) og Glenwood Springs (1 morgun), hátíðarkvöldverður í Provo laugardaginn 12. september.

Athugið:
Gott er að hafa með sér nasl í bílnum, ávexti og annað slíkt en í bílnum er til sölu vatn gegn vægu gjaldi svo enginn þarf að vera þyrstur. Það er mjög mismunandi hvað kvöldverður kostar, allt miðað við hvort farþegar vilja fá sér einfalda máltíð eða fara flott út að borða. Sem viðmiðun má gera ráð fyrir að kvöldverður kosti ekki undir 15 dollurum á mann (nema skyndibitamáltíð sem er ódýrari).

 

 

Áhugaverð ferð á Íslendingaslóðir í Minnesota 12.-18. maí nk
inl2

Landnám í Minnesota – Þjóðræknisþing 12.-18. maí 2015

Þessi ferð Þjóðræknisfélagsins og Bændaferða er tvíþætt. Annars vegar er tveggja daga skoðunarferð til Minneota og Duluth. Báðir þessir staðir koma mikið við sögu á fyrsta áratug vesturferða. Hins vegar er svo árlegt þjóðræknisþing INL of America haldið í Minneapolis þar sem gestum af Íslandi gefst kærkomið tækifæri til að kynnast með hvaða hætti afkomendur vesturfaranna rækta tengsl við Ísland og íslenska þjóð. Eitt það dýrmætasta sem vesturfarar fóru með vestur um haf var íslenskur menningararfur. Öldum saman dró lítil þjóð fram lífið í sveitum landsins. Í einangrun og fámenni varðveitti hún og efldi íslenska tungu, geymdi sögur fortíðar og skráði. Þegar vesturfarar, reyndu að fóstra með börnum sínum sömu ást, sömu tilfinningar og þeir sjálfir báru til ættlandsins og íslensku þjóðarinnar, höfðu þeir fá önnur úrræði en að segja og lesa sögur sem lýstu mannlífinu á Fróni – Mannlífinu á 19. öld í  sveitinni heima, lífsbaráttunni sem þar hafði verið háð öldum saman. Ísland varðveitti bernskuna, hin órjúfanlegu tengsl sérhvers manns við fæðingarstað sinn. Rætur vesturfarans og afkomenda hans liggja þar, í sveitum landsins. Ást Vestur-Íslendinga á landi og þjóð er sérstaks eðlis. Praktísku þættirnir hurfu smám saman úr þessari tilfinningu vestanhafs en rómantísku þættirnir urðu þeim mun sterkari. Tilfinningin er því nær eingöngu rómantísks eðlis sem sést t.a.m. á því að fögnuður þeirra yfir öllum sóma, allri virðingu, allri frægð lands og þjóðar margfaldast. Einar Hjörleifsson Kvaran lýsti þessu svo: „Ættjarðarást Vestur-Íslendinga er planta, sem á rætur innst í sál mannanna, á því sviði sálarlífsins, þar sem flest það grær, sem mönnum er bezt gefið, indælast og elskulegast.“ Þessi ferð er hugsuð sem ferð inn í þennan einstaka heim afkomenda íslensku vesturfaranna.

 

Land: Bandaríkin

6 dagar / 6 nætur:  1 nótt Hutchinson / 1 nótt St. Cloud / 4 nætur Minneapolis / 1 nótt heimflug

 

 

Ferðalýsing

12. maí                       Keflavík – Minneapolis – Hutchinson

Brottför frá Keflavík kl. 16.45. Mæting í Leifsstöð 2 klst. fyrir brottför. Lending í Minneapolis kl. 18.00 að staðartíma. Að loknu útlendingaeftirliti og tollskoðun fer hópurinn í rútu sem flytur hópinn á náttstað í smábænum Hutchinson. Þangað er um 45 mínútna akstur. Boðið upp á vatn og samlokur á leiðinni. Gist eina nótt.

13. maí                       Landnám í Minneota

Að loknum morgunverði er stefnan tekin vestur á bóginn. Í dag verður eins elsta nýlenda Íslendinga í Norður-Ameríku heimsótt. Gunnlaugur Pétursson kom til Vesturheims árið 1873 og fór eins og flestir hans landsmenn gerðu um þær mundir til Wisconsin. Þar var hann hvattur til að ráða sig í vist hjá norskum bónda svo hann gæti tileinkað sér öðruvísi landbúnaðarhætti. Hann hlýddi þessu og dvaldi í næstum tvö ár í norskri nýlendu. Bændur þar í sveitinni voru ekki alls kostar ánægðir með jarðnæðið í héraðinu. Þeir höfðu heyrt af betra svæði vestur í Minnesota og þangað ákváðu allmargir að fara. Gunnlaugur slóst í för og síðla sumars árið 1875 steig hann á land sitt við Yellowstone ána og nefndi bæinn sinn Hákonarstaði. Þannig hófst landnám Íslendinga í Minnesota og við fræðumst frekar um það í dag. Við heimsækjum litla bæinn Minneota og skoðum þar m.a. Big Store sem Ólafur Guðjón Arngrímsson stofnaði og rak snemma á 20. öld. Hér var gefið út íslenskt blað, Vínland, söfnuðir myndaðir og kirkjur reistar. Hér fæddist Valdimar Björnsson sem seinna varð ríkisféhirðir í Minnesota. Meðan landnám hvarvetna í Kanada mistókst á árunum 1874-1880 þá blómstraði þessi byggð í Minnesota. Hvernig mátti það vera? Við heimsækjum kirkjugarða og förum á eina elstu landnámsjörð íslenska í héraðinu áður en við tökum stefnuna norður til St. Cloud þar sem gist verður næstu nótt.

 

14. maí                       Duluth – Kirkjugarður Kristjáns Jónssonar

Duluth var franskur landkönnuður sem sendur var vestur á bóginn á 17. öld frá Quebec til að kanna lönd vestar í álfunni. Við kynnumst þessum manni svolítið í upphafi dagsferðar til borgarinnar sem ber nafn hans. Miklavatn eða Lake Superior var hluti leiðarinnar vestur á bóginn strax á 18. öld; líkt og indjánar ferðuðust jafnan eftir ám og vötnum, kusu landkönnuðir og landnemar snemma sama ferðamáta. Endastöð ferðarinnar miklu um vötnin var þar sem Duluth stendur nú. Fyrstu Íslendingarnir fóru hér um sumarið 1875 á leið til Nýja Íslands og hér um fóru nánast allir sem vestur vildu til Manitoba fram til ársins 1881 og eins landnámsnenn í Minnesota og Norður Dakota. Kristján Jónsson frá Sveinatungu í Norðurárdal kom hér og fékk vinnu. Margir gerðu líkt og hann, dvöldu í þorpinu um hríð, fengu sér vinnu meðan næstu skref voru hugleidd. Kristján vann hjá útfararstofnun sem keypt hafði mikið land undir grafir. Ekki þótti svæðið spennandi og var starf Borgfirðingsins unga m.a. það að fegra garðinn, planta trjám og þess háttar. Svo vel tókst til að Kristján var seinna ráðinn framkvæmdarstjóri garðsins og sinnti hann því starfi fram á miðja 20. öld. Við skoðum garðinn og fræðumst um líflegt samfélag Íslendinga í Duluth á árum áður. Og hér vann Káinn um hríð. Sögur af honum og vísur fljóta með. Skoðunarferðinni lýkur á hóteli í Minneapolis þar sem gist verður næstu 4 nætur.

 

15. – 16. maí              Þjóðræknisþing

Færa má fyrir því rök að rætur Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi liggi í fjársöfnun sem átti sér stað í íslenska samfélaginu árið 1910-1911. Á Íslandi var ákveðið að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar með sómasamlegum hætti 17. júní árið 1911. Ákveðið var að gera veglega styttu sem standa ætti um aldur og æfi á góðum stað í Reykjavík. Þegar þessi fregn barst vestur um haf tóku fáeinir einstaklingar sig til í Winnipeg og hugleiddu hvernig íslenska samfélagið í Vesturheimi gæti lagt þessu máli lið. Niðurstaðan var að efna til samskota, safna fé sem síðan yrði sent til Íslands sem framlag Vestur-Íslendinga. Ekki stóð á framlögum því alls staðar að úr Bandaríkjunum og Kanada bárust gjafir. Loksins var komið tilefni fyrir brottflutta Íslendinga og börn þeirra til að vinna að einhverju málefni með íslensku þjóðinni. Þessu var vel tekið á Íslandi, svo vel að gerð var afsteypa af styttunni og hún send vestur um haf. Tekist hafði að skapa tengsl, hnýta vináttubönd með íslensku þjóðinni og brotinu í Vesturheimi. Heimstyrjöld rauf ekki þessi tengsl því strax árið 1918 hugleiddu Vestur Íslendingar hvernig þeir gætu áfram starfað saman sem ein heild að málefnum sem tengdust Íslandi og íslenskri arfleifð. Og árið 1919 var Þjóðræknisfélagið stofnað. Næstu tvo daga gefst tækifæri til að kynnast starfsemi þessa merka félags. Ítarleg dagskrá Þjóðræknisþingsins í Minneapolis mun birtast á heimasíðu Þjóðræknisfélags Vestur-Íslendinga www.inlofna.org þegar dagskráin liggur fyrir. Þinginu lýkur á laugardagskvöldi með kvöldveislu.

 

17. maí                       Frjáls dagur í Minneapolis

Í dag gefst gott tækifæri til að skoða sig um í borginni. Frá Mall of America, sem er nánast í göngufæri við hótelið, gengur lest niður í miðbæ.

 

18. maí                       Heimferðardagur

Það er komið að heimferðardegi, við komum töskum fyrir í læstum geymslum hótelsins og nýtum daginn því flug heim er ekki fyrr en kl. 19.30.

 

19. maí                       Lending í Keflavík

Lent í Keflavík árla dags kl. 06.30.

 

Verð: 194.900 á mann í tvíbýli.           
Afsláttur fyrir skuldlausa félagsmenn ÞFÍ 10.000 kr

Aukagjald fyrir einbýli er 41.800 kr.

Innifalið:

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í tveggja manna herbergi í 6 nætur.
• Samlokur og vatn í rútu 12. maí.
• Morgunverður 2 morgna.
• Allur akstur og skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið:
Þátttökugjald á ársþing Icelandic National League of America. Aðrar máltíðir en tilgreindar eru að ofan. Þjórfé. Ferða- og forfallatryggingar.

“Vesturfarar” Kynning á samstarfsverkefni Þjóðræknisfélagsins og Árnastofnunar 8. nóvember

Norræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á öllum Norðurlöndum laugardaginn 8. nóvember nk. Í ár er þema dagsins „Vesturfarar“. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á hinum margþætta starfi opinberu skjalasafnanna og þeim merkilegu heimildum sem þau varðveita. Flest söfnin taka þátt í deginum með einum eða öðrum hætti og kynna sérstaklega þær heimildir sem þar er að finna um Vesturfara og ferðir til Vesturheims. Þá vilja skjalasöfnin hvetja félög og einstaklinga til þess að koma skjölum til varðveislu í skjalasöfnum þannig að þau verði aðgengileg þeim sem eftir leita.

Opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands

Opið hús verður í Þjóðskjalasafn Íslands í tilefni skjaladagsins frá kl. 13-16 laugardaginn 8. nóvember 2014 á lestrarsal safnsins. Þar verður boðið upp á sýningu á skjölum sem tengjast Vesturheimsferðum og gestum gefinn kostur á að glugga í bækur um Vesturfara. Kl. 14:30 munu Svavar Gestsson og Katelin Parsons kynna verkefnið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi, sem er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Árnastofnunar.

Sameiginlegur vefur

Líkt og fyrri ár sameinast hin opinberu skjalasöfn landsins um sameiginlegan vef, www.skjaladagur.is, til kynningar á skjaladeginum og áhugaverðu efni tengdu þema hans. Þar er að finna margvíslegt efni við allra smekk og hæfi.

 

ÞFÍ heiðrar aðstandendur VESTURFARANA og ANDRA Á FLANDRI
Viðurkenning ÞFI

Þjóðræknisfélagið stóð fyrir opnu húsi í Bíó Paradís í kvöld, sunnudagskvöld, þar sem horft var sameiginlega á síðasta þáttinn um Vesturfarana sem sýndir hafa verið í Ríkissjónvarpinu.

Að lokinni sýningu voru aðstandendum þáttanna, þeim Agli Helgasyni, Ragnheiði Thorsteinsson og Jóni Víði Haukssyni veitt viðurkenning Þjóðræknisfélagsins fyrir framúrskarandi vel gerða þætti sem hafa kynnt Íslendingum að þessa hlið á íslenskri menningu. Ennfremur veitti Þjóðræknisfélagið þeim Andra Frey Viðarssyni, Kristófer Dignus og Huga Halldórssyni viðurkenningu fyrir þeirra framlag við gerð þáttanna Andri á flandri sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu haustið 2012.

Þættirnir um Vesturfarana hafa vakið verðskuldaða athygli langt út fyrir þann hóp fólks sem hefur verið í sambandi við ættingja og vini af íslenskum ættum í Norður-Ameríku.

Þættirnir gefa afar góða innsýn inn í þann mikla menningararf sem íslensku landnemarnir fluttu með sér til Ameríku og varðveittu af mikilli einlægni.

Þættirnir lýsa einnig þeim mikla áhuga á Íslandi sem enn er til staðar hjá núlifandi afkomendum þessa fólks og hve mikla rækt þau leggja við að tileinka sér íslenska menningu og náin tengsl við skyldmenni á Íslandi.

Ríkisútvarpinu eru færðar þakkir fyrir að gefa landsmönnum kost á að fræðast um frændfólk okkar í Vesturheimi og njóta kynna við það.

Meðfylgjandi mynd tók Kent Lárus Björnsson. Talið frá vinstri: Hugi Halldórsson, Jón Víðir Hauksson, Ragnheiður Thorsteinsson, Egill Helgason og Halldór Árnason, formaður ÞFÍ

GUTTORMSVAKA haldin í Iðnó

Dagskrá um  vestur-íslenska leik-og ljóðskáldið Guttorm J. Guttormsson var haldin í Iðnó mánudaginn 6. október sl.  Það var Vonarstrætisleikhúsið í samvinnu við Þjóðræknisfélag Íslendinga sem stóð fyrir vandaðri og fjölbreyttri dagskrá sem fjölmargir leikhúsgestir kunnu vel að meta.

Halldór Árnason formaður ÞFÍ setti Guttormsvöku. Því næst sagði Heather Alda Ireland, barnabarn skáldsins, frá afa sínum  í samtali við Vigdísi Finnbogadóttur og Þór Tuliníus leikari las einþáttunginn Skugginn eftir Guttorm og Kristján Franklín Magnús og Ragnheiður Steindórsdóttir fluttu ýmis ljóð skáldsins.

Að loknu hléi lýsti Sveinn Einarsson leikstjóri stöðu Guttorms sem leikskálds í þróunarsögu íslenskrar leiklistar og sagði stuttlega frá vestur-íslenskri leikritun. Þá lásu leikararnir Jóhann Sigurðarson og Halla Margrét Jóhannesdóttir einþáttunginn Skrifað fyrir leiksvið, sem birtist í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga 1943. Að lokum fluttu Vigdís Finnbogadóttir og Heather Alda Ireland hið þekkta kvæði Sandy Bar sem lýsir á átakanlegan hátt þrautum fyrstu landnemanna.

Að Stephan G. Stephanssyni frágengnum er Guttormur J. Guttormsson væntanlega þekktasta skáld Íslendinga í Vesturheimi. Hann var fæddur árið 1878 á Víðivöllum við Íslendingafljót í Mantóba og var bóndi á föðurleifð sinni allar götur frá 1913 til dauðadags 1966.

Guttormur skrifaði alla tíð á íslensku. Hann var gott ljóðskáld og þá  er sérstæða hans í íslenskri leikritun ekki minna merkileg. Hann er fyrsta leikskáld á íslensku sem ritar í anda  impressiónisma og expressiónisma, á meðan heimaskáldin héldu sig við raunsæislegar eða rómantískar hefðir.

Nokkur leikrita hans hafa birst á prenti í íslenskum tímaritum og árið  1930 kom út bókin 10 leikrit. Nú er í vændum endurútgáfa leikritanna með enskum þýðingum.  Leikritin hafa aldrei verið flutt hér á leiksviði og er ein skýring þess að þau eru flest einþáttungar og persónufjöldi talsverður.

https://www.youtube.com/watch?v=MWZlbQss-IA

 

Gail Einarsson-McCleery og Eric Stefanson heiðursfélagar ÞFÍ
Heidursterta

Stjórn Þjóðræknisfélagsins (ÞFÍ) ákvað nýlega að gera þau Gail Einarson-McCleery og Eric Stefanson að heiðursfélögum ÞFÍ.

Félagið heiðraði Gail Einarson Mc Cleery fyrir óeigingjarnt starf  við að efla tengslin á milli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og ÞFÍ, frumkvæði hennar að stofnun International Visit Program og fyrir hennar óþrjótandi stuðning við Snorraverkefnið og forystu um að endurvekja Snorra West verkefnið árið 2012. Gail er ræðismaður Íslands í Torontó

Eric Stefanson, sem er búsettur í Winnipeg og fyrrum fjármálaráðherra Manitoba fylkis, er heiðraður fyrir áratuga óeigingert starf, m.a. í stjórn Þjóðræknisfélagsins, við að koma á auknum tengslum milli Vestur-Íslendinga og Íslendinga á sviði menningar og viðskipta, fyrir hans frumkvæði að stofnun Snorra verkefnanna og ómetanlegan stuðning við verkefnin alla tíð.

Gail og Eric eiga sem heiðursfélagar sæti í Heiðursráði ÞFÍ, en tilgangur þess er að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi og treysta fjárhagsstöðu félagsins.

Gail er nú á Íslandi og sækir ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið skipuleggur fyrir alla ræðismenn Íslands á erlendri grund. Þjóðræknisfélagið notaði því tækifærið og bauð til samsætis sunnudaginn 5. október sl. þar sem Gail var afhent formlega skjal til staðfestingar á heiðursnafnbótinni. Meðfylgjandi myndir tók Kent Lárus Björnsson við það tækifæri.

Áhugaverð og fjölbreytt dagskrá á Þjóðræknisþingi 2014
INL_logo1

Þjóðræknisþing

Hótel Natura  sunnudaginn 24. ágúst 2014 kl. 14-16:30

 

DAGSKRÁ:

Setning:         Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga

Ávörp:            Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og heiðursfélagi ÞFÍ

Paul O‘Friel starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi

Claire Eckley, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi

Tónlistaratriði:  Björn Thoroddsen gítarleikari   

Erindi:            Landnámið í Utah. Prófessor Fred E. Woods segir frá undirbúningi hátíðarhalda í Utah árið 2015 í tilefni 160 ára landnáms Íslendinga þar.

                        Um vestur-íslensku. Kristín M. Jóhannsdóttir fjallar um rannsóknir á vestur-íslensku sem hún hefur tekið þátt í og kynnir hljóðdæmi.

                        Snorri West 2014. Ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu segja í máli og myndum frá 4 vikna ferð á Íslendingaslóðir í sumar.

Kaffihlé           Miðar fyrir kaffi og meðlæti seldir við innganginn fyrir 500 kr.

Erindi:            Blóðtaka og blóðgjöf. Þórarinn Eldjárn, rithöfundur fjallar um ræktarsemi Vestur-Íslendinga og tengsl sín við frændfólk í Kanada.

                        Sameiginlegur arfur: Stoppað í gloppur. Sunna Pam Furstenau fjallar í máli og myndum um hvernig nýta má ættfræðina til að finna ættingja.

                        Sjónvarpsþættirnir Vesturfarar. Egill Helgason segir frá Vesturförum, sjónvarpsþáttaröð hans og Ragnheiðar Thorsteinsson, en fyrsti þáttur af tíu verður sýndur í Sjónvarpinu sunnudagskvöldið 24. ágúst.

 

Þingstjóri       Svavar Gestsson fv. sendiherra og ráðherra.

 

Sunna Pam Furstenau mun kl. 12-13.30 á Hotel Natura kynna ættfræðigrunn sinn og leiðbeina fólki í að nota hann. Sjá http://www.icelandicroots.com/genealogy/

Nýtt Fréttabréf Þjóðræknisfélagsins

 

Annað tölublað Fréttabréfs ÞFÍ 2014 er komið út. Það má finna á link vinstra megin á heimasíðu ÞFÍ.

Í fréttabréfinu er að finna margvíslegar upplýsingar og fróðleik sem ég vænti að komi ykkur að gangi og veiti ykkur ánægju. Þar má nefna m.a. kynning á Þjóðræknisþinginu sem haldið verður á Hotel Natura Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst kl. 14.  Þá er í blaðinu fréttir af Snorra verkefnunum þremur, áskriftartilboði Lögbergs-Heimskringlu, tilboðum fyrir félagsmenn í ferð um Hýbýli vindanna og á tónleika sinfóníuhljómsveitar Torontoborgar. Almar Grímsson segir frá ferð sinni um fámennar slóðir Vestur-Íslendinga og mikilvægi þess að við höldum tengsl við það fólk.

Þjóðræknisfélagið  hefur það markmið að efla samskipti og tengsl á milli Vestur-Íslendinga og Íslendinga hér heima. Góð þátttaka í félaginu og mikil fjölgun félagsmanna og áhugi þeirra hefur orðið til þess að þeim fjölgar stöðugt Íslendingum sem fara á hinar ýmsu slóðir Vestur-Íslendinga í Norður Ameríku og eins þeim Vestur-Íslendingum sem sækja ættjörðina heim. Sá sem upplifir slíkt er ekki í neinum vafa um mikilvægi varðveislu og endurnýjunar á vináttu og frændsemi sem mætir honum þó svo að höf skilji á milli.

Þjóðræknisþingið 2014 sunnudaginn 24. ágúst á Hótel Natura í Reykjavík.
Thjodraeknisthing_02_2013

Þingið hefst kl. 14 og stendur til 16.30.

Yfir 200 manns tóku þátt í þjóðræknisþingi í fyrra. Við stefnum að því að þátttakan verði ekki síðri í ár enda er boðið upp á fjölbreytta dagskrá með  stuttum áhugaverðum erindum.

Að loknum ávörpum heiðursgesta mun Björn Thoroddsen gítarsnillingur leika nokkur lög. Því næst mun prófessor Fred E. Woods segja frá undirbúningi hátíðarhalda í Utah árið 2015 í tilefni 160 ára landnáms Íslendinga þar. Kristín M. Jóhannsdóttir fjallar um rannsóknir á vestur-íslensku sem hún hefur tekið þátt í og kynnir hljóðdæmi og ungir íslenskir þátttakendur í Snorra West verkefninu 2014 segja í máli og myndum frá 4 vikna ferð á Íslendingaslóðir í sumar.

Að loknu kaffihléi fjallar Þórarinn Eldjárn, rithöfundur um ræktarsemi Vestur-Íslendinga og tengsl sín við frændfólk í Kanada. Íslandsvinurinn Sunna Pam Furstenau fjallar um hvernig nýta megi ættfræðina til að finna ættingja sína. Að lokum sýnir Egill Helgason þáttastjórnandi myndbrot frá heimsókn sinni vorið 2013 á slóðir Íslendinga í Norður Ameríku, en fyrsti þáttur hans á slóðum Vestur-Íslendinga verður sýndur á Ríkissjónvarpinu þá um kvöldið.

Vakin er athygli á að Sunna Pam mun upp úr hádegi og fram að dagskrá þingsins kynna ættfræðigrunn sinn og leiðbeina fólki í að nota hann. Sjá nánar http://www.icelandicroots.com/

Þjóðræknisþingið er öllum opið. Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins eru hvattir til að fjölmenna og að taka með sér gesti.

 

 

 

Góð þátttaka í Snorraverkefnunum í sumar.
Snorrar_2014

Fjórtán ungmenni tóku þátt í 6 vikna Snorraverkefninu í sumar hér á landi, þar af 10 stúlkur og 4 drengir. Átta þeirra komu frá Kanada og sex voru frá Bandaríkjunum.

Krakkarnir dvöldu hjá ættingjum sínum í 3 vikur víðs vegar um landið: Borgarnesi, Bolungarvík, ÍsafirðiHúnaþingi-vestra, Húnavatnshreppi, Sauðárkróki, Akureyri, Borgarfirði-eystri, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Stokkseyri, Garðabæ og Reykjavík.

Síðustu vikuna fóru krakkarnir saman í ferð um Vesturland, Vestfirði og Skagafjörð. Það er föst venja að dvelja tvær nætur á Hofsósi, kynna sér Vesturfarasetrið og fara upp í Drangey. Sýningar Vesturfarasetursins hafa mikil áhrif á þau öll. Þar komast þau í nána snertingu við þær aðstæður sem urðu þess valdandi að formæður og feður yfirgáfu Ísland og einnig hve hörð baráttan var fyrstu árin í hinu nýja landi.

Við útskriftarathöfnina sögðu þau frá upplifun sinni þessar 6 vikur á Íslandi og fram kom hjá öllum að þessi dvöl yrði þeim ógleymanleg, tenging þeirra við Ísland væri raunveruleg og að þau myndu kappkosta við að halda sambandi við ættingja þar sem þau dvöldu og vini sem þau eignuðust hér á landi.

Þá fóru fjögur íslensk ungmenni vestur um haf og tóku þátt í 4 vikna Snorra West verkefni sem skipulagt er að Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi. Ungmennin fóru m.a. til Washington DC, Toronto, Ottawa, Ontario, Nova Scotia og L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi.

Þann 20. ágúst nk. koma 18 Vestur-Íslendingar 30 ára og eldri til tveggja vikna dvalar á Íslandi sem þátttakendur í Snorra Plús verkefninu. Þeir munu m.a. taka þátt í Þjóðræknisþinginu sem haldið verður á Hotel Natura í Reykjavík sunnudaginn 24. ágúst.

Snorraverkefnin eru þýðingarmestu verkefnin sem Þjóðræknisfélagið kemur að. Upplifun þátttakenda er ólýsanleg og þeir tengjast landi og þjóð varanlegum böndum.

Meðfylgjandi mynd sýnir þátttakendur í Snorraverkefninu við útskriftarathöfn á Northern Light Inn við Bláa Lónið síðast liðinn fimmtudag ásamt verkefnisstjóra, bílstjóra, formanni Þjóræknisfélagsins og sendiherra Kanada á Íslandi.

 

Vildarkjör til félagsmanna Þjóðræknisfélagsins á tvenna viðburði í Hörpu í júlí og ágúst

 

Tónlistarhöllin Harpa býður félagsmönnum ÞFÍ 20% afslátt af tónleikum Toronto Symphony Orchestra sunnudaginn 24. ágúst nk.  Sinfóníuhljómsveit Toronto borgar, sem er án efa ein fremsta sinfóníuhljómsveit heims, var stofnuð árið 1922 og er í dag meðal stærstu menningarstofnana Kanada. Hljómsveitin hefur ferðast um heim allan og leikið í sölum á borð við Carnegie Hall í New York og Musikverein í Vín. Aðalhljómsveitarstjóri hennar er hinn kanadíski Peter Oundjian. Hann hefur stjórnað sveitinni frá árinu 2004 og heldur um tónsprotann á tónleikum hennar í Hörpu. Með í för er kanadíski fiðluleikarinn James Ehnes, sem leikur hinn sívinsæla fiðlukonsert Tchaikovsky. Það er því óhætt að segja að hér sé á ferðinni rjóminn af kanadískri menningu og viðburður af hæsta gæðaflokki.

Þeir félagsmenn sem nýta vilja sér þetta tilboð geta keypt miða á netinu og fengið afsláttinn þar með því að setja inn kóða sem er: kanada

Þá er félagsmönnum ÞFÍ boðið að kaupa tvo miða á verði eins á Hamlet, eftir William Shakespeare sem hið heimsfræga leikhús Shakespeare’s Globe Theatre mun sýna í Hörpu þann 23. júlí nk. kl. 19:30. Shakespeare’s Globe er nú einn mest sótti ferðamannastaður í Bretlandi, í hjarta endurbættra árbakka London Bankside. Hamlet er af mörgum talið besta leikrit William Shakespeare og nú gefst Íslendingum tækifæri til þess að sjá það sett upp af einhverjum virtustu fagmönnum sem völ er á  í verkum hans.

Nánari upplýsingar um þessa atburði er að finna á heimasíðu Hörpu: http://www.harpa.is/

 

Edmonton nýr áfangastaður Icelandair í Kanada. Fimm daga ferð í boði í haust.

Allt frá endurreisn Þjóðræknisfélags Íslendinga árið 1997 hefur Icelandair verið mikilvægur og einn helsti stuðningsaðili félagsins. Á undanförnum árum hafa Icelandair fjölgað áfangastöðum sínum í Noður-Ameríku. Þessi fjölgun áfangastaða hefur orðið til þess að samskipti Vestur-Íslendinga við ættingja sína á Íslandi (og öfugt) hafa stóreflst sem og framboð á margvíslegum hópferðum á Íslendingaslóðir í Norður-Ameríku.

Í ár hófu Icelandair beint flug til borganna Edmonton og Vancouver í Kanada. Ástæða er til að vekja athygli ykkar á að Icelandair bíður upp á fimm daga ferð með íslenskum fararstjóra um Edmonton og nágrenni frá 17. til 22. september 2014. Fararstjóri í ferðinni er Bryndís Þórarinsdóttir sem búið hefur í borginni um árabil. Farið verður m.a í gömlum sporvagni um borgina og helstu merkisstaðir skoðaðir ásamt því að fara í heils dags skoðunarferð útfyrir borgina á Íslendingaslóðir þar sem léttur hádegisverður er innifalinn. Eins verður snæddur “brunch” á Macdonald Fairmont sem einnig er innifalinn.

Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.icelandair.is/offers-and-bookings/book-packages/package/item733965/Haust_i_Edmonton_med_fararstjora/

Í Edmonton er starfandi Íslendingafélagið Norðurljós með öfluga starfsemi. Heimasíða þess er http://dechaine.com/%3E%3Cstyle%20type=/

Vestur-Íslendingar, bestu vinir okkar.
Atli_Stykkisholmur_193x133_HQ-page-001

Sagnabrunnurinn Atli Ásmundsson, ræðismaður, segir frá kynnum sínum af frændum okkar í vestri í Stykkishólmskirkju, miðvikudaginn 4. júní, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þegar halla tók af 19. öldinni gerðist margt í senn, sem gerði afkomu almennings erfiða í mörgum héruðum landsins. Kuldaskeið, eldgos og sóttir lögðust á fólk og fénað og neyðin blasti við mörgum. Einkum var ástandið erfitt norðan lands og austan.

Á sama tíma bauðst land í Kanada og “agentar” fóru um landið og hvöttu fólk til vesturferða. Oft er miðað við að þessir flutningar hafi staðið 1874-1914 og hugsanlega hafi fimmtungur þjóðarinnar flutt vestur um haf.

Af vestur Íslendingum er mikil saga, bæði af mótlæti og velgengni. Fjöldi fólks af íslenskum ættum er mikill og af sumum er talið að fjöldinn gæti verið yfir 200 þúsund, en erfitt er að henda reiður á því.

Fæstir landsmenn þekkja þessa sögu að nokkru ráði.

Þjóðræknisfélag Íslendinga hefur um áratugi unnið við að styrkja sambandið milli Íslendinga og frænda okkar í vesturheimi. Félagið lifir nú nýtt blómaskeið undir formennsku „Hólmarans“ Halldórs Árnasonar. Félagið hefur haldið afar fjölmenna fundi og atburði undanfarið og komu t.d. yfir 300 manns á fund í Reykjavík fyrir ári síðan.

Félagið stendur fyrir kynningarfundum víða um land og er nú komið að Stykkishólmi. Atli Ásmundsson, ræðismaður mun halda hér erindi, sem hann kallar „Vinir vestan hafs“. Atli er manna fróðastur um þessi mál og var ræðismaður í Íslendingabyggðum í Kanada í hartnær 10 ár. Fáir þekkja þessi mál betur en Atli og ekki spillir fyrir að hann er sagnabrunnur og segir einkar vel frá.

Samstarfssamningur við Bændaferðir veitir félagsmönnum ÞFÍ góð kjör
Samningur við Bændaferðir

 

Forsvarsmenn Þjóðræknisfélagið og Ferðaþjónusta bænda / Bændaferðir hf. undirrituðu þann 9. maí sl. samstarfssamning sem hefur það að markmiði að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga sem flust hafa til Kanada og Bandaríkjanna m.a. með skipulögðum kynnisferðum. Bændaferðir munu veita skuldlausum félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins 10.000 kr. afslátt af verði í auglýstar opnar ferðir á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður Ameríku og einnig ef þeir ferðast í skilgreindum hópum (t.d. kórum og klúbbum) sem Bændaferðir annast.

Á meðfylgjandi mynd eru Hugrún Hannesdóttir sölustjóri hjá Bændaferðum og Halldór Árnason formaður ÞFÍ eftir undirritun samningsins.

Gert er rá fyrir því að Þjóðræknisfélagið setji á fót ferðanefnd sem skipuleggur í samvinnu við Bændaferðir a.m.k. eina ferð á ári á slóðir Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku. Haldnir verði skipulagðir kynningarfundir aðila til undirbúnings slíkra ferða. Þegar verði hafist handa við að skipuleggja ÞFÍ-ferð til Utah í september 2015.

Þá munu samningsaðilar félagsmönnum ÞFÍ og öðrum áhugasömum einu sinni á ári upp á kynningu sem tengist sögu Vestur-Íslendinga.

Samningsaðilar útfæra nánar eigi síðar en 15. október ár hvert einstaka liði samningsins fyrir næsta ár. Þannig verði 15. október 2014 lokið að útfæra einstaka liði fyrir árið 2015.

Til að treysta samstarfsgrundvöllinn enn frekar þá gerast Bændaferðir aðili að ÞFÍ.

Á eftirfarandi vefslóðum er að finna upplýsingar um ferðir sem veita félagsmönnum ÞFÍ afslátt:

Villta vestrið

17. – 29. júní

Denver – Salt Lake City – Íslendingahátíð í Spanish Forks – þjóðgarðarnir Bryce, Zion og Miklagljúfur

http://www.baendaferdir.is/baendaferdir/sumar/sumar-8-villta-vestrid

 

Íslendingaslóðir í Vesturheimi

30. júlí – 10. ágúst (6 sæti laus)

Minneapolis – Duluth – Grand Forks – Mountain – Nýja-Ísland –

http://www.baendaferdir.is/baendaferdir/sumar/sumar-12-islendingaslodir-i-vesturheimi

 

Klettafjöllin í Kanada

22. ágúst – 2. september

Edmonton – Markerville & safn Stephan G. Stephanssonar – Calgary – Banff – Kootenay – Lake Louise – Jasper

http://www.baendaferdir.is/baendaferdir/sumar/sumar-19-klettafjollin-i-kanada

 

Híbýli vindanna

17.  – 27. september

Toronto – Ottawa – Montreal – sigling á St. Lawrence – Niagarafossarnir

http://www.baendaferdir.is/baendaferdir/haust/haust-1-hibyli-vindanna

Fjölmennur aðalfundur ÞFÍ
Aðalfundur ÞFI 2014

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga fór fram 30. apríl sl. í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.Rúmlega 40 manns sóttu fundinn. Halldór Arnason var endurkjörinn formaður félagsins en með honum í stjórn voru kosin Elín Hirst, Eydís Egilsdóttir, Hulda Karen Daníelsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Svavar Gestsson og Þorvarður Guðlaugsson. Varamenn í stjórn eru Jón Trausti Jónsson, Kristín M. Jóhannsdóttir og  Sigrún Björk Jakobsdóttir. Fulltrúar afkomenda íslenskra landnema í Vesturheimi eru þau  Jóel Fridfinnsson, Arborg, Manitoba og Pam Olafson Furstenau, Fargo, Norður Dakóta.

Skráðir félagsmenn í ÞFÍ eru nú um 570 talsins og fjölgaði um 7 á aðalfundinum.

Að loknum aðalfundi flutti Páll Bergþórsson veðurfræðingur afar fróðlegt erindi sem hann nefndi Leiðin til Vínlands. Árið 1997 kom út bókin Vínlandsgátan eftir Pál. Vínlandsgátan fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi um árið 1000, og þá aðallega Leifs heppna, Þorvalds Eiríkssonar og Þorfinns karlsefnis. Í erindi sínu kom Páll m.a. fram með greinargóð rök fyrir því að Þorfinnur karlsefni hafi í sínum könnunarleiðangri siglt suður með austurströnd Norður-Ameríku, allt til New York. Mikilvægt sé því að kanna nánar mögulegar minjar um búsetu norrænna manna fyrir þúsund árum á nokkrum stöðum sem til þessa hafa ekki verið kannaðir.

Hér má finna erindi Páls.

Góð mæting á fyrirlestur Jóhanns Sigurdsonar um leiðangurinn Fara heim
Erindi Johanns 25 april 2014

Vel var mætt á fyrirlestur Vestur-Íslendingsins Johanns Straumfjord Sigurdson sem Þjóðræknisfélagið stóð fyrir í Húsi atvinnulífsins í hádeginu í dag, 25. apríl.

Johann kynnti þar  fyrirhugaðan könnunarleiðangur á skútu  sem hefur fengið heitið Fara heim. Leiðangurinn verður um fornar siglingaslóðir norrænna manna. Ferðin hefst við Winnipegvatn, siglt verður norður í Hudson flóa, áfram þvert yfir flóann til Hudson Strait, um Norðurskautssvæðið meðfram ströndum Grænlands yfir til Íslands og áfram til Noregs.

Jóhann kom til landsins í morgun ásamt konu sinni Joanne Marilyn Sigurdson og Johanni syni þeirra. Þau fara til Akureyrar 28 apríl þar sem þau dvelja í viku áður en þau fara til Kanada á ný.

Aðalfundur Þjóðræknisfélagsin 30. apríl kl. 16.15 í Þjóðmenningarhúsinu
husid2012

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga

verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu 30. apríl 2014, kl. 16.15

 

Dagskrá:

1.      Fundarsetning og kjörinn fundarstjóri og fundarritari.

2.      Ávörp

3.      Skýrsla félagsstjórnar.

4.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til samþykktar.

5.      Kjörin stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga.

6.      Kjörin kjörnefnd vegna næsta aðalfundar

7.      Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum heldur Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri erindi sem hann nefnir Leiðin til Vínlands

Árið 1997 kom út bókin Vínlandsgátan eftir Pál. Vínlandsgátan fjallar um landafundi norrænna manna í Vesturheimi um árið 1000, og þá aðallega Leifs heppna, Þorvalds Eiríkssonar og Þorfinns karlsefnis. Höfundurinn, Páll Bergþórsson, leggur Vínlandssögurnar, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, til grundvallar, rekur Vínlandssögurnar áfanga eftir áfanga og kortleggur leiðir manna og dvalarstaði. Lýsingar sagnanna eru bornar saman við þá þekkingu sem afla má á annan hátt um siglingatækni fornmanna, staðhætti, loftslag, gróður og dýralíf í Vesturheimi og þjóðhætti indíána og ínúíta.

Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins eru hvattir til að mæta og hlýða á stórfróðlegt erindi Páls Bergþórssonar.

 

Fyrirlestur um leiðangur um fornar siglingaslóðir norrænna manna
Johann Sigurdsson

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga stendur fyrir opnum fundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð föstudaginn 25. apríl nk kl. 12.00

Þar mun Vestur-Íslendingurinn Johann Straumfjord Sigurdson kynna fyrirhugaðan könnunarleiðangur á skútu  sem hefur fengið heitið Fara heim.

Fyrirlesturinn verður á ensku.

Leiðangurinn verður um fornar siglingaslóðir norrænna manna. Ferðin hefst við Winnipegvatn, siglt verður norður í Hudson flóa, áfram þvert yfir flóann til Hudson Strait, um Norðurskautssvæðið meðfram ströndum Grænlands yfir til Íslands og áfram til Noregs.

Leiðangursmenn munu koma við á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem líklegt er að norrænir menn hafi siglt um fyrir þúsund árum.

Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu leiðangursins www.faraheim.com

 

Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Fyrirlestur um landnám norrænna manna á Vínlandi
Birgitta Wallace

Þjóðræknisfélags Íslendinga og Þjóðminjasafns Íslands standa fyrir afar áhugaverðum fyrirlestri í sal Þjóðminjasafns Íslands í hádeginu (kl. 12.00) miðvikudaginn 26. mars nk.

Þar mun hinn þekkti kanadíski sérfræðingur í fornleifarannsóknum Birgitta Wallace halda erindi um landnám norrænna manna á Vínlandi og  þær heimildir sem fundist hafa sem styður frásagnir Eiríkssögu rauða og Grænlendingabók um búsetu norrænna manna á Vínlandi fyrir rúmlega þúsund árum og ferðalög þeirra um austurströnd Norður-Ameríku.

Fyrirlesturinn verður á ensku og er öllum opinn.

Birgitta starfaði með Helge Ingstad að uppgreftri sem fram fór á L‘Anse aux Meadows um og eftir 1960 þar sem fundust fyrstu áþreifanlegu sönnunargögn um búsetu víkinganna. Þá stjórnaði hún síðasta uppgreftri sem þar fór fram og hefur birt niðurstöður víðtækra rannsókna þaðan. Hún stjórnaði einnig uppbyggingu Víkingasafnsins þar. Wallace hefur sett fram rökstuðning fyrir staðsetningu á ýmsum stöðum sem nefndir eru í Eiríkssögu rauða og Grænlendingabók. Þannig telur hún að Straumfjörður, Leifsbúðir og L‘Anse aux Meadows sé einn og sami staðurinn. Ennfremur að Helluland og Markland séu Baffinseyja og Labrador.

Birgitta kemur hingað til lands á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga og Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi. Hún mun einnig halda fyrirlestra um rannsóknir sínar í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal föstudaginn 28. mars kl. 18.00 og í Háskólanum á Akureyri sunnudaginn 30. mars kl. 14.00. Birgitta mun heimsækja forseta Íslands á Bessastaði, Víkingaheima í Reykjanesbæ og ýmsar stofnanir og fyrirsvarmenn þeirra á meðan hún dvelur hér.

Hér má finna erindi Birgitta Wallacce flutt í sal Þjóðminjasafnsins, Auðunnarstofu á Hólum og Háskólanum á Akureyri í lok mars 2014.

Lögberg-Heimskringla er límið í starfsemi þjóðræknisfélaganna
Kynning á L-H 2

 

Kynningarfundur Þjóðræknisfélagsins til stuðnings tímaritinu Lögberg-Heimskringlu í Þjóðmenningarhúsinu í dag var vel sóttur.

Atli Ásmundsson rifjaði upp mikilvægi útgáfunnar fyrir íslenska samfélagið í Norður-Ameríku og Íslendinga. Hulda Karen Daníelsdóttir og Steinþór Guðbjartsson fyrrverandi ritstjórar blaðsins sögðu frá þeim áherslum sem þau færðu blaðinu á sinni ritstjórnartíð. Almar Grímsson greindi frá stöðu blaðsins nú og framtíðaráherslur. Á milli erinda söng ung söngkona Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir íslensk lög við undirleik Ingibjargar Jónu Halldórsdóttur. Í lok fundarins var boðið upp á kaffi og kleinur.

Allir ræðumenn lögðu áherslu á að Lögberg-Heimskringla hafi ómetanlega þýðingu í að rækta íslensku arfleifðina í Vesturheimi og samband Vestur-Íslendinga innbyrðis og við Ísland og Íslendinga.

Á fundinum greindi Almar Grímsson frá kostatilboði stjórnar Lögbergs-Heimskringlu. Félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins býðst ókeypis rafræn áskrift á blaðinu í 6 mánuði og að því loknu áskrift fyrir 20 Kanadadollar á ári. Þjóðræknisfélagið mun senda ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu netföng félagsmanna sem félagið hefur yfir að ráða. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið skilaboð frá félaginu í tölvupósti eru vinsamlegast beðnir um að senda netfang sitt til félagsins á netfangið: inl@snorri.is

Kent Lárus Björnsson tók myndirnar sem fylgja með þessari frétt.

Fréttabréf ÞFÍ komið út

 

Fyrsta tölublað Fréttabréfs ÞFÍ árið 2014 er komið út og hefur verið sent félagsmönnum ýmist í tölvupósti eða í almennum pósti.

Efni Fréttabréfsins er fjölbreytt að vanda. Þar er að finna umfjöllun um kynningarfund um Lögberg-Heimskringlu sem verður haldinn 26. febrúar nk., samkomu Íslendingadagsins í Gimli sl. laugardag til heiðurs Kris Stefanson, Snorra-West verkefnið nú í sumar, fyrirlestraferð kanadíska fornleifafræðingsins Birgittu Wallaceum til Ísland í lok mars þar hún mun fjalla um búsetu víkinga á Vínlandi, aðalfund ÞFÍ 30. apríl og Þjóðræknisþingið 24. ágúst nk. svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að nálgast fréttabréfið hér á heimasíðu ÞFÍ með því að smella á flipa til vinstri á síðunni sem merktur er Fréttabréf.

Kristjan Stefanson heiðraður í Gimli
Kris stefanson heiðraður

 

Stjórn Íslendingadagsins hélt hóf í Gimli í Kanada sl. laugardagskvöld til heiðurs Vestur-Íslendingnum Kristjan Stefanson, hæstaréttardómara í Winnipeg. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn  hátíðlegur ár hvert fyrstu helgina í ágúst. Kristjan hefur í áratugi annast móttöku heiðursgesta hátíðarinnar með þeirri reisn sem eftir hefur verið tekið. Kristjan er vinamargur á Íslandi og heimsækir okkur einu sinni til tvisvar ár hvert.

Kris Stefanson, sem á ættir að rekja til bæjarins Undirveggs í Kelduhverfi, hefur reynst ómetanlegur við að styrkja menningar- og  viðskiptatengsl milli Íslands og Kanada. Nýtur hann trausts leikra sem lærðra beggja megin hafs.

Hjálmar W. Hannesson aðalræðismaður Íslands í Winnipeg og fyrrum stjórnarmaður í ÞFÍ flutti Kris árnaðaróskir Þjóðræknisfélagsins og íslensku ríkisstjórnarinnar í heiðurshófinu.

Meðfylgjandi mynd tók Kendra Jonason þegar Tim Arnason fyrrverandi forseti Íslendingadagsins afhenti Kris málverk eftir Patriciu Peacock að gjöf fyrir óeigingjarnt starf í þágu Íslendingadagsins, vestur-íslenska samfélagsins í Manitoba og samskipta við Ísland í áratugi.

Lögberg-Heimskringla – Leggjum blaðinu lið Kynningarfundur 26. febrúar í Þjóðmenningarhúsinu
Snorra West stúlkur hjá Lögberg-Heimskringlu

 

Þjóðræknisfélagið efnir til opins fundar miðvikudaginn 26. febrúar nk. þar sem tímaritið Lögberg-Heimskringla verður kynnt. Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og hefst kl. 16.15. Tímaritið Heimskringla var stofnað árið 1886 og var sérstaklega ætlað sem frétta- og umræðuvettvangur fyrir Íslendinga í Vesturheimi. Tímaritið Lögberg var stofnað í ársbyrjun 1888 í sama tilgangi en var ætlað að viðra frjálslyndari viðhorf en Heimskringla. Blöðin voru síðan sameinuð árið 1959 og kemur nú út aðra hverja viku.

Á fundinum verða flutt 4 stutt erindi. Atli Ásmundsson rifjar upp mikilvægi útgáfunnar fyrir íslenska samfélagið í Norður-Ameríku og tenginu þess við Ísland. Hulda Karen Daníelsdóttir og Steinþór Guðbjartsson fyrrverandi ritstjórar tímaritsins segja frá áherslum blaðsins á sinni ritstjórnartíð og hverju þær skiluðu. Loks mun Almar Grímsson greina stöðu blaðsins nú og framtíðaráherslur. Á milli dagskrárliða verður tónlistaratriði. Ung söngkona Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir mun syngja nokkur lög við undirleik Ingibjargar Jónu Halldórsdóttur.

Að erindum loknum verður boðið upp á kaffi og meðlæti.

Lögberg-Heimskringla hyggst bjóða félagsmönnun Þjóðræknisfélagsins upp á sérstakt kjaratilboð á áskrift og verður það kynnt á fundinum.

Sunna gerði stormandi lukku í Háskóla Íslands í dag
Kristín Ingólfsdóttir, Sunna Pam, Ólafur Ragnar Grímsson og Halldór Árnason

 

Um 130 manns komu í hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í dag til að hlýða á fyrirlestur Sunnu Pam Furstenau sem hún flutti í máli og myndum á sinn einstæða hátt. Meðal áheyrenda voru forseti Íslands, Ólfur Ragnar Grímsson, Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi og heiðursfélagar Þjóðræknisfélagsins þau Vigdís Finnbogadóttir og Atli Ásmundsson.

Sunnu var verðskuldað þakkað í lok flutningsins með dynjandi lófataki. Ríkissjónvarpð og Stöð 2 tóku ítarleg viðtöl við Sunnu sem sýnd voru í kvöldfréttum stöðvanna þar sem hún m.a. útlistaði hvernig ættfræðigrunnur sem hún hefur nýlega fest kaup á getur auðveldað fólki að finna ættingja sína í Vesturheimi þó fjarskyldir séu.

Sjá upplýsingar um ættfræðigrunninn: www.icelandicroots.com

Skiptir íslenska arfleifðin í Norður-Ameríku máli?
sunna

Fyrirlestur Sunnu Pam Furstenau í Háskóla Íslands

Sunna Pam Furstenau frá Fargo í Norður-Dakota mun halda hádegiserindi í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 7. janúar 2014 á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga í samvinnu við Háskóla Íslands. Erindið hefst kl. 12 og fjallar um íslensku arfleifðina í Norður-Ameríku. Hvers virði er hún fyrir yngri kynslóðir Íslendinga og Vestur-Íslendinga og hvernig verður henni viðhaldið?  Erindið verður flutt á ensku og að því loknu gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna.

Sunna Pam Furstenau er fædd og uppalin í Pembina-héraði sem er í norðaustur horni Norður-Dakóta. Föðurætt hennar er íslensk og flutti fólkið hennar vestur um haf á árunum 1882-1895. Hún hefur undanfarin ár komið árlega til Íslands og flutt víða um land erindi í máli og myndum um afkomendur Íslensku landnemanna í Norður-Ameríku og hvernig þeim hefur tekist að varðveita íslenska menningararfinn. Meðhöndlun hennar á umræðuefninu og hvernig hún fléttar saman mál og myndir hrífur áheyrandann. Á Þjóðræknisþingi í Reykjavík í ágúst sl. flutti hún erindi um þá lífsfyllingu sem áhugi hennar á íslenskum rótum sínum hefur fært henni. Erindið kallaði hún “Taking Chances”.

Um alllangt skeið hefur Sunna Pam Furstenau unnið að ættfræðirannsóknum. Nýlega keypti hún hinn yfirgripsmikla ættfræðigrunn Hálfdánar Helgasonar og stofnaði utan um hann sjálfseignastofnunina Icelandic Roots. Sunna og Hálfdán munu á komandi árum vinna að áframhaldandi þróun gagnagrunnsins. Nánari upplýsingar um Sunnu Pam Furstenau er að finna á vefnum www.icelandicroots.com

 

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
jol

 

Þjóðræknisfélag íslendinga sendir félagsmönnum sínum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Félagið þakkar samstarfið og samfylgdina á árinu sem er að líða. Stuðningur ykkar og tryggð er félaginu ómetanlegur.

Árið 2013 var afar viðburðarríkt á vettvangi ÞFÍ. Í byrjun ársins hélt ÞFÍ í samvinnu við Vesturfarasetrið á Hofsósi og Bændaferðir afar fjölmenna kynningu á Hotel Natura um starfsemi félagsins sem viðkemur Vestur-Íslendingum og menningararfi Íslendinga í Vesturheimi. Aðalfundur félagsins fór fram í apríl þar sem m.a. Sigursteinn Másson gerði grein fyrir heimildarmynd sem hann vinnur að um afdrif íslensku Brasilíufaranna.

Þá stóð ÞFÍ fyrir hittingi á Sólon í miðbæ Reykjavíkur um miðjan júní þar sem þátttakendur í Snorraverkefninu gafst færi á að spjalla við íslenska jafnaldra sína. Fred E. Woods prófessor við Brigham Young University í Utah hélt í byrjun júlí í boði ÞFÍ erindi í máli og myndum í Þjóðmenningarhúsinu þar sem hann fjallaði um rannsókn sína og Kára Bjarnasonar um afdrif þeirra 400  Íslendinga sem fluttu búferlum til Utah á 19. öld og afkomenda þeirra. Mikill fjöldi fundargesta sýndi að áhugi fólks á efninu er mikill hér á landi.

Þjóðræknisþingið var haldið á Hotel Natura í lok ágúst sl., hið fjölmennasta hingað til, þar sem fjölmargir einstaklingar fluttu erindi og fróðleik. Á þinginu voru tveir öflugir liðsmenn ÞFÍ til margra ára, þeir Almar Grímsson og Atli Ásmundsson, gerðir að heiðursfélögum.

Skipað í Heiðursráð ÞFÍ í fyrsta sinn.

Á Þjóðræknisþinginu var tilkynnt um skipan sérstaks heiðursráðs félagsins. Tilgangur heiðursráðsins er að efla tengsl Íslendinga við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi og treysta fjárhagsstöðu félagsins.

Í heiðursráðinu eiga sæti einstaklingar sem unnið hafa frábært starf fyrir félagið. Ennfremur formenn eða fulltrúar félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja sem styrkja Þjóðræknisfélagið og starfsemi þess sérstaklega.

Í heiðursráðinu eiga sæti eftirtaldir einstaklingar:

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands

Almar Grímsson, fyrrv. formaður Þjóðræknisfélagsins

Atlí Ásmundsson, fyrrv. aðalræðismaður Íslands í Winnipeg

Birna Bjarnadóttir, prófessor við Háskólann í Manitóba

Björgúlfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins

Davíð Gíslason, skáld og bóndi í Manitóba

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Magnús Ólafsson, forystumaður í íslenska samfélaginu í N-Dakóta

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi

Steinn Logi Björnsson, forstjóri skipta

Svavar Gestsson, fyrrv. ráðherra og er hann formaður ráðsins

Almar og Atli nýir heiðursfélagar Þjóðræknisfélags Íslendinga
agust2013b

Á Þjóðræknisþingi sem var haldið á Hótel Natura 25. ágúst voru Almar Grímsson og Atli Ásmundsson gerðir að heiðursfélögum Þjóðræknisfélags Íslendinga sem viðurkenningu fyrir frábært starf  fyrir félagið á undanförnum árum.

Aðrir heiðursfélagar ÞFÍ eru þau Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti, David Gislason í Arborg Manitoba og Magnus Olafson í Mountain, Norður Dakota.

Hér fer á eftir ávarp Halldórs Árnasonar formanns ÞFÍ við þá athöfn:

Almar Grímsson var kjörinn formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga árið 2003 og gegndi því starfi í tæp 8 ár. Í formannstíð hans óx Þjóðræknisfélaginu mjög fiskur um hrygg enda Almar sístarfandi fyrir félagið. Að frumkvæði Almars voru skipulagðar fjölmargar hópferðir Íslendinga á slóðir íslensku landnemanna í Vesturheimi og oft á tíðum var hann farastjóri í þeim ferðum. Hann hefur lagt áherslu á að efla tengsl við Íslendingafélögin í Norður Ameríku og hefur ásamt eiginkonu sinni Önnu Björk Guðjónsdóttur heimsótt flest starfandi félög þar. Í þakklætisskyni gerði Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi Almar að heiðursfélaga sínum árið 2011.

Segja má að Almar sé faðir Snorraverkefnanna. Hann var í forystu að koma þeim á fót árið 1999 og nú hafa um 400 einstaklingar tekið þátt í þeim. Þar af eru yfir 200 ungir afkomendur íslensku landnemanna í Norður Ameríku sem hafa komið hingað til lands til 6 vikna dvalar og tengst ættingjum sínum og íslensku samfélagi órjúfanlegum böndum. Svo mikla rækt lagði Almar við þessi ungmenni að vestan að þau kalla hann aldrei annað en afa.

Fáir ef nokkrir hafa átt meiri þátt í endurreisn samstarfs milli Íslands og Nýja Íslands en Atli Ásmundsson. Hann starfaði ötullega að uppbyggingu íslenskrar ræðisskrifstofu í Winnipeg um nokkurra ára skeið í utanríkisráðuneytinu áður en hann fluttist þangað sjálfur ásamt Þrúði Helgadóttur eiginkonu sinni og starfaði sem ræðismaður þar í rúm 9 ár.

Engum hef ég kynnst sem er jafn úrræðagóður og athafnasamur sem Atli Ásmundsson og hef ég notið þess í ríkum mæli í mínum störfum. Eitt þeirra verkefna sem Atli hafði forgöngu um að koma á fót í Winnipeg er listahópinn NunaNow, sem samanstendur af ungu listafólki af íslenskum uppruna sem í samstarfi við ungt íslenskt listafólk hefur staðið fyrir margs konar viðburðum undanfarin ár í Kanada og Reykjavík.

Á Ljósunótt, í kvöldverðarhófi sem tímaritið Lögberg-Heimskringla stóð fyrir í janúar sl. að viðstöddum helstu fyrirmönnum Manitoba fylkis voru Atli og Þrúður heiðruð fyrir einstaklega öflugt og farsælt starf meðal Vestur-íslenska samfélagsins í Kanada.

Á undanförnum árum hefur Atli flutt fjölda fyrirlestra og erinda um Íslendingaslóðir víðs vegar um landið og jafnan fyrir fullu húsi, nú síðast á Sauðárkróki um liðna helgi.

Það er mér mikill heiður og sönn gleði og ánægja að afhenda þeim Almari og Atla þessa viðurkenningu Þjóðræknisfélagsins sem þeir svo sannarlega hafa unnið til.

Myndir    http://www.flickr.com/photos/78627699@N00/sets/72157635251241119/

Afar fjölsótt Þjóðræknisþing að Hotel Natura
agust13a

Þjóðræknisþing var haldið á Hótel Natura í dag, 25. ágúst að viðstöddum rúmlega 200 þátttakendum. Halldór Árnason formaður ÞFÍ setti þingið. Meðal þeirra sem ávörpuðu þingið voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sendiherrar Bandaríkjanna og Kanada á Íslandi og Ron Goodman, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi

Egil Helgason fjölmiðlamaður sagði frá heimsókn sinni á slóðir Vestur-Íslendinga. Gail Einarson-McCleery sagði frá uppbyggingu Snorra West verkefnisins og ungir íslenskir þátttakendur í verkefninu sögðu frá ferð sinni á Íslendingaslóðir í júlí sl.

Þá fjallar Sunna Furstenau um þá lífsfyllingu sem áhugi hennar á íslenskum rótum sínum hefur fært henni í erindi sem hún kallar “Taking Chances”. Loks segir Þá mun Egil Helgason segja frá heimsókn sinni á slóðir Vestur-Íslendinga. Ennfremur segir Gail Einarson-McCleery frá uppbyggingu Snorra West verkefnisins og ungir íslenskir þátttakendur í verkefninu segja frá ferð sinni á Íslendingaslóðir í júlí sl.

Að loknu kaffi hléi greindi ljóðskáldið og héraðshöfðinginn David Gislason frá Árborg í Manitoba frá Litla íslenska bókmenntafélaginu í Manitoba. Þinginu lau með erindi Sunnu Furstenau sem fjallaði um þá lífsfyllingu sem áhugi hennar á íslenskum rótum sínum hefur fært henni.

Á milli dagskrárliða voru tónlistaratriði. Kanadíska messo-sópran söngkonan Christine Antenbring söng við undirleik undirleik hins þekkta píanóleikara Mikhail Hallak. Einnig söng Sigrún Stella Bessason við gítarundirleik.

Vaxandi fjöldi ungra sem aldna hefur orðið fyrir einstæðri upplifun við að kynnast frændfólki eða nýjum vinum í annarri heimsálfu sem fagna þeim eins og um náin ættmenni sé um að ræða.  Eitt af markmiðum Þjóðræknisfélagsins er að tengja yngri kynslóðir á Íslandi jafnöldum sínum í Vesturheimi.

Meðal þeirra sem sóttu þingið voru 20 Vestur-Íslendingar sem taka þátt í tveggja vikna verkefni sem nefnist Snorri Plus.

Þingstjórar voru þau Elín Hirst alþingismaður og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra og ráðherra.

Myndir         http://www.flickr.com/photos/78627699@N00/sets/72157635251241119/

INL-Iceland Convention 2013 held on 25th August
David Gislason

INL-Iceland Convention 2013 will be held at Hotel Natura, Reykjavik Sunday 25th August.

The Convention, that start at 14.00 o‘clock, is offering many interesting presentations.

The media man Egill Helgason will tell about his experience from his visit last spring to the Icelandic societies in North America. Gail Einarson-McCleery will tell about the Snorri West program, Sunna Furstenau will give a presentation she call „Taking Chances“ and David Gislason will tell about the Litla íslenska bókmenntafélagið in Manitoba.

The paritcipants in the Snorri Plus Program will join the Convention.

Fjölbreytt Þjóðræknisþing 2013 á Hótel Natura 25. ágúst nk.
inl2

Þjóðræknisþing ÞFÍ verður haldið sunnudaginn 25. ágúst nk. að Hótel Natura í Reykjavík. Þinginu sem hefst kl. 14.00 er ætlað að efla tengsl Íslendinga við frændur okkar og vini afkomendur Íslendinga sem fluttu vestur um haf. Vaxandi fjöldi ungra sem aldna hefur orðið fyrir einstæðri upplifun við að kynnast frændfólki eða nýjum vinum í annarri heimsálfu sem fagna þeim eins og um náin ættmenni sé um að ræða.

Dagskráin á Þjóðræknisþinginu er fjölbreytt að vanda. Egill Helgason þáttastjórnandi greinir í máli og myndum frá heimsókn sinni sl. vor á slóðir Íslendinga í Norður Ameríku. Þættir úr þeirri heimsókn munu verða á dagskrá RÚV í vetur.

Gail Einarson-McCleery segir frá uppbyggingu Snorra West verkefnisins og ungir íslenskir þátttakendur í verkefninu munu segja í máli og myndum frá 4 vikna ferð á Íslendingaslóðir í júlí sl.

Íslandsvinurinn Sunna Furstenau heldur erindi í máli og myndum sem hún kallar “Taking Chances” og fjallar um þá lífsfyllingu sem áhugi hennar á íslenskum rótum sínum hefur fært henni. Ljóðskáldið og héraðshöfðinginn David Gislason segir frá Litla íslenska bókmenntafélaginu í Manitoba.

Félagsmenn ÞFÍ eru hvattir til að mæta á þingið og taka með sér gesti. Aðgangur er öllum ókeypis.

Snorrarnir 2013 komnir til landsins
Snorrar heima hjá formanni ÞFÍ

Fjórtan þátttakendur í Snorraverkefninu komu til landsins 8. júní sl. til 6 vikna dvalar. Tíu þeirra eru frá Kanada og fjórir frá Bandaríkjunum.

Í dag tók forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson á móti þeim á Bessastöðum og fræddi þau um sögu staðarins og svaraði spurninum þeirra. Þann 16. júní hittu Snorrarnir Íslendinga á þeirra aldri á veitingastaðnum Sólon í miðbæ Reykjavíkur og urðu þar líflegar samræður á milli þess sem hjómsveitin NÓRA spilaði frumsamin lög.

Í gærkvöldi var Snorrunum boðið í kvöldverð hjá stjórnarmönnum í Þjóðræknisfélaginu, Snorrasjóði og Norræna félaginu og á Þjóðhátíðardaginn fylgdust þau með viðburðum í miðborg Reykjavíkur. Áður hafði Halldór Árnason formaður ÞFÍ og Snorrasjóðs haldið móttöku fyrir Snorrana á himili sínu og sendiherra Kanada á Íslandi Mr. Stewart Wheeler bauð hópnum til móttöku í sendiráðinu við Túngötu.

Snorrarnir hafa fengið kennslu í íslensku og kynningu á íslenskri menningu og stjórnsýslu. Föstudaginn 21. júní fara Snorrarnir til ættingja víðs vegar um landið þar sem þeir dvelja í þrjár vikur. Síðustu vikuna ferðast þau saman um landið og njóta nátturufegurð Íslands.

Í byrjun júli taka fjögur íslensk ungmenni þátt í 4 vikna verkefni – Snorri West- þar sem þau ferðast umslóðir Íslendinga í Alberta, Saskatchewan og Manitoba.

 

Íslenska landnámið í Utah
Fred E

Áhugaverður fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu 1. júlí nk.

Á árunum 1854-1914 fluttu um 400 Íslendingar til Utah sem flestir höfðu tekið mormónatrú áður. Helmingur þessa fólks fór frá Vestmannaeyjum, en íbúafjöldinn þar var um 500 manns á þeim tíma.

Fred E. Woods prófessor við Brigham Young University í Utah og Kári Bjarnason forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja vinna að rannsókn um afdrif þessara Íslendinga sem fluttu búferlum til Utah.

Prófessor Woods heldur erindi í máli og myndum í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 1. júlí kl. 17.00 þar sem hann fjallar um þessa rannsókn en markmið hennar er að segja sögu þessara 400 Íslendinga og afkomenda þeirra.

Erindið er flutt í samstarfi við Þjóðræknisfélag Íslendinga, en prófessor Woods var boðið að flytja erindið á ársþingi Þjóðræknisfélaga Íslendinga í Vesturheimi sem haldið var í Seattle í byrjun apríl sl.

Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér einstakt tækifæri og hlýða á áhugavert erindi um efni sem er hluti af íslenskri menningarsögu.

Aðalfundur ÞFÍ vill efla áhuga ungs fólks á starfsemi félagsins
Adalfundbraz

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga var haldinn 17. apríl 2013 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Á fundinum var m.a. samþykkt að efna til átaks til að efla áhuga ungs fólks á starfsemi félagsins og á tengslum við afkomendur íslensku landnemana í Vesturheimi. Stjórn félagsins var falið að setja niður verkefnahóp innan félagsins sem annist verkið.

Luis E. Arreaga sendiherra Bandaríkjana á Íslandi flutti ávarp í upphafi fundar og Ólöf Björnsdóttir frá kanadíska sendiráðinu flutti kveðju Stewart Wheeler sendiherra Kanada á Íslandi. Forseti ÞFÍ Halldór Árnason flutti skýrslu stjórnar sem birt verður á heimasíðu ÞFÍ. Á fundinum voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins. Meðal annars var samþykkt að koma á fót sérstöku heiðursráði félagsins sem hafi það verkefni að efla starfsemi í þágu tengsla Íslendinga við Vestur-Íslendinga og treysta fjárhagsstöðu félagsins.

Á fundinum kom fram að Þjóðræknisfélagið stefnir að því að tvöfalda félagafjöldann á næstu tveimur árum, m.a. með kynningarfundum um allt land. Þá vill félagið leitast við að vekja skilning íslenskra stofnana og fyrirtækja á mikilvægi náins sambands við Íslendingabyggðir vestanhafs og fá þau til liðs við félagið.

Í lok aðalfundarins flutti Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður erindi um örlög íslensku landnemanna sem fóru til Brasilíu á árunum 1863-1873.

Formaður ÞFÍ var endurkjörinn Halldór Árnason og með honum í stjórn eru Elín Hirst, Eydís Egilsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Svavar Gestsson og Þorvarður Guðlaugsson. Varamenn í stjórn eru Jón Trausti Jónsson, Unnur Ýr Kristinsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir. Stjórnarmenn frá Norður Ameríku eru Eric Stefanson Kanada og Sunna Pam Furstenau Bandaríkjunum.

Hjálmar W. Hannesson og Kent Lárus Björnsson létu af stjórnarstörfum að eigin ósk og var þeim þökkuð heilladrjúg störf fyrir félagið, en Kent Lárus hefur setið í stjórn félagsins í um 10 ár. Þess má geta að Hjálmar tekur við starfi aðalræðismanns Íslands í Winnipeg þann 1. júní nk. af Atla Ásmundssyni sem gengt hefur starfinu í rúm 9 ár.

Skrifstofa félagsins er að Óðinsgötu 7 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi. Ásta Sól Kristjánsdóttir er framkvæmda­stjóri félagsins samhliða því að sinna verkefnastjórn fyrir Snorra verkefnin.

Fleiri myndir,  smelltu hér

Ársþing Þjóðræknisfélagsins 17. apríl nk.

Minnum félagsmenn á að ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 17. apríl nk. og hefst kl. 16.15.

Á dagskrá þingsins verða venjubundin aðalfundastörf. Þá verða lagðar fram tillögur að breytingum á lögum félagsins. Í lok þingsins mun Sigursteinn Másson, kvikmyndagerðarmaður, flytja erindi um örlög íslensku landnemanna sem fóru til Brasilíu á árunum 1863-1873. Boðið verður upp á veitingar á þinginu.

Áhugavert þing Þjóðræknisfélaganna í Norður Ameríku
Alene Thorunn Moris
Alene Thorunn Moris

Ársþing þjóðræknisfélaganna í Norður-Ameríku (INL of NA) var haldið í Seattle dagana 4.-7. apríl. Þingið sóttu um 200 fulltrúar fjölmargra Íslendingafélaga í Kanada og Bandaríkunum. Auk gagnlegra umræðna um aukin samskipti milli félaganna voru flutt mörg afar áhugaverð erindi sem sjá má á heimasíðu INL of NA http://www.inlofna.org/Conf%202013/index.html

Fulltrúar ÞFÍ á þinginu í Seattle voru Halldór Árnason, forseti ÞFÍ og Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Snorra verkefnanna. Að auki voru 10 aðrir þátttakendur frá Íslandi, þ.á.m. Kent Lárus Björnsson og Rögnvaldur Guðmundsson stjórnarmenn í ÞFÍ.

Fimmtudaginn 4. apríl var farið til Blaine sem liggur rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Kanada og Íslendingafélagið þar heimsótt. Á föstudag voru gagnlegar umræður um hvernig auka megi samskipti milli Íslendingafélagnna í Norður Ameríku og hvernig megi auka virkni yngri kynslóða félagsmanna. Þennan dag voru m.a. flutt tvö afar áhrifarík erindi sem verða ógleymanleg þeim sem á þau hlýddu. Sunna Pam Fursteau stjórnarmaður í INL of NA, sem ferðaðist um Ísland sl. sumar með fræðsluerindi, flutti tilfinningaríkt erindi um ferð sína til Íslands og þær tilfinningar sem bærðust í huga hennar á leiðinni. Þá flutti kjarna- og baráttukonan Alene Thorunn Morris 85 ára systurdóttir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) magnað erindi um baráttu íslenskra kvenna og hvernig hún er frábrugðin baráttu amerískra kvenna. Bæði þessi erindi er að finna á heimasíðu INL of NA: http://www.inlofna.org/Conf%202013/friday.html

Á laugardag voru einnig flutt tvö afar fróðleg og áhugaverð erindi. Prófessor Fred E. Woods(Springville, Utah) flutti erindi um landnám Íslenidnga í Utah upp úr miðri 19. öld og aðraganda þess. Donald Gislason frá Vancouver flutti nýstálegt erindi um gerjun í tónlist íslenskra unglinga sem komið hefur fram á Iceland Airwaves. Erindi Donalds er að finna á slóðinni: http://www.inlofna.org/Conf%202013/saturday.html

Myndir frá þinginu má finna slóðinni http://frelsi.smugmug.com/Other/2013-INLNA-Convention-Seattle/28761808_gg8Trh#!i=2444208143&k=TJsfMsR

Blaine og Nordic Heritage Museum

http://www.flickr.com/photos/78627699@N00/sets/72157633203221331/

Seattle

http://www.flickr.com/photos/78627699@N00/sets/72157633203244733/

Óður til Atla og Þrúðar
David Gislason

Á Ljósanótt, kvöldverðarhófi sem tímaritið Lögberg-Heimskringla stóð fyrir 26. janúar sl. til heiðurs ræðismannshjónunum Þrúði og Atla Ásmundssyni flutti David Gislason þeim ljóð sem birtist hér með leyfi höfundar.

 

Ode to Atli and Þrúður

Darkness reigned, that wint´ry night

And frost was in the air,

So cold that you could feel the bite,

But you did not seem to care.

 

You cared not that you left behind

The mountains and the streams

Convinced that over here you´d find

The answer to your dreams.

 

And Þrúður soon dispelled the night

And the sun broke through again,

For she flashed a smile, as well she might,

As she sang a sweet refrain.

 

´Twas a song that rose from the highland heath

In a haunting lullaby,

Built on the strength of an old belief

And the white swan´s haunting cry.

 

Yet the song was here from the days of old

When our people came to stay,

For they brought along their dreams untold,

And their love of a bygone day-

 

Where the valleys all were soft and green,

And the rivers crystal clear

And the nation honoured its Mountain Queen

All memories they held dear.

 

Of this love you never questioned why,

For these people are your own,

And you´ve worked to forge a stronger tie

With the land from which you´ve g

 

Though the mountain peaks are distant here,

The horizon never ends,

And you were given a posting where

There are countless you know as friends.

 

Nine years you´ve served your country well

In the diplomatic corps,

Yet it´s clear to us that, truth to tell,

You´d be happy with nine years more.

 

A labour of love you´ve fashioned here,

Where the muddy waters flow,

And a love returned we truly share,

We’ll be sad to see you go.

 

But go you must, for time moves on

As the circle completes its ring,

For home we know you´ll soon be drawn

by the Sóley and coming spring.

 

We gather here on a wintry night,

Though outside the winds may storm,

To offer our thanks and to share a bite,

For your place in our hearts is warm.

 

You´ll keep us posted, in tune with the trends,

Though your presence be far from home-

But we´ll always be more than just Facebook Friends

This people you call your own!

David Gislason

 

A Toast

 

Here with Atli and Þrúður we tarry,

As we toast our good friends, and make merry,

Let us rise to our feet,

for the moment is sweet,

in the halls of the Hotel Fort Garry.

Terry Tergesen í Gimli látinn
Terry og Lorna Tergesen

Látinn er í Gimli Manitoba, Terence (Terry) Tergesen, en hann var síðustu árin vistmaður á Betel eftir að Alzheimer sjúkdómurinn tók hann úr tengslum við tilveruna. Foreldrar hans voru Svenn Johan (Joe) Tergesen og Lara Helga Solmundson.

Terry rak ásamt konu sinni Lornu Tergesen bóka- og ritfangaverslunina H.P. Tergesen and Sons sem er kunnug öllum þeim sem komið hafa til Gimli. Lorna er dóttir Ollu Einarson og Stefáns J. Stefánsonar frá Gimli, en Stefán var heiðursfélagi ÞFÍ þar til hann lést í ársbyrjun 2008.

Hans Pjetur Tergesen, afi Terrys, lét byggja verslunina þegar hann fluttist til Gimli árið 1898 en verslunin opnaði árið eftir og hefur verið í rekstri sömu fjölskyldu síðan þá. Verslunin er sú elsta af sínu tagi í Manitóba, sem er enn í resktri, og ágætt dæmi um verslun í dreifbýli. Hans Pjetur var fæddur á Akureyri árið 1853 og fluttist til Kanada árið 1886. Kona hans var Sigríður Pálsdóttir frá Hofi í Hjaltadal.

Börn Terrys og Lornu eru Svenn, Soren, Stefan, Johann og Tristin Sanna, en Soren lést árið 1991. Þjóðræknisfélag Íslendinga færir fjölskyldu Terrys innilegar samúðarkveðjur.

 

Sjá nánar:

http://www.waymarking.com/waymarks/WM9BA2_MHM_HP_Tergesen_General_Store_Gimli_MB

 

http://www.gimlicommunityweb.com/history/tergesen.php

 

Framtíð handan hafs – Námskeið á Eyrarbakka
Jónas Þór

Vesturfaratímabilið hófst árið 1870 þegar fjórir ungir menn fóru frá Eyrarbakka til Wisconsin í Bandaríkjunum. Vinur þeirra, Wilhelm nokkur Wickmann, hafði unnið hjá Guðmundi Thorgrimsen á Eyrarbakka nokkur ár en flutti til Milwaukee 1865. Hann skrifaði vinum sínum á Eyrarbakka, lýsti því sem fyrir augu bar og hvatti menn til vesturfarar.

Á næstu árum fóru allmargir frá Eyrarbakka til Wisconsin og settust flestir að á Washingtoneyju, lítilli eyju í Michiganvatni. Þar myndaðist lítil nýlenda, fyrsta íslenska nýlendan í Vesturheimi. Langflestir landnámsmanna þar voru Sunnlendingar. Tengsl við Ísland héldust alla tíð og hafa aukist ef eitthvað er. Afkomendur vesturfaranna hafa lagt mikið af mörkum til að þau haldist sterk m.a. með myndarlegri aðstoð við endurreisn Eggjaskúrsins á Eyrarbakka. Lítið samfélag myndaðist í eynni og tóku Íslendingar virkan þátt í uppbyggingu þess. Þeir tileinkuðu sér ný og framandi vinnubrögð t.d. skógarhögg og við fiskveiðar.

Það er merkilegt að á þessum fyrstu árum Vesturfaratímabilsins fóru menn vestur án þess að hugleiða nokkuð myndun alíslenskrar nýlendu. Hvert var viðhorf þessara fyrstu vesturfara af Íslandi til samfélagsins sem var í mótun í Ameríku? Hvers vegna fóru svo fáir þaðan til Nýja Íslands, alíslensku nýlendunnar í Kanada? Tókst þeim að skapa sér og sýnum betra lífsviðurværi í Vesturheimi en kostur var á hér heima?

Jónas Þór, sagnfræðingur hjá Bændaferðum, ætlar að fjalla um fyrstu vesturferðir af Suður-landi, íslenskt landnám í Wisconsin og fyrirhugaða ferð á þær slóðir í maí næstkomandi á stuttu námskeiði í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 9.febrúar milli 10:00 – 16:00. Öllum er heimil þátttaka og kostar hún 5.000 kr. á mann. Nánari upplýsingar hjá Jónasi í síma 570 2793 og 859 7011. Ennfremur á jonas@baendaferdir.is.

 

Félagsmenn ÞFÍ fá aflátt hjá Bændaferðum.
Bændaferðir

 

Bændaferðir veita skuldlausum félögum ÞFÍ afslátt á auglýstum ferðum ferðaskrifstofunnar á slóðir vesturfara í sumar. Afslátturinn nemur 5.000 kr. á ferð á félaga.

Frekari upplýsingar veitir Jónas Þór hjá Bændaferðum í síma 570 2793 og á jonas@baendaferðir.is.

Starf meðal Vestur-Íslendinga í mikilli sókn
atli2012

 

Starf Íslendinga meðal Vestur-Íslendinga hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. Áhugi á þessari starfsemi hefur einnig farið vaxandi hér á landi. Það kom vel í ljóst þegar Þjóðræknisfélag Íslendinga stóð fyrir kynningarhátíð á þessari starfsemi 12. janúar síðastliðinn. Þar komu um þrjú hundruð manns til þess að stilla saman strengi og til að sýna áhuga og vilja til þess að efla þessa starfsemi. Þjóðræknisfélagið hefur aldrei haldið eins og öfluga samkomu og kynningarhátíðina 12. janúar.

Á fundi stjórnar félagsins í vikunni var þessum mikla áhuga fagnað sérstaklega með samþykkt. Þar var einnig ákveðið að styrkja starf félagsins meðal ungs fólks auk þess sem ákveðið var að leita til félagssamtaka og stofnana til þess að gerst aðilar að starfsemi félagsins með einhverjum hætti. Er gert ráð fyrir að afstaða til þessara verkefna verði mótuð á aðalfundi félagsins sem haldinn verður um miðjan apríl næstkomandi.

Á fundi stjórnarinnar var samþykkt að fela formanni stjórnarinnar Halldóri Árnasyni að færa Atla Ásmundssyni aðalræðismanni í Winnipeg og konu hans Þrúði Helgadóttir sérstakar þakkir fyrir mikilvæg störf undanfarin níu ár. Starf þeirra hefur orðið til þess að efla samskipti Íslands við Vestur-Íslendinga verulega frá því sem áður var og hefur Þjóðræknisfélagið unnið náið með þeim. Atli lætur nú af störfum aðalræðismanns í Winnipeg. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að Hjálmar W. Hannesson sendiherra og stjórnarmaður í Þjóðræknisfélaginu taki við starfinu af Atla.

Þrúður og Atli Ásmundsson heiðruð af Lögbergi-Heimskringlu

Laugardaginn 26. janúar sl. voru Atli Ásmundsson og Þrúður Helgadóttir, aðalræðismannahjón í Winnipeg heiðruð í kvöldverðarhófi sem tímaritið Lögberg-Heimskringla stóð fyrir. Árleg fjáröflunarsamkoma tímaritsins var tileinkuð þeim hjónum fyrir einstaklega öflugt og farsælt starf meðal Vestur-íslenska samfélagsins í Kanada. Samskipti Íslendinga og Vestur-Íslendinga hafa eflst gríðarlega þau níu ár sem Atli og Þrúður hafa starfað í Winnipeg.Eitt þeirra verkefna sem þau höfðu forgöngu um að koma á fót er listahópinn NunaNow, sem samanstendur af ungu listafólki af íslenskum uppruna sem í samstarfi við ungt íslenskt listafólk hefur staðið fyrir margs konar viðburðum undanfarin ár í Kanada og Reykjavík.

Með því að smella á eftirfarandi link má nálgast myndir frá þessum viðburði:

Ljósanótt “Evening of Lights” Tribute Dinner, Jan 26 2013

 

Myndir Mats Wibe Lund af íslenskum sveitarbýlum
Mats Wibe Lund

 

 

Mats Wibe Lund ljósmyndari og félagi í Þjóðræknisfélaginu hefur um langt árabil tekið myndir af íslenskum sveitarbýlum og jörðum, ýmist úr lofti eða láði.

Mats ferðaðist nýlega um Íslendingabyggðir í Kanada og Bandaríkjunum með stuðningi frá Þjóðræknisfélaginu og International Visit Program Íslendingafélaganna í Vesturheimi. Hann sýndi þar myndir sýnar og bauð fólki myndir af jörðum forfeðra sinna á Íslandi.

Mats býður félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins 10% af ljósmyndum sínum af sveitarbýlum og jörðum. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hans www.mats.is

 

Ávarp Halldórs Árnasonar forseta ÞFÍ á kynningarhátíðinni 12. janúar 2013

 

Ágætu hátíðargestir.

Ég vil bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar hátíðar sem Þjóðræknis­félagið heldur í samstarfi við Vesturfarasetrið á Hofsósi og Bændaferðir.

Hátíðin er haldin til að auka vitneskju Íslendinga á þeirri sönnu elsku og hlýju sem streymir frá  frændum okkar í Norður Ameríku, afkomendum íslensku landnemanna. Það eru engar ýkjur að móttökur sem Íslendingar fá í heimsókn til þessa fólks er líkast því þegar nákomnum ættingja er fagnað.

Það er skylda okkar Íslendinga að viðhalda íslenska menningararfinum í Norður-Ameríku og starfsemi Þjóðræknisfélagsins miðast öll að því með gagnkvæmum samskiptum. Bættar flug­samgöngur milli Íslands og Norður–Ameríku og ört fjölgandi samskipta­möguleikar um internetið auðveldar nánari kynni og samskipti.

Þjóðræknisfélagið er öllum áhugasömum opið og ég hvet ykkur til að ganga til liðs við okkur hafið þið ekki þegar gert það. Á ganginum hér fyrir utan getið þið skráð ykkur í félagið. Á hverju ári koma til landsins fjölmargir afkomendur Íslendinga í Vesturheimi sem hafa fram að færa bæði fróðleik og listræn efni. Þjóðræknisfélagið hefur um margra ára skeið búið félagsmönnum sínum vettvang til að mæta þessu fólki. Á sama hátt hafa fjölmargir íslenskir kórfélagar, tónlistarfólk og listamenn af ýmsu tagi hafa sótt heim Íslendingasamfélögin í Vesturheimi og eiga þaðan ógleymanlegar minningar um  einstakar móttökur.

Þjóðræknisfélagið hefur sl. 14 ár í samstarfi við Norræna félagið staðið fyrir svokölluðu Snorraverkefni þar sem ungir afkomendur Vestur-Íslendinga (18-28 ára) gefst tækifæri til 6 vikna dvalar hér á landi. Óhætt er að segja að með þátttöku yfir 200 ungmenna í verkefninu hefur tekist að flytja íslensku arfleifðina í Norður-Ameríku til næstu kynslóðar þar. Fjöldi þátttakenda í Snorraverkefninu halda áfram góðu sambandi við ættingja og vini á Íslandi og eru virk í Íslendingafélögunum í Norður-Ameríku.

Það er einstakt að víða í Kanada og Bandaríkjunum skuli vera félags­skapur fólks af íslenskum ættum sem í fjórðu, fimmtu og sjöttu kynslóð vilja halda uppi þeim menningararfi sem forfeður þeirra og formæður fluttu með sér vestur um haf fyrir allt að 140 árum. Fólki sem nánast á hverjum degi er upptekið af því að vera íslenskt. Við eigum þessu fólki mikið að þakka.

Þessi arfur er hluti af sögu okkar og menningu sem okkur ber skylda til að varðveita. Hann verður áfram að vera ljóslifandi fólki beggja vegna Atlantsála. Þess vegna verðum við að færa þessa arfleifð til næstu kynslóðar hér á landi. Að tengja saman unga Íslendinga og unga afkomendur Vestur-Íslendinga, stuðla að vináttu þeirra á milli og samskipta á sem flestum sviðum. Kynningarhátíðin  í dag er fjölbreytt að efnisvali enda ætluð að vekja áhuga Íslendinga á öllum aldri á frændfólki okkar Vestanhafs.

Ég vil þakka öllum þeim sem flytja okkur fróðleik og skemmtun hér í dag fyrir þeirra framlag. Þá vil ég þakka Bændaferðum fyrir að vilja standa að þessari samkomu með okkur og Icelandair fyrir að gera það mögulegt að vera hér með því að kosta fundaraðstöðuna.

Einn er sá maður sem lyft hefur Grettistaki til að auka þekkingu á menningargildi íslensku arfleifðarinnar í Vesturheimi. Það er Valgeir Þorvaldsson frumkvöðull og forsvarsmaður að Vesturfarasetrinu á Hofsósi, sem er,  Mekka,  Vesturferðanna á Íslandi.  Um leið og ég þakka honum samstarfið vil ég biðja hann um að taka við stjórn þessarar hátíðar.

Verið velkomin.

 

Húsfyllir á Kynningarhátíð Þjóðræknisfélagins
12.jan

Um 300 manns sóttu glæsilega kynningarhátíð Þjóðræknisfélagsins Á Hótel Natura Reykjavík (Hótel Loftleiðir) sem haldin var í gær 12. janúar í samstarfi við Vesturfarasetrið á Hofsósi og Bændaferðir.

Að loknu ávarpi Halldórs Árnasonar forseta ÞFÍ tók Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins við stjórn hátíðarinnar og kynnti hina fjölbreyttu dagskrá sem var í boði. Sagnameistarinn Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Winnipeg reið á vaðið og gerði gerði grein fyrir því hvers vegna Vestur-Íslendingar elska Ísland svo mikið og kryddaði frásögnina margvíslegum skemmtisögum. Andri Freyr Viðarsson dagskrárgerðarmaður sagði frá upplifun sinni þegar hann sótti Íslendingabyggðir heim sl. sumar og sýndi valin brot úr þáttum sínum Andri á flandri. Tónlistarmaðurinn KK skemmti gestum með tilfinningaríkri tónlist og söng eins og honum er einum lagið. Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri kynnti Snorraverkefnin sem tækifæri fyrir ungt fólk en verkefnin hafa slegið í gegn meðal fólks af íslenskum ættum í Norður-Ameríku. Með henni voru Gísli Rúnar Gíslason þátttakandi í Snorra West verkefninu og  Danny Leifson frá Utah sem tók þátt í Snorraverkefninu árið 2006. Þá sagði Elín Hirst fjölmiðlakona frá því hvernig hún náði sambandi við ættmenni sín í Manitoba. Eydís Egilsdóttir stjórnarmaður í Þjóðræknisfélaginu sagði frá ferð Kanadaklúbbsins til Kinmount í Kanada og fleiri staði og sýnt var brot úr heimildamynd Karls Jeppesen þar sem greint var frá þeim erfiðleikum sem mættu fyrstu landnemunum í Kinmount. Að lokum dró Svavar Gestsson fv. sendiherra og ráðherra saman það sem fram kom í erindum framsögumanna og flutti hvatningarorð til fundarmanna um að halda áfram að styrkja þessi íslensku tengsl milli Íslands og Norður Ameríku.

Á hátíðinni bættust félaginu 25 nýjir öflugir félagsmenn og áfram verður haldið til að fjölga félagsmönnum. Þjóðræknisfélagið þakkar af alhug öllum þeim sem fluttu fróðleik og skemmtun á kynningarhátíðinni.

Einnig eru Icelandair færðar þakkir fyrir að kosta fundaraðstöðuna.

 

 

“Fjárfesting til framtíðar”
vidtal2

..

Þjóðræknisfélag Íslendinga óskar félagsmönnum og velunnurum gæfu og gleði á nýju ári.
Kynningarhátíð í boði Þjóðræknisfélagsins í samvinnu við Bændaferðir og Vesturfarasetrið á Hofsósi
inl2

Efnt verður til glæsilegrar kynningarhátíðar laugardaginn 12. janúar að Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) sem hefst kl. 14.00. Andri Freyr Viðarsson (Andri á flandri), tónlistarmaðurinn KK og sagnabrunnurinn Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Winnipeg eru meðal þeirra sem láta ljós sitt skína. Hátíðin er ætluð áhugasömu fólki á öllum aldri. Takið fjölskylduna, vini og vandamenn með ykkur.

Dagskrá er eftirfarandi:

Stjó​rnandi: Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður Vesturfarasetursins á Hofsósi

Setning – Halldór Árnason forseti ÞFÍ

– Menningararfur Íslendinga í Vesturheimi. Af hverju fór fólk héðan? Af hverju elskar þetta fólk Ísland? Atli Ásmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg

– Vestur-Íslendingar, skipta þeir unga Íslendinga máli? Andi Freyr Viðarsson, dagskrárgerðarmaður segir frá upplifun sinni í máli og myndum

– Tónlistarmaðurinn KK skemmtir

– Snorraverkefnið – tækifæri fyrir ungt fólk – Ásta Sól Kristjánsdóttir verkefnisstjóri og þátttakandinn Gísli Rúnar Gíslason segja frá

– Mikilvægi ættartengsla – Elín Hirst fjölmiðlakona segir frá upplifun sinni

– Landnámið í Kinmount í Kanada – stutt heimildarmynd

– Vestur-Íslendingar – okkar fólk  Svavar Gestsson fv. sendiherra og ráðherra

Að dagskrá lokinni eru þeir sem fram koma tilbúnir að sitja fyrir svörum ef áhugi er fyrir hendi.

 

Framtíð handan hafs Námskeið á Akureyri um upphaf vesturferða
ak

 

Þjóðræknisfélag Íslendinga og Bændaferðir standa saman að námskeiði á Akureyri 25. og 26. janúar n.k. Jónas Þór sagnfræðingur tekur fyrir upphaf vesturferða 1870 og fjallar um landnám fyrstu, íslensku vesturfaranna í Wisconsin í Bandaríkjunum.  Þátttökugjald er kr.10.000 fyrir félaga í Þjóðræknisfélaginu.

Jónas Þór sagnfræðingur tekur fyrir upphaf vesturferða 1870 og fjallar um landnám fyrstu, íslensku vesturfaranna í Wisconsin í Bandaríkjunum.  Á árunum 1870-1875 flutti allstór hópur frá Íslandi og dreifðist um ríkið. Flestir fóru fyrst til Milwaukee sem varð nokkurs konar höfuðstaður vesturfaranna fyrstu árin. Margir settust að á Washingtoneyju þar sem lítil, íslensk nýlenda varð til. Þar má enn finna íslensk staðarheiti svo sem Gislason BeachGunnlaugsson Road og ein verslunin heitir Kaupstadur. Ferjur sem ganga milli lands og eyja (þær eru nokkrar) heita sumar íslenskum nöfnum svo sem Eyrarbakki og Karfi.

Stephan G. Stepansson og fjölmargir ættingjar hans og vinir fóru vestur þangað 1873 og eftir að hafa unnið hjá norskum bændum um nokkurt skeið stofnuðu þeir litla nýlendu í Shawano-sýslu. Var hún venjulega kölluð Ljósavatn vegna þess að nokkrir landnemanna komu frá Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði.

Á þessum árum var hugmyndin um Nýtt Ísland mikið rædd, bæði þar ytra og eins hér heima.

Í Vesturheimi skipust menn í fylkingar, voru ekki sammála í þessu máli frekar en í svo mörg-um öðrum. Þessi fyrstu fimm ár Vesturfaratímabilsins voru merkileg og ýmsar ákvarðanir þá teknar reyndust afar örlagaríkar.

Föstudagur 25. janúar, 20-22 (kvöld) og laugardagur 26. jan.  9-16

Staður: Brekkuskóli

Þátttökugjald: kr.13.000 ; kr.10.000 fyrir félaga í Þjóðræknisfélaginu

Þátttaka tilkynnist Jónasi Þór hjá Bændaferðum fyrir 15.janúar í síma

570 2783 og 859 7011. Ennfremur á jonas@baendaferdir.is

Lágmarksþátttaka 15 manns

Er áhugi á ferð til Seattle í tengslum við ársþing INL of NA í byrjun apríl 2013?
seattle

 

Þjóðræknisfélagið og Bændaferðir vilja kanna áhuga félagsmanna ÞFÍ á ferð til Seattle á ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (INL of NA) sem haldið verður þar í borg 4.-7. apríl 2013.

http://inlofna.org/Conf%202013/index.html

Um er að ræða 5-7 daga ferð sem miðast við lágmark 20 manna þátttöku. Innifalið yrði þá flug, gisting, skoðunarferð um borgina og önnur skoðunarferð til Vancouver með viðkomu í íslensk landnám í Bellingham og Blaine.

Ekki er skilyrði að fólk sitji allt þingið.

Til að geta bókað flug, hótel, rútu osfrv. þurfum við að vita hvort grundvöllur sé fyrir hendi.

Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Jónas Þór hjá Bændaferðum í síma 570-2793 eigi síðar en 30. nóvember nk.

Síðdegistónleikar með Lilju Guðmundsdóttir, sópran, sem hlýtur viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal
lilja_gudmundsdottir

 

Á morgun, miðvikudag, verða síðdegistónleikar með sópransöngkonunni Lilju Guðmundsdóttur í Salnum í Kópavogi kl. 17:30 og er aðgangseyrir ókeypis.  Á tónleikunum mun hún flytja fjölbreytta söngdagskrá ásamt píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni.

Tilefni tónleikanna er að Lilja mun fá afhenta viðurkenningu úr styrktarsjóði Önnu K. Nordal.  Er þetta í tólfta sinn sem viðurkenning er veitt úr sjóðnum en honum ber að styrkja efnilega tónlistarnema í söng og fíólínspili. Áður hafa ungir efnilegir tónlistarnemar hlotið styrk úr sjóðnum sem nú eru starfandi tónlistarmenn. Má þá meðal annarra nefna Svein Dúa Hjörleifsson, tenór, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, sópran og Ara Vilhjálmsson, fiðluleikara.

Sjóðurinn er stofnaður af Önnu Karólínu Nordal sem fæddist í Vesturheimi árið 1902 og lést árið 1998. Hún bjó alla tíð í Kanada og kom aldrei til Íslands en hafði engu að síður sterkar taugar til landsins og sýndi ættlandi sínu og Íslendingum mikla ræktarsemi eins og sjóðurinn er fagur vitnisburður um.  Anna var alþýðukona og mikill unnandi tónlistar og vildi styrkja ungt tónlistarfólk í námi og hvetja til frekari árangurs.

Lilja Guðmundsdóttir, sópran, stundar nú nám við óperudeild Konservatorium Wien, Privatuniversität en í vor hlaut hún hæstu einkunn á mastersprófi í einsöng frá sama skóla. Árið 2006 lauk hún framhaldsprófi í söng frá Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem Sigríður Aðalsteinsdóttir var hennar aðalkennari. Í framhaldinu stundaði hún í fjögur ár nám við Söngskóla Sigurðar Demetz, eitt ár hjá Jóni Þorsteinssyni og frá árinu 2007 hefur hún sótt tíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur.

Í Konservatorium Wien, Privatunivesität hefur hún sungið hlutverk Nellu og Laurettu í Cianni Schicchi og Madame Lidoine úr Dialogues des Carmélites, en í mars mun hún fara með hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte. Nýverið söng hún í óperunni Suor Angelica hjá Theater an der Wien í Vínarborg.

Á tónleikunum á miðvikudaginn munu hún flytja lög eftir Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Tryggvi M. Baldvinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Samuel Barber, Giacomo Puccini og Antonin Dvorak.

Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Salarins, Aino Freyja, í síma 861 7269.

Stytta af „föður“ Nýja Íslands afhjúpuð í Riverton
sigtrygg

Laugardaginn 20. októbe sl. fór fram í Riverton, Manitoba, afhjúpun á styttu af Sigtryggi Jónassyni sem nefndur hefur verið „faðir“ Nýja Íslands.

Fulltrúar Þjóðræknisfélagsins við athöfnina voru hjónin Almar Grímsson, fv. forseti ÞFÍ og Anna Björk Guðbjartsdóttir og Kent Lárus Björnsson, stjórnarmaður í ÞFÍ.

Sigtryggur var einn hinna allra fyrstu er vestur fóru og hann Hann var afar athafnasamur alla sína ævi, sem var löng og viðburðarík. Hann fæddist á Bakka í Öxnadal og þótti efnilegur á unga aldri. Hann var skrifari amtmanns á Möðruvöllum áður en hann fór vestur um haf einn síns liðs 1872. Hann fékk vinnu við járnbrautarlagnir og skógarhögg og stofnaði fljótlega fyrirtæki sem hann græddi ágætlega á. Þegar stórir hópar Íslendinga fóru að koma til Vesturheims tók hann á móti þeim og liðsinnti, að einhverju leyti á vegum kanadískra stjórnvalda. Um það segir Guðjón Arngrímsson í Nýja Ísland, bls 184:

Þar með var hann kominn í það þrískipta hlutverk sem hann gegndi lengstum ævinnar – að vera í senn félagslegur og pólitískur leiðtogi Íslendinga, embættismaður kanadískra stjórnvalda og slyngur kaupsýslumaður. Hann virðist aldrei hafa gert upp við sig hvert hlutverkanna ætti að verða ofan á, enda réðu aðstæður að því er virðist oft meira en eigin vilji hvaða stefnu líf hans tók. En víst er að hann var alla tíð þokkalega vel fjáður og framan af mun betur stæður fjárhagslega en flestir landa hans.

Sigtryggur tók fullan þátt í landnáminu í Nýja Íslandi, og um það leyti kvæntist hann æskuástinni, Rannveigu Ólafsdóttur Briem. Sigtryggur var helsti leiðtogi landnemanna og gerði út gufubát á Winnipegvatni. Hann fluttist frá Nýja Íslandi 1881 og settist fljótlega að í Winnipeg. Hann stundaði margvíslegan atvinnurekstur, fór til Íslands sem vesturferðaagent, hvatti Íslendinga til að stofna eimskipafélag til að flytja út ferskan fisk, hann var um skeið ritstjóri Lögbergs og varð árið 1896 þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn, fyrstur Vestur-Íslendinga. Hann bjó í Árborg í Nýja Íslandi um skeið, stundaði búskap á Möðruvöllum, gömlu landnámsjörðinni sinni þegar hann var kominn á sjötugsaldur. Síðustu æviárin var hann mest hjá Percy fóstursyni sínum í Nýja Íslandi.

Heimild: Íslandssöguvefurinn – Vesturfararnir  http://servefir.ruv.is/vesturfarar/personur.html

Sjá ennfremur: http://www.irhs.sagapublications.com/

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag greinir Steinþór Guðbjartsson, blaðamaður, frá afhjúpun á styttu af Sigtryggi Jónassyni.  Steinþór Guðbjartsson er vel kunnugur á slóðum Vestur Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum og var m.a. ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu sem gefið er út í Winnipeg. http://www.lh-inc.ca/

Á undanförnum árum hafa margar fréttir, pistlar og frásagnir tengdar afkomendum íslensku landnemanna í Norður Ameríku eftir Steinþór birst í Morgunblaðinu. Þjóðræknisfélagið færir honum kærar þakkir fyrir. Það er einnig athyglisvert hversu oft þessar frásagnir rata á baksíðu Morgunblaðsins sem einnig er þakkarvert.

Hægt er að sjá frásögn Steinþórs hér.

 

Vesturheimsferðir í nýju ljósi

 

Það fer ýmsum sögum af ástæðum þjóðflutninga Íslendinga til Vesturheims, örlögum og afrekum þeirra, allt eftir því hver segir frá og í hvaða samhengi. Á námskeiðinu verður saga Vesturheimsferða og vesturfara skoðuð í nýju ljósi. Fjallað verður um skoðanir Vestur-Íslendinga og sjálfskilning þeirra, tungumál og bókmenntir, og stöðu rannsókna í dag.

Skráningarfrestur er til 23. október 2012.

Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað. Almennar skráningar fara fram hjá Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum. Starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem eiga fjarfundabúnað skrá sig beint hjá Endurmenntun HÍ í síma 525-4444.

Umsjón með námskeiðinu hefur dr. Daisy Neijmann en ásamt henni koma Birna Arnbjörnsdóttir prófessor, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir prófessor og Úlfar Bragason rannsóknarprófessor að kennslunni.

Hvenær: Mið. 31. okt. og 7., 14., 21. og 28. nóv. kl. 20:15 – 22:15 (5x)

Verð: 23.900 kr.

Hvar: Endurmenntun, Dunhaga 7.

 

Hin Siglfirska Mjallhvít

Vestur Íslendingurinn Charles Thorson sem á fjórða áratug síðustu aldar starfaði á vegum Walt Disney að gerð  teiknimyndarinnar um Mjallhvít og dvergana sjö, notaði íslenska stúlku, Kristínu Sölvadóttur, sem fyrirmynd að Mjallhvít.

Lesa má hvernig það kom til með því að smella á hér.

Landnám í Vesturheimi – Byrjunin í Wisconsin 1870-1874
jonasthor

 

Námskeið Þjóðræknisfélagsins og Bændaferða 
Þjóðræknisfélagið og Bændaferðir standa saman að fjögurra vikna námskeiði  í október.  Jónas Þór sagnfræðingur tekur fyrir upphaf vesturferða 1870 og fjallar um landnám fyrstu íslensku vesturfaranna í Wisconsin.
Á árunum 1870-1875 flutti allstór hópur af Íslandi og dreifðist um ríkið. Flestir fóru fyrst til Milwaukee sem varð nokkurskonar höfuðstaður vesturfaranna hin fyrstu ár. Margir völdu land á Washingtoneyju og þar myndaðist lítil íslensk nýlenda. Stephan G. og ýmsir tengdir honum unnu um skeið hjá norskum bændum í Dane sýslu en stofnuðu svo nýlendu í Shawano. – Þessi fyrstu fimm ár voru afar merkileg vegna þess að á þessum árum varð til hugmyndin að stofnun Nýja Íslands sem reyndist afar örlagarík.
Hugmyndin er svo að skipuleggja hópferð um lannámssvæðin í Wisconsin í maí á næsta ári. Námskeiðið hefst þriðjudagskvöldið 2.október og er einu sinni í viku, tvo tíma í senn til 23.okt.
Félagsmenn ÞFÍ fá forgang og afslátt af námskeiðsgjaldi. Nánari upplýsingar veitir Jónas Þór í síma 570-2793 og á jonas@baendaferdir.is
Fjölmenni á Þjóðræknisþingi 2012 á Akureyri
þjodraeknisthing1

 

Um 80 manns tóku þátt í Þjóðræknisþingi 2012 sem haldið var í blíðskaparveðri í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 25. ágúst sl., en þingið var haldið í tengslum við 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar.

Tónlistarhjónin Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Hjalti Jónsson tenor sungu og léku í upphafi og lok þingsins. Að loknu setningarávarpi Halldórs Árnasonar, forseta ÞFÍ, tók Almar Grímsson fv. forseti ÞFÍ, við fundarstjórn. Ávörp fluttu Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri, Ron Goodman forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi og Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Því næst flutti Vestur-Íslendingurinn „Sunna“ Pam Olafson Fustenau frá Fargo í Norður Dakota erindi í máli og yfir 400 myndum sem hún kallaði „The Love of Iceland in America“. Erindið er liður í fundaferð hennar um Ísland á vegum International Visit Program og Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Að loknu kaffihléi flutti erindi Brad Hirst, forstöðumaður sumarbúða fyrir börn af íslenskum uppruna  og staðsettar eru rétt norðan við Gimli í Manitoba. Að því loknu ræddi Rögnvaldur Guðmundsson, stjórnarmaður í ÞFÍ um framtíðaráherslur í starfsemi Þjóðræknisfélagsins.

Á þinginu voru allnokkrir Bandaríkjamenn og Kanadabúar af íslenskum uppruna. Þeirra á meðal voru 11 þátttakendur í Snorra Plús verkefninu.

Elín Hirst, stjórnarmaður í  ÞFÍ, sá um allan undirbúning Þjóðræknisþingsins sem tókst í alla staði afar vel.

Myndir frá þinginu er að  finna undir: Myndasafn  https://inl.is/page/inl_myndasafn_2012_2  

Stefnuáherslur ÞFÍ, ræddar á Þjóðræknisþingi 2012

 

Hér að neðan er að finna þær stefnuáherslur ÞFÍ sem ræddar voru á Þjóðræknisþinginu á Akureyri 25. ágúst sl. Áherslurnar verða til umræði innan félagsins í vetur og endanlega afgreiddar á aðalfundi ÞFÍ næsta vor.

1.    Markmið félagsins er að efla samhygð og samstarf milli Íslendinga heima og erlendis, og tengsl við fólk af íslenskum ættum utan Íslands.  Félagið beitir sér fyrir eflingu samskipta við samtök Íslendinga í Vesturheimi samkvæmt sérstökum samstarfssamningi.

2.    Félagið stuðlar að gagnkvæmum menningarviðburðum, miðlar upplýsingum, kemur á heimsóknum, svarar fyrirspurnum frá fólki vestan hafs og annast milligöngu um að efla tengsl þess við aðila á Íslandi.

3.    Félagið leitast við að vekja skilning íslenskra stofnana og fyrirtækja á mikilvægi náins sambands við Íslendingabyggðir vestanhafs.

4.    Kannað verði sérstaklega hvort félagasamtök og stofnanir vilja eiga aðild að félaginu og styrkja starfsemi þess félagslega og fjárhagslega.

5.    Félagið stefnir að því að tvöfalda tölu félagsmanna fyrir lok ársins 2013.

6.    Til þess að ná vinna að stefnumálum sínum mun félagið breyta lögum félagsins og nafni á næsta aðalfundi þess vorið 2013.

7.    Félagið mun framvegis sameina aðalfund félagsins og þjóðræknisþing.

8.    Unnið skal að því sérstaklega að tengja starfsemi ungs fólks við félagið og félagsstjórnina bæði með starfi áherslum og hugsanlegum breytingum á lögum félagsins.

„THE LOVE OF ICELAND IN AMERICA “ í Ráðhúsinu á Menningarnótt
pamolafsson

 

Komið og upplifið áhrifaríka kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 18 á Menningarnótt þar sem sögð er saga VesturÍslendinga í Ameríku í máli og myndum. Pam Olafson-Furstenau, sem hefur tekið upp íslenska nafnið Sunna, mun einnig ferðast um landið með þessa áhugaverðu kynningu sem hún nefnir„The love of Iceland in America.“

Sunna, sem er af íslenskum ættum, fæddist á svæði íslensku landnemanna í Norður-Dakóta og hefur sýnt íslenskri arfleifð sinni einstakan áhuga í verki. Erindið tekur um 40 mínútur í flutningi en að því loknu svarar hún fyrirspurnum þátttakenda.

Sunna á sæti í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga sem fulltrúi Íslendingafélaganna í Bandaríkjunum. Jafnframt

er hún annar varaforseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi (Icelandic National League of North America) og aðstoðarritstjóri blaðsins Lögberg-Heimskringla í Norður-Dakóta. Þá starfar hún við ættfræðirannsóknir Vestur-Íslendinga, rannsóknir á sögu íslenska landnámsins í Norður Ameríku og ýmsum tengdum verkefnum. Þar má nefna verkefnið „Cousins Across the Ocean“ sem hefur það að markmiði að tengja saman Íslendinga við ættfólk sitt í Norður Ameríku. Nánari upplýsingar um Sunnu er að fá á heimasíðu hennar: www.rootstotrees.com

 

Fyrirlestur Sunnu verðu á eftirtöldum stöðum:

18. Reykjavík/Menningarnótt

19. ágúst:         Eyrarbakki, Húsið kl. 18

21. ágúst          Egilsstaðir,Hlynsalir kl. 20

22. ágúst          Vopnafjörður,Kaupvangur

24. ágúst          Húsavík, Safnahúsið kl. 17

25. ágúst          Akureyri, Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 14

27. ágúst          Hofsós, Vesturfarasetrið

28. ágúst          Sauðárkrókur, Safnahúsið kl. 20

29. ágúst          Blönduós

31. ágúst          Ísafjörður, Háskólasetrið kl. 12

31. ágúst          Ísafjörður, Grunnskólinn kl. 20

3. september    Stykkishólmur, Grunnskólinn kl. 20

4. september    Borgarnes.

Kent Lárus skipuleggur ferðir á Íslendingaslóðir

Kent Lárus Björnsson hefur um langt skeið starfað með Þjóðræknisfélagi Íslendinga og m.a. séð um akstur í flestum ferðum Snorrana um Ísland. Kent Lárus, sem er frá Gimli í Manitoba, hefur búið á Íslandi frá árinu 2001. Hann hefur öðlast réttindi sem leiðsögumaður og skipuleggur nú vikuferð um miðjan október nk. þar sem farið verður um slóðir íslensku landnemanna í Minnesota, Norður Dakota og á Nýja Íslandi í Manitoba. Þeir sem vilja vita nánar um fyrirhugaða ferð geta farið á vefinnhttp://vefir.mh.is/kentb/Gimli2012.htm eða haft samband við Kent Lárus á netfangið kentb@mh.is 

Snorraverkefninu lokið farsællega 14. árið í röð
snorrar3

Sextán þátttakendur Snorraverkefnisins luku sex vikna dvöl sinni hér á landi í lok síðustu viku og voru þeir útskrifaðir með pompi og prakt fimmtudaginn 19. júlí síðastliðinn á Northern Light Inn við Bláa lónið. ,,Snorrarnir” kynntu lokaverkefni sín sem fjölluðu m.a. um hvalveiðar á Íslandi, tungumálið, hvað það þýðir að vera Kanadamaður af íslenskum ættum, fjölskyldubönd, kaffi, brotnar klukkur og hinn íslenska anda. Greinilegt er að dvölin hafði djúpstæð áhrif á þátttakendur og nefndu flestir að fjölskyldutengslin hefðu verið mikilvægasti hluti verkefnisins. ,,Mig langar ekki að fara heim,” sagði Kayli Henrikson frá Markerville, Alberta í Kanada og Sacha Gudmundson frá Ontario-fylki í Kanada bætti við: ,,Ég get ekki beðið eftir að afi minn hitti ættingjana sem ég dvaldi hjá í Reykholti,” en Sacha dvelur lengur hér á landi þar sem faðir hennar, afi og amma ætla að ferðast um landið saman og heimsækja heimaslóðir.
Allir 16 þátttakendur dvöldu hjá ættingjum, flestir á stað nálægt þaðan sem forfeðurnir og -mæðurnar komu. Þeir tóku þátt í starfsþjálfun á svæðinu, allnokkrir á bóndabæjum.”

Bræðurnir Eric og Kris Stefanson staddir á Íslandi
erikogkris

 

Kanadísku bræðurnir og Vestur-Íslendingarnir Eric og Kris Stefanson frá Winnipeg í Manitoba eru staddir hér á landi. Mörg undanfarin ár hafa þeir komið til landsins á þessum árstíma til að heimsækja vini, stuðla að auknum samskiptum milli Kanada og Íslands og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir bræður með Almari Grímssyni fv. forseta ÞFÍ. Þeir bræður eiga uppruna sinn að rekja til Undirveggs  nálægt Ásbyrgi. Eric er fyrrverandi fjármálaráðherra Manitobafylkis og er fulltrúi INL of NA í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga. Hann var einn þeirra sem settu á fót Snorraverkefnin og var um langt skeið virkur stuðningsmaður Snorra West verkefnisins þar sem ungir Íslendingar áttu þess kost að dvelja í 4-6 vikur hjá Vestur-Íslenskum fjölskyldum í Manitoba. Kris er virtur hæstaréttardómari í Winnipeg.

Þeir bræður eru óþreytandi í að efla viðskiptaleg- og menningarleg tengsl  milli Kanada og Íslands og hafa orðið mjög ágengt í þeirri viðleitni á mörgum sviðum. Eric er áhugamaður um golf og í þessari ferð til Íslands heimsækir hann bæði Akureyri og Vestmannaeyjar til að sinna þessu áhugamáli sínu. Kris er aftur á móti andlegur þjálfari Erics.

Golf er ekki eina íþróttin sem þeir bræður láta sig skipta. Í byrjun október munu þeir koma með íshokkí liðið Fálkana sem skipað er kanadískum frændum þeirra af íslenskum ættum og taka þátt í álþjóðlegu íshokkímóti í Reykjavík. Lið þeirra bræðra kom, sá og sigraði mótið í fyrra svo þeir hafa nú titil að verja.

Áskriftartilboð Lögberg Heimskringlu
logberg_heimskringla

 

Stjórn tímaritsins Lögberg Heimskringlu, sem komið hefur út í Winnipeg í Kanada samfellt frá árinu 1886, býður félagsmönnum Þjóðræknisfélags Íslendinga áskrift að blaðinu í rafrænu formi á CAD 20,- á ári. Tímaritið sem kemur út 24 sinnum á ári flytur margvíslegar fréttir og fróðleik  af starfsemi sem tengist fólki af íslenskum ættum í Norður Ameríku.

Guðrún Fjóla Bjarnason Hilton og Brian Guðmundson sem sitja í stjórn Lögbergs Heimskringlu áttu í dag fund með Halldór Árnasyni forseta ÞFÍ þar sem þau kynntu honum tilboðið til félagsmanna ÞFÍ.  Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Tilboðið verður kynnt nánar í næsta fréttabréfi ÞFÍ og á Þjóðræknisþingi ÞFÍ sem haldið verður á Akureyri laugardaginn 25. ágúst nk. Einnig kynntu Guðrún Fjóla og Brian nýútkominn bækling  sem blaðið hefur gefið út í 10.000 eintökum. Í bæklingnum eru fjölmargar litskrúðugar myndir og upplýsingar um margvíslega starfsemi sem tengist Íslandi og Íslendingafélögunum í Norður Ameríku. Bæklinginn má nálgast á eftirfarandi link: http://www.lh-inc.ca/documents/LHPromoBookJune2012web.pdf

Tímaritið Lögberg Heimskringla kemur fyrir sjónir yfir 10.000 lesenda af íslenskum ættum í Norður Ameríku. Það ætti því að vera mikill akkur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki að auglýsa starfsemi sína í Lögbergi Heimskringlu og hvetja lesendur til að heimsækja Ísland, land forfeðra sinna. Allar upplýsingar um tímaritið Lögberg Heimskringlu má fá á heimasíðu þess http://www.lh-inc.ca/

 

Snorrarnir í heimsókn hjá íslenskum fjölskyldum.
snorrarnir2

 

Mánudagskvöldið 18. júní buðu nokkrir stjórnarmenn í Snorrasjóði, Þjóðræknisfélaginu og Norræna félaginu þátttakendum í Snorraverkefninu heim til sín í kvöldverð. Gestgjafarnir hafa lokið lofsorði um hversu ánægjulegt það hafi verið að fá í heimsókn þessi ungmenni sem koma frá hinum ýmsu borgum og fylkjum í Kanada og Bandaríkjunum.

Áhugi þeirra á Íslandi er gríðarlegur og eftirvænting eftir því sem er í vændum skín úr andlitum þeirra. Mörg þeirra eru þegar ákveðin að koma aftur í heimsókn til Íslands. Íslensku gestgjafarnir fá með þessu kærkomið tækifæri til að kynnast og tengjast þessum efnilegu ungmennum.

Meðfylgjandi mynd sýnir þau ungmeni sem fjölskylda Rögnvalds Guðmundssonar stjórnarmanns í Þjóðræknisfélaginu fékk í heimsókn til sín í Hafnarfjörð.

Fyrr  um daginn höfðu Snorrarnir farið m.a. í heimsókn í mennta- og menningarmálaráðuneytið en ráðuneytið er stærsti styrktaraðili verkefnisins.

Snorrarnir eru komnir til Íslands
snorrarnir1

 

Að morgni mánudags 11. júní komu til landsins 16 ungir þátttakendur í Snorraverkefninu. Þeir munu dvelja hér á landi í 6 vikur, fræðast um íslenska menningu, tungu og stjórnskipan, dvelja hjá ættingjum sínum víðs vegar um land í þrjár vikur og loks ferðast saman um Ísland áður en haldið verður heim á ný. Stjórn Snorrasjóðs efndi til móttöku fyrir Snorrana föstudaginn 15. júní þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins á Íslandi og veitir ungu fólki á aldrinum 18 – 28 ára af íslenskum ættum frá Kanada og Bandaríkjunum tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi. Markmið verkefnisins er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn í fjölþjóðlegu samfélagi Kanada og Bandaríkja Norður-Ameríku og efla samskiptin við Ísland og Íslendinga.

Af þátttakendum Snorraverkefnisins í ár eru 11 þeirra frá Kanada og 5 frá Bandaríkjunum. Undantekningarlaust upplifa þátttakendurnir dvölina hér sem ógleymanlegt ævintýr og eru uppfull þakklætis í lok dvalar. Það er reynslan frá fyrri 200 þátttakendum verkefnisins að flestir viðhalda tengslum sínum við ættingja sína og nýja vini að lokinni dvöl, margir koma til Íslands á ný annað hvort á eigin vegum eða með fjölskyldum sínum og nokkrir koma aftur til lengri dvalar og stunda þá gjarnan íslenskunám við Háskóla Íslands. Reynslan sýnir einnig að þegar heim er komið gerast mörg þessara ungmenna virk í starfi Íslendingafélaganna í sinni heimabyggð. Þannig hefur verkefnið flutt íslensku arfleifðina í Vesturheimi frá eldri kynslóð til þeirrar yngri.

Gríðarlegur undirbúningur og skipulag liggur að baki komu Snorrana til landsins. Auk þess að skipuleggja menningardagskrá og ferðalag fyrir hópinn þá þarf að finna þeim dvalarstað í þrjár vikur hjá ættingjum. Verkefnisstjórinn Ásta Sól Kristjánsdóttir á mikið hrós skilið fyrir alla þá alúð sem hún leggur í þetta starf.

Meðal styrktaraðila verkefnisins eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Icelandair, Eimskip, Skipti, Landsbanki Íslands og Kaupfélag Skagfirðinga.

93. ársþing Íslendingafélaganna í Vesturheimi í Brandon
þjod11

 

Dagana 2.-6. maí var ársþing Íslendingafélaganna í Vesturheimi (INL of NA) haldið í Brandon í Manitoba. Tæplega 200 fulltrúar frá flestum félagsdeildum sóttu þingið. Á þinginu lét Gail Einarsson-McCleery forseti samtakanna af því embætti og Don Goodman frá Calgary var kosinn í hennar stað. Fyrsti varaforseti var kjörinn Claire Eckley frá Minneapolis  og annar varaforseti var kjörinn Pam Olafson – Fustenau frá Fargó í Norður Dakota.

Á þinginu var m.a. kynnt verkefnið Fara heim en þeir Johann S. Sigurdson og David F. Collette ráðgera að sigla á skútu til Íslands árið 2013 þá leið sem íslensku víkingarnir sigldu til Ameríku fyrir þúsund árum. Einnig var greint frá fyrirhuguðum minningarreit sem verið er að skipuleggja í Riverton í Manitoba um bæina Engimýri, Víðivelli og Möðruvelli þar sem íslenskir landnemar settust að á árunum 1876-1877.

Þá var á þinginu kynnt hugmynd Peturs Björnsonar ráðherra í Manitoba og Tammy Axelsson forstöðumanns Iceland Heritage Museum í Gimli þess efnis að Íslendingafélögin í Vesturheimi myndu senda grjót frá sinni heimabyggð til Íslands sem yrði notað í varða einn eða fleiri á Íslandi sem tákn um mikilvæg ættar- og menningartengsl milli þjóðanna. Hugmyndin verður þróuð áfram vestan hafs.

Af Íslands hálfu sátu þingið þau Halldór Árnason, Ásta Sól Kristjánsdóttir og Kent Lárus Björnsson.

Ævisaga Stephans G. Stephanssonar gefin út á ensku

Þjóðræknisfélag Íslendinga, Kanadíska sendiráðið, Reykjavíkur Akademían og Benson Ranch Inc. (útgefandi) stóðu fyrir fagnaði fimmtudaginn 10. maí í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af útgáfu bókarinnar Wakeful Nights. Stephan G. Stephansson: Icelandic-Canadian Poet eftir Viðar Hreinsson sem komin er út hjá forlaginu Benson Ranch Inc.

Stephan G. Stephansson var landnemi og ljóðskáld í Vesturheimi. Hann fæddist þann 3. október árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði og lést 9. ágúst 1927 í Albertafylki í Kanada.

Stefán fluttist til Vesturheims með foreldrum sínum og systur árið 1873. Í fimm ár bjó hann í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum. Stephan var kvæntur Helgu Sigríði Jónsdóttur og áttu þau saman átta börn, en sex þeirra komust upp.

Næst bjó Stefán að Görðum í Norður-Dakóta, í tíu ár. Árið 1889 fluttist hann síðan til Albertafylkis í Kanada og bjó þar til dauðadags.

Fyrsta ljóðakver Stefáns var Úti á víðavangi sem kom út árið 1894. Meginverk hans eru þó Andvökur sem komu út í 4 bindum á árunum 1909-1938. Andvökur draga nafn sitt af því að Stefán átti erfitt með svefn í Vesturheimi og flest ljóð hans því samin á nóttunni.

Á samkomunni flutti ávarp Stefan Vilberg Benediktsson, barnabarn Stephans G. En hann er eigandi fyrirtækisins Benson Ranch Inc. sem  gefur út bókina. Fyrirtækið Benson Ranch Inc hefur verið virkur stuðinginsaðila margvíslegrar góðgerðarstarfsemi í Íslendingasamfélaginu í vesturhluta Kanada.

[Mynd 4]Ennfremur flutti ávarp Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi. Þá las Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræðum við Háskóla Íslands les kafla úr hinni nýútkomnu bók og Þorleifur Hauksson, íslensku- og bókmenntafræðingur, las kvæði Kveld eftir Stephan G. á íslensku.

Að lokum flutti höfundurinn Viðar Hreinsson ávarp og gerði stuttlega grein fyrir skáldskap og viðhorfum Stephans G. Stephanssonar.

Að lokinni athöfn var boðið upp á léttar veitingar. Athöfninni stýrði Halldór Árnason, foseti Þjóðræknisfélags Íslendinga.


 

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga 2012
adalfundur_inl1

 

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga 2012 var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 11. apríl síðastliðinn. Fundinum, sem var vel sóttur, stýrði Svavar Gestsson, fv. ráðherra og sendiherra af mikilli röggsemi. Halldór Árnason forseti ÞFÍ gerði grein fyrir störfum stjórnar og Þorvaldur Guðlaugsson skýrði reikninga félagsins.

Halldór Árnason var endurkjörinn forseti Þjóðræknisfélagsins og með honum í stjórn eru Elín Hirst, Eydís Egilsdóttir, Hjálmar W. Hannesson, Rögnvaldur Guðmundsson, Svavar Gestsson, og Þorvarður Guðlaugsson. Varamenní stjórn eru þau Jón Trausti Jónsson, Kent Lárus Björnsson og Sigrún Björk Jakobsdóttir.

Stjórnarmenn frá Norður Ameríku eru Eric Stefanson frá Kanada og Pam Olafson Furstenau frá Bandaríkjunum.

Almar Grímsson sem sat í stjórn félagsins sem fráfarandi forseti, lét af störfum eftir 13 ára samfellda stjórnarsetu og voru honum þakkað heilladrjúgt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í tilefni þess og sjötugsafmælis hans 16. Apríl nk. var honum fært glerlistaverk að gjöf frá félagsinu.

Alexía Björg Jóhannesdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Helgi Ágústsson, Þóra Hrönn Njálsdóttir og Guðrún Jónsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Var þeim þökkuð heilladrjúg störf í þágu félagsins á umliðnum árum.

HÉR má lesa skýrslu stjórnar 2011-2012.

Á aðalfundinum voru kynntar þær tillögur í samkeppni um nýtt nafn á félaginu sem flest atkvæði fengu. Samþykkt var að stjórn félagsins myndi áfram vinna að tillögu um heiti á félaginu og leggja tillögu um heiti á félaginu fram á næsta aðalfundi.

Að loknum aðalfundarstörfum hélt Einar Benediktsson, fv. sendiherra, erindi um kynni sín af afkomendum Íslendinga í Kanada.

Verkefni nýrrar stjórnar eru margvísleg og verða þau til frekari umfjöllunar á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður fljótlega. Á þeim fundi munu stjórnarmenn jafnframt skipta á milli sín verkum. Framkvæmdastjóri Þjóðræknisfélagsins er sem fyrr Ásta Sól Kristjánsdóttir sem jafnframt er verkefnisstjóri Snorraverkefnanna.


Áherslur í starfi Þjóðræknisfélags Íslendinga
inl2

Stjórn Þjóðræknisfélagsins mun nota tímann fram að Þjóðræknisþingi nú í sumar til að móta áherslur félagsins til næstu ára. Leitað var til félagsmanna í febrúar og mars sl. í þessu skyni og þeir beðnir um að segja álit sitt á félaginu og framtíðaráherslum. Niðurstaða þeirra svara sem þegar hafa borist er sú að það sé tiltölulega góð sátt um félagið. Félagsaðildin byggist á almennum áhuga á að efla tengsl við Vestur-Íslendinga – sem sannarlega kemur ekki á óvart! Það er vilji til að efla félagið og gera það sýnilegra. Kynningarfundirnir með Atla Ásmundssyni eru tilgreindir sem got fordæmi. Þá eru flestir þeirra sem svöruðu tilbúnir til að gefa félaginu meiri tíma. Ennþá er tími fyrir félagsmenn til að senda inn sjónarmið sín og tillögur á netfangið astasol@snorri.is eða á skrifstofu félagsins að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Stjórnarmennirnir Svavar Gestsson og Rögnvaldur Guðmundsson hafa umsjón með þessari stefnumótun.


 

Aagot Árnadóttir fékk flugmiða með Icelandair
vinningshafi

 

Á aðalfundi ÞFÍ 11. apríl s.l. var dregið úr þeim nöfnum félagsmanna sem greitt höfðu félagsgjaldið fyrir árið 2012. Nafn Aagotar Árnadóttur kom upp en hún hlýtur flugferð fyrir tvo til eins af áfangastöðum Icelandair. Þjóðræknisfélagið óskar Aagot innilega til hamingju með verðlaunin. Icelandair sem er einnhelsti styrktaraðili Þjóðræknisfélagsins gaf þessi verðlaun og er félaginu færðar hinar bestu þakkir fyrir.


 

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga 2012
husid2012

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn miðvikudaginn 11. apríl nk. í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og hefst kl. 16.15. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 3.  gr. laga félagsins, s.s. flutt skýrsla félagsstjórnar, reikningar félagsins lagðir fram, stjórnarkjör og önnur mál. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra mun halda erindi að loknum aðalfundarstörfum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Mats Wibe Lund veitir félagsmönnum afslátt
matslogo

Mats Wibe Lund félagsmaður í ÞFÍ ætlar að veita öllum félagsmönnum Þjóðræknisfélags íslendinga 10% afslátt af myndum sínum út árið 2012. Nánari upplýsingar um myndir Mats er að finna á eftirfarandi síðum: www.mats.is  og  www.mats.photoshelter.com


 

Þjóðræknisfélagið safnar netföngum félagsmanna
inl

Ein leið Þjóðræknisfélagsins til að koma fréttum og skilaboðum til félagsmanna sinna er að nýta tæknina með tölvupóstsendingu. Því förum við þess á leit við félagsmenn sem hafa netfang og ekki hafa látið okkur það í té að senda okkur netfangið ásamt nafni og heimilisfangi á netfangið astasol@snorri.is.


 

,,Á SLÓÐUM VESTUR ÍSLENDINGA Í MANITOBA“
atli2012

KYNNINGARFUNDUR Á AKUREYRI 31. MARS N.K.

Þjóðræknisfélagið og utanríkisráðuneytið munu halda kynningarfund í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 31. mars n.k. sem hefst kl. 14.00 og stendur yfir í rúma 2 klst.
Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, mun á fundinum halda erindi í máli og myndum sem hann kallar Á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba. Atli hefur kynnst fjölda af áhugaverðu fólki af íslenskum ættum í Manitoba á þeim átta árum sem hann hefur starfað sem aðalræðismaður þar.
Þá mun Almar Grímsson fv. forseti ÞFÍ kynna starfsemi og hlutverk Þjóðræknisfélagsins. Kvennakór Akureyrar sem áformar söngferð á slóðir Íslendinga í Vesturheimi mun syngja í upphafi og lok fundarins.
Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins og allir áhugasamir um tengsl við afkomendur Íslendinga í Kanada eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis.
Leit Elínar Hirst að forfeðrum í Vesturheimi

Erindi og heimildarmyndin Síðasta ferðin

[Mynd 1]Þriðjudaginn 6. mars n.k. mun Elín Hirst fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins og fjölmiðlakona halda erindi á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga um gerð heimildarmyndar sinnar ,,Síðasta ferðin” sem sýnd var á RÚV árið 2010. Ferðin fjallar um leit Elínar að forfeðrum sínum í Vesturheimi.

Erindi Elínar verður haldið í tónlistarstofu Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu og hefst kl. 16.30. Að því loknu verður boðið upp á kaffi og kleinur. Síðan verður heimildarmyndin sýnd en hún tekur um 50 mínútur í sýningu. Félagsmenn ÞFÍ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis.


 

Erindi Bjarka Sveinbjörnssonar um þróun íslenskrar tónlistar í vesturheimi

Laugardaginn 25. febrúar n.k. heldur Bjarki Sveinbjörnsson erindi á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga um heimildir sem hann hefur aflað um þróun íslenskrar tónlistar meðal Íslendinga í Vesturheimi og flytur tóndæmi.

Erindi Bjarka verða haldin í Tónlistarsafni Íslands – gegnt Salnum í Kópavogi – og hefst kl. 14.00.

Á undanförnum árum hefur Bjarki, ásamt félaga sínum Jóni Hrólfi Sigurjónssyni, farið í nokkrar ferðir á slóðir Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum til að safna heimildum um sögu íslenskrar tónlistar og tónskálda af íslenskum ættum í Kanada.Í fyrra erindinu mun Bjarki fjalla um þessar rannsóknarferðir og leika brot úr fjölda viðtala sem tekin voru í þeim sem og gera grein fyrir heimildum sem safnast hafa. Í síðara erindinu – að loknu kaffihléi – mun Bjarki fjalla um þróun tónlistar meðal Íslendinga í Vesturheimi, allt frá fyrstu tilraunum til tónsköpunar og fram yfir miðja 20. öldina.

Félagsmenn ÞFÍ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og hlýða á mikinn fróðleik um íslenska menningu í Vesturheimi sem er ekki á allra vitorði. Aðgangur er ókeypis.

*******

Átak

Stjórn félagsins heitir á alla félagsmenn að taka þátt í þessu átaki – þeim mun meiri þátttaka þeim mun líklegra er að félagið eflist að þrótti. Svörin getið þið sent á astasol@snorri.is eða í pósti, stílað á Þjóðræknisfélag Íslendinga, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Sjá nánar (pdf)

Fyrir framan barnaskólann á Hecla Island vorið 2003: Halldór Árnason, David Gislason, Binnie Sigurgeirson og Neil Bardal

Brynjolfur (BINNIE) Helgi Sigurgeirson frá Mikley (Hecla Island) við Winnipegvatn andaðist 3. janúar sl. á Heilbrigðisstofnuninni í Gimli. Binnie Sigurgeirson, eins og hann var oftast nefndur, var 82 ára þegar hann lést. Útför hans fer fram frá Lútersku kirkjunni á Mikley mánudaginn 9. janúar nk.

Binnie ólst upp og bjó allan sinn aldur á Mikley, en flestir íbúar þeirrar eyju voru af íslenskum uppruna. Hann gladdi margan Íslendinginn sem þangað ferðaðist með lifandi frásögnum af lífinu í Mikley. Þó svo að Binnie hafi verið orðinn 73 ára þegar hann fyrst kom til Íslands, þá talaði hann á kjarngóðri íslensku, þeirri sem hann var alinn upp við, en bjó til sína eigin útgáfu af seinni tíma nýyrðum.

Þjóðræknisfélag Íslendinga vottar Brynjólfi Helga Sigurgeirssyni virðingu sína og sendir ættingjum hans innilegar samúðarkveðjur.

Í heimsókn hjá Binnie vorið 2003: Binnie Sigurgeirson, David Gislason, Pétur Ásgeirsson, Halldór Árnason og Neil Bardal

*******

Forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku í heimsókn

Gail Einarson-McCleery, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku (INL of NA) dvaldi hér á Íslandi um jól og áramót. Á baksíðu Morgunblaðsins 6. janúar 2012  er viðtal við hana í tilefni heimsóknarinnar. Þar kemur fram að hún hafi notið þess að sækja tónleika, skoða mannlífið, fara á áramótabrennu og horfa á flugeldasýningar.

Gail er af íslenskum ættum, býr í Toronto. Eftir að hún hætti að vinna sneri hún sér að málefnum fólks af íslenskum ættum vestra hefur hún átt aukin samskipti við Íslendinga og m.a. tekið þátt í Snorra plúsverkefninu.

Fram kemur í viðtalinu við Gail að um áramótin hóf göngu sína nýtt félag innan INL og er það alfarið á netinu, „The Icelandic Online Club“ (inlofna.org/IOC/). Félagið á netinu er opið öllumsem áhuga hafa á íslenskum málefnum beggja vegna Atlantshafsála.

Sjá nánar

*******

Fjórða fréttabréf ársins er komið út. Þar má finna pistil nýs forseta ÞFÍ, Halldórs Árnasonar, grein um Snorra West verkefnið, viðtal við fyrrum þátttakanda í Snorraverkefnnu, samkeppni um nýtt heiti á félaginu og ýmislegt fleira.
Sjá fréttabréfið í heild sinni HÉR.

*******

Jólakveðja frá forseta ÞFÍ

Kæru félagsmenn Þjóðræknisfélags Íslendinga.

Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt nýtt ár.

Síðast liðið vor lét Almar Grímsson af starfi forseta Þjóðræknisfélagsins eftir að hafa gengt því starfi af miklum dugnaði og fórnfýsi í 9 ár. Félagið hefur eflst mjög undir hans stjórn og miklu skiptir að fá að njóta áfram hans leiðsagnar og krafta. Almari og konu hans Önnu Björku eru færðar þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu ÞFÍ.

Félagsmönnum Þjóðræknisfélagsins hefur fjölgað allnokkuð á árinu 2011 og er vonast til að enn fleiri gangi til liðs við félagið á árinu 2012. Samskipti Íslendinga við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi fara stöðugt  vaxandi  og æ fleiri vináttubönd tengjast á milli landanna. Það er óvíða í heiminum sem slík þjóðrækni lifir jafngóðu lífi og hjá Vestur-Íslendingum í Norður Ameríku.

Það er sýnileg vakning í áhuga á Íslandi og íslenskri arfleifð meðal ungra afkomenda í Norður Ameríku og heimsóknir  ungs fólks af íslenskum ættum til Íslands hafa aukist mjög. Þau eru mjög stolt af því að tengjast landi og þjóð. Þjóðræknisfélagið hefur því metnað til að kynna Íslendingum enn betur þá menningarlegu arfleifð sem er að finna meðal Vestur-Íslendinga. Þá gefst ungum Íslendingum tækifæri næsta sumar til að taka þátt í Snorra-West verkefninu í fjögra vikna ferð og dvöl á slóðum Vestur-Íslendinga í Minnesota, Norður-Dakota í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada.

Ég átti þess kost að kynna Þjóðræknisfélagið í fylgd með Atla Ásmundssyni aðalræðismanni Íslands í Winnipeg á nokkrum stöðum. Á þessum samkomum flutti Atli afar áheyrilegt og stórfróðlegt erindi um kynni sín af Vestur-Íslendingum í Manitoba. Meðal annars fórum við ógleymanlega ferð til Vopnafjarðar en frá þeim stað sigldu um 3.000 manns til Vesturheims. Við stefnum á að heimsækja fleiri staði á næsta ári.

Á fyrstu mánuðum næsta árs mun félagið standa fyrir tveimur viðburðum. Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands mun kynna tónlistarmenningu íslensku frumbyggjanna í Norður Ameríku. Hann ásamt Jóni Hrólfi Sigurjónssyni hafa um margra ára skeið unnið að söfnum afar merkilegra heimilda um kvæða- og tónlist Íslendinga sem fluttust vestur um haf.

Þá mun Elín Hirst blaðamaður segja frá tilurð heimildarmyndar sem hún gerði um ættmenni sín í Vesturheimi og sýna myndina í framhaldinu.

Ennfremur er gert ráð fyrir að boða til fundar á fyrstu mánuðum næsta árs þar sem félagsmönnum gefst tækifæri á að koma fram með hugmyndir og sjónarmið um stefnu og áherslur Þjóðræknisfélagsins á næstu árum.

Um væntanlega stafsemi Þjóðræknisfélagsins verður nánar fjallað í næsta Fréttabréfi ÞFÍ sem kemur út um miðjan febrúar 2012.

Loks væri gaman að heyra frá ykkur ef þið hafið hugmyndir um hvernig Þjóðræknisfélagið geti sinnt hlutverki sínu á næsta ári.

Með góðri kveðju,

Halldór Árnason, forseti ÞFÍ

*******

SAMKEPPNI UM NÝTT HEITI Á ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGINU

Stjórn ÞFÍ hefur samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á félaginu en heitið Þjóðræknisfélag Íslendinga þykir bæði strembið í framburði og mörgum torskilið. Við hvetjum þig félagsmaður góður að senda okkur hugmynd að nýju nafni, þannig að heitið Þjóðræknisfélag Íslendinga geti verið undirtitill hins nýja nafns. Æskilegt er að auðvelt verði að þýða hið nýja nafn yfir á ensku.

Skilafrestur á nýju nafni er til 1. febrúar 2012 og íframhaldinu fá félagsmenn tækifæri að kjósa um eitt nafn úr þremur möguleikum sem stjórn ÞFÍ velur úr innsendum tillögum. Tillögur að nýju nafni má senda til félagsins að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík eða á netfangið astasol@snorri.is

*******

„Íslenskt“ jólakaffi rennur út í Vesturheimi.

Á baksíðu Morgunblaðsins laugardaginn 19. nóvember er greint frá því að áhugafólk um varðveislu íslenskrar menningararfleifðar í Vesturheimi selji  nú „íslenskt“ jólakaffi til styrktar verkefnum í grennd við Íslandsfljót á Nýja Íslandi.

Nelson Gerrard fræðimaður og talsmaður samtakanna Icelandic River Heritage Sites Inc. Segir að þegar sé búið að selja tæplega tvö tonn af kaffinu.

Samtökin voru stofnuð árið 2006 til þess að bjarga kirkjugarðinum í Nesi austan við Riverton í Manitoba frá því að hverfa í Íslendingafljót. Vitað er um 30 Íslendinga sem dóu úr stórubólunni veturinn 1866-77 og voru jarðsettir þar. Síðan hefur verkefnum fjölgað og fleiri gengið til liðs við samtökin. Samtökin sjá um Víðimýri, þar sem Guttormur J. Guttormsson skáld bjó alla tíð og vinnur við að laga og endurnýja Engimýri, hús sem Tómas Ágúst Jónasson byggði árið 1900. Ríkisstjórn Kanada hefur opinberlega skráð Sigtrygg Jónasson „föður“ Nýja Íslands, sem einn af sögufrægum mönnum þjóðarinnar og samtökin eru með í undirbúningi gerð um tveggja metra hárrar styttu af honum. Kaffisalan nú er til styrktar öllum þessum verkefnum.

Nánari upplýsingar er að finna í fyrrnefndri grein Steinþórs Guðbjartssonar, blaðamanns, í Morgunblaðinu.

*******

Snorri Plús þátttakendur í skýjunum með dvölina

 Í síðustu viku lauk dvöl sjö þátttakanda Snorra-plús verkefnisins með útskriftarathöfn í Bláa lóninu en þeir höfðu dvalið hér á landi í tvær vikur. Verkefnið hófst á móttöku á skrifstofu Norræna félagsins þar sem aðstandendum verkefnisins og þátttakendum gafst tækifæri til að hitta ættingja sína. Allir tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni, menningardagskrá var í Þjóðmenningarhúsinu, farið var í Viðey og tækifæri gafst til að hitta starfsfélaga í starfsstétt hvers og eins þátttakanda. Þar má nefna VÍS, Innheimtustofnun sveitarfélaga og Arkitektastofan Eitt A. Eftir dvölina í Reykjavík var haldið á Snæfellsnesið og norðurlandinu gerð góð skil áður en forseti Íslands bauð til kaffiboðs á Bessastöðum. Stoppað var á bóndabæjum forfeðra og -mæðra þátttakenda þar sem því var komið við. Hópurinn var afar hress og var mikið hlegið en jafnframt féllu mörg gleðitár við ,,endur”fundi ættingja þeirra. Margir eru með áform um að snúa aftur strax á næsta ári.

Þátttakendur tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hljóp einn fullt maraþon

Ferð um Breiðafjörð sem vakti mikla lukku

*******

Kynningarfundur á Vopnafirði

Fyrirhugaðir eru á næstu mánuðum kynningarfundir á Þjóðræknisfélagi Íslendinga víðsvegar um land. Er þetta liður í að fá fleira fólk til liðs við félagið þannig að það geti betur gengt hlutverki sínu við að efla tengsl við afkomendur íslenskra innflytjenda í Norður-Ameríku.

Þjóðræknisfélagið og utanríkisráðuneytið verða með kynningarfund í Kaupangi  á Vopnafirði laugardaginn 3. september nk. kl. 14. Halldór Árnason forseti ÞFÍ mun kynna starfsemi ÞFÍ og Atli Ásmundsson aðalræðismaður Íslands í Winnipeg mun greina frá kynnum sínum af afkomendum Íslendinga í Kanada. Að auki verður boðið upp á menningaratriði og kaffi og meðlæti. Félagsmenn ÞFÍ eru hvattir til að mæta og einnig til að benda ættingjum og vinum á þessa fundi og mikilvægi þess að vera liðsmaður ÞFÍ. Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins á Vopnafirði er að finna hér.

*******

Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga á Hofsósi

Þjóðræknisþingið á Hofsósi var haldið sunnudaginn 28. ágúst sl. og sóttu það um 65-70 manns. Þingið heppnaðist í alla staði mjög vel en þingforseti og skipurleggjandi þess var Helgi Ágústsson fv. sendiherra. Halldór Árnason forseti ÞFÍ setti þingið að loknum harmónikkuleik Jóns Þorsteins frá Mýrarkoti. Alan Bones sendiherra Kanada, Eric Green varasendiherra Bandaríkjanna, Gail Einarson-McCleery forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri Vesturfarasetursins flutt ávörp og kveðjur.

Pam Olafson-Furstenau frá Norður-Dakóta flutti í máli og myndum erindi sem hún nefndi “The love of Iceland in America” og Laurie Bertam frá Toronto flutti erindi sem hún nefndi “Aboriginal Icelandic Research”.

Kór Dalvíkurkirkju undir stjórn Hlínar Torfadóttur setti góðan svip á þingið með song sínum sem var forkunnarlega vel tekið. Kórinn fór í söngferð til Norður Dakóta og Manitóba í júlí sl.

Þjóðræknisfélagið bauð þinggestum upp á kaffiveitingar í hléi. Meðal gesta á Þjóðræknisþinginu voru þátttakendur í Snorra Plús verkefninu.

  

  

*******

Snorra Plús Hóp 2011

 *******

Snorra-hópurinn í heimsókn á Bessastöðum þann 21. júlí sl. ásamt Halldóri Árnasyni, formanni Snorrasjóðs, og Ástu Sól Kristjánsdóttur verkefnastjóra.

Snorrar sækja heim land forfeðranna

Þátttakendur Snorraverkefnisins fóru af landi brott í lok júlímánaðar eftir 6 vikna dvöl. Allir dvöldu hjá ættingjum sínum í þrjár vikur og tóku þátt í starfsþjálfun á eftirtöldum stöðum: Fáskrúðsfirði, Akureyri, Dalvík, Vík, Reykjavík, Kópavogi, Grindavík, Hvammstanga, Hörgárdal, Akranesi og Vestmannaeyjum. Þetta var í fyrsta sinn sem fleiri komu frá Bandaríkjunum en Kanada og kom einn þátttakandinn alla leið frá Hawaii. Dvölin endaði í Bláa lóninu með útskriftarathöfn þar sem allir skiluðu lokaverkefni og fengu útskriftargjöf frá Víkurprjón.
Hópurinn náði einstaklega vel saman og eru margir þegar búin að skipuleggja aðra ferð og aðrir hyggja á nám á Íslandi í framtíðinni.

 *******

Hátíðahöld vegna 17. júní 2011 í Vesturheimi

Atli Ásmundsson aðalræðismaður og frú Þrúður með fjallkonu Manitoba Gudrun Viola Bjarnason Hilton

Arnar Jónsson og Hilmar Guðjónsson hlutu afar góðar viðtökur í snjöllum einþáttungi Sveins Einarssonar um Jón Sigurðsson. verkið var flutt í Mountain, Winnipeg og Markerville.

Sveinn Einarsson og Almar heilsuðu upp á Kristinu Geir Hall sem átti 102 ára afmæli 5. júní s.l.

Svavar Gestsson flutti hátíðarræðu við styttu Jóns Sigurðssonar.

Ræðan

Í boði landstjóra Manitoba Philip S. Lee og frú Anitu 17. júní. Almar Grímsson þakkar fyrir hönd gesta frá Íslandi.

Kór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris heillaði tilheyrendur í Mountain og Winnipeg

Sr. Pálmi Matthíasson messaði í lútersku kirkjunni í Arborg 18.6.

Frá heimsókn til Rosalind og Einar Vigfusson að Drangey. Jónas Þórir og Rosalind létu gamminn geisa.

*******

David Gislason heiðursgestur hátíðarhalda á Hrafnseyri

David Gislason flytur kveðju frá Vestur-Íslendingum við hátíðarhöldin á Hrafnseyri

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð var þess minnst þann 17. júní sl. með veglegri hátíð að liðin eru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta að viðstöddum fyrirmönnum þjóðarinnar og miklum fjölda gesta. Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir setti hátíðina og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hélt hátíðarræðu. Sérstakur gestur Hrafnseyrarnefndar á hátíðarhöldunum var David Gislason bóndi á Svaðastöðum í Arborg, Manitoba, sem flutti kveðju frá Vestur-Íslendingum. Hann afhenti formanni Hrafnseyrarnefndar Eiríki Finni Greipssyni ljósmynd af styttu Jóns Sigurðssonar sem stendur í garði við þinghúsið í Winnipeg.

 

Nótnaheftið með Minni Jóns Sigurðssonar

Jón Hlöðver semur lag í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar

Jón Hlöðver Áskelsson félagi í Þjóðræknisfélagi Íslendinga hefur samið lag við ljóð Matthíasar Jochumssonar, Minni Jóns Sigurðssonar, í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og var lagið flutt í Lystigarðinum þann 17. júní. Hið íslenska bókmenntafélag gefur af þessu tilefni út nótnahefti með ljóðinu, en þar er það einnig birt í enskri þýðingu sem David Gislason í Kanada gerði fyrir orð Jóns Hlöðvers. Á hátíðardagskránni í Lystigarðinum á Akureyri afhenti höfundurinn formlega stjórn Akureyrarstofu lagið.  Þann sama dag var eintak af Minni Jóns Sigurðssonar afhent við hátíðardagskrá Íslendingadagsins 17. júní í Winnipeg í Kanada.

Að sögn Jóns Hlöðvers er Minni Jóns Sigurðssonar heiti ljóðs Matthíasar Jochumssonar, eins og það er fyrst prentað í Reykjavík 1877. Þar er Jón kallaður forseti Íslendinga, en forsetaheitið fékk Jón sem forseti Hins íslenska bókmenntafélags, er hann var löngum í forsvari fyrir. Í Ljóðmælum Matthíasar, 1884, er fyrirsögn kvæðisins: Til Jóns Sigurðssonar við síðustu burtför hans frá Íslandi. Þar er bætt við fjórða erindinu. Að mati Sigurðar Norðdal (Hirðskáld JS, sem gefið var út af Almenna bókafélaginu 1961, og SN tók saman) bar þetta stutta kvæði að skáldskapargildi af öllu, sem kveðið var fyrir minni Jóns. Þegar Jón Hlöðver ákvað að velja ljóð fyrir sinn nýja söng varð því leiðsögn Sigurðar Norðdal látin ráða för og er lagið hér prentað til flutnings fyrir blandaðan kór, háa einsöngsrödd og píanó eða orgel. Af þeim 4 erindum, sem birtust í fyrrgreindum ljóðmælum felldi Jón Hlöðver niður 4. erindið og ákvað að nota heitið, Minni Jóns Sigurðssonar.

*******

BBC fjallar um Íslendingabæinn Gimli.

BBC fjallar um bæinn Gimli á Nýja Íslandi í Kanada. Segir að fólk frá Íslandi sé enn að koma þangað til að leita að lífsviðurværi. Rætt er við Lorna Tergesen og nokkra Íslendinga sem nýlega hafa flutt til Gimli.

Myndskeiðið sem hefur fengið mikið áhorf á vefnum má sjá hér.

*******

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar ÞFÍ

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Þjóðræknisfélags íslendinga var haldinn mánudaginn 6. júní 2011 í Þjóðmenningarhúsinu. Á fundinum skiptu stjórnarmenn með sér verkum, kosið var í framkvæmdaráð ÞFÍ og fjallað um einstök málefni félagsins eins og Snorraverkefnið og fyrirhugað Þjóðræknisþing á Hofsósi 28. ágúst nk. Fundargerðina má sjá hér.

*******

Veisluhöld í Winnipeg og fjölbreytt dagskrá í haust

Íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada hefur verið starfrækt í 60 ár og af því tilefni verður blásið til veislu sem hefst með ljósmyndasýningu Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgáfustjóra JPV-útgáfu, í Safni íslenskrar menningararfleifðar á Gimli (New Iceland Heritage Museum).

Meira á mbl.is

*******

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 16. maí síðastliðinn. Ný stjórn félagsins var kjörin, en Almar Grímsson sem verið hefur forseti Þjóðræknisfélagsins frá árinu 2003 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr forseti Þjóðræknisfélagsins var kjörinn Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins. LESA MEIRA

Fráfarandi forseti ÞFÍ Almar Grímsson og nýrkjörinn forseti Halldór Árnason

************

FRUMBYGGJAR OG ÍSLENSKIR LANDNEMAR: FYRIRLESTRAR

Íslenskt-kanadískt barn klætt í föt frumbyggja.

Vísindamennirnir dr. Laurie Bertram frá háskólanum í Toronto og prófessor Lorena Fountaine frá háskólanum í Winnipeg helt fyrirlestra í maímánuði í Reykjavík.

*******

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 16. maí síðastliðinn. Ný stjórn félagsins var kjörin, en Almar Grímsson sem verið hefur forseti Þjóðræknisfélagsins frá árinu 2003 gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr forseti Þjóðræknisfélagsins var kjörinn Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins.

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 16. maí síðastliðinn. Fundinum, sem var vel sóttur, stýrði Svavar Gestsson, fv. ráðherra og sendiherra af mikilli röggsemi. Almar Grímsson gerði grein fyrir störfum stjórnar og Þorvaldur Guðlaugsson skýrði reikninga félagsins.

Ný stjórn félagsins var kjörin, en Almar Grímsson sem verið hefur forseti Þjóðræknisfélagsins frá árinu 2003 gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en skv. lögum félagsins situr hann áfram í stjórninni sem fráfarandi formaður. Nýr forseti Þjóðræknisfélagsins var kjörinn Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og með honum í stjórn eru Alexía Björg Jóhannesdóttir, Guðríður Sigurðardóttir, Helgi Ágústsson, Svavar Gestsson, Þorvarður Guðlaugsson og Þóra Hrönn Njálsdóttir. Varamenní stjórn eru þau Guðrún Jónsdóttir, Kent Lárus Björnsson og Rögnvaldur Guðmundsson.

Stjórnarmenn frá Norður Ameríku eru Eric Stefanson frá Kanada og Pam Olafson Furstenau frá Bandaríkjunum.

HÉR má lesa skýrslu stjórnar 2010-2011.

Almari Grímssyni fráfarandi forseta ÞFÍ og konu hans Önnu Björk Guðbjörnsdóttur voru færðar hugheilar þakkir fyrir ómetanleg störf á liðnum árum í þágu Þjóðræknisfélagsins en starfsemi félagsins hefur efst gríðarlega undir forystu Almars.

Verkefni nýrrar stjórnar eru margvísleg og verða þau til frekari umfjöllunar á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn verður 20. maí næstkomandi. Á þeim fundi munu stjórnarmenn jafnframt skipta á milli sín verkum. Framkvæmdastjóri Þjóðræknisfélagsins er sem fyrr Ásta Sól Kristjánsdóttir sem jafnframt er verkefnisstjóri Snorraverkefnanna.

Svavar Gestsson, fv. ráðherra og sendiherra stýrði aðalfundi ÞFÍ

Hluti þátttakenda á aðalfundi ÞFÍ í Þjóðmenningarhúsinu.

***************

Frá Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi – INL of North America

     Almar Grímsson kjörinn heiðursfélagi í

Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi INL of North America

*********

Finnbogi Guðmundsson látinn

Heiðursfélagi ÞFÍ, dr. Finnbogi Guðmundsson

er látinn 87 ára að aldri.

(Nánar)

Kynnisferð ÞFÍ til Norðurlands 14. – 18.2.2011

Frá fundinum í Amtsbókasafninu

Almar fyrir framan snjókarlinn

mikla á ráðhústorgi

(nánar)

Stjórn ÞFÍ 2011

Kynningarfundur FÍ , Vesturfarasetursins og Vesturheims í Amtsbókasafninu á Akureyri, Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 17:00.
Lesa nánar

Þjóðræknisþing föstudaginn  17. september 2010

Góðra vina fundur: bræðurnir Kris og Eric Stefanson með Steinþóri Guðbjartssyni.

Mynd eftir Kristinn Ingvarsson

Glæsilegar konur Anna Björk Íslandi – Pam Olafson Furstenau  Bandaríkjunum

Gail Einarson Mccleery Kanada

Steinþór Guðbjartsson heiðraður

  Smellið hér til að skoða fleiri myndir

*****************

Ný bók Davids Gislason

„The Fifth Dimension“

Út er komin bók eftir heiðursfélaga ÞFÍ David Gislason.

Bókin er gefin út af útgáfufélaginu KIND sem stofnað var af íslenskudeild háskólans í Manitoba.

Prentsmiðjan Oddi sá um umbrot og prentun.

************

Snorri Plus 2010 við Faxa í Biskupstungum

Áttundi hópur Snorri Plus var hér á landi frá 19. ágúst til 1. sept. Þetta var 10 manna hópur og að vanda tóku Snorrarnir þátt í Reykjavíkur maraþoni. Eftir fræðslu og starfsheimsóknir var farið til vestur og norður um land og dvölinni lauk í Hafnarfirði þar sem útskrift var 31. ágúst.  Að vanda var efnt til samkomu þar sem ættingjum Snorrana var boðið. Þar hittust margir í fyrsta sinn og oftar en ekki var fólki áður ekki kunnugt um skyldleikann. Þau sorglegu tíðindi bárust meðan á dvöl þeirra stóð að eiginmaður þátttakandans Ferne Gudnason hefði látist. ÞFÍ og Snorraverkefnið senda öllum ættingjum Ferne innilegar samúðarkveðjur.

**********

Fyrirlestur þriðjudaginn 17. Ágúst   –  Lecture Tuesday 17 August

Fred E. Woods

 

*****************

Snorri West Reunion

Almar, Ásta Sól, Wanda, Ernest og Alexía

Snorri West

Snorri 2010

**************

Íslandsheimsókn Christinu Sunley

Höfundar skáldsögunnar Freyjuginningar

Mánudaginn 31. maí kl. 16:30 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

********

Sr. Bragi Friðriksson látinn

Heiðursfélagi félags okkar, sr. Bragi Friðriksson lést í fyrradag fimmtudaginn 27. maí. Hann varð 83 ára.

 

Sr. Bragi fæddist 15. mars 1927 á Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1949 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1953. Sama ár var Bragi kallaður til prestsþjónustu í Kanada og vígðist hann það ár. Hann var framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá 1957 til 1964 og var á sama árabili formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Árið 1966 tók Bragi við Garðaprestakalli og árið 1977 var hann skipaður prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi. Árið 1997 hætti hann preststarfi.

 

Bragi var kjörinn heiðursfélagi í ÞFÍ á aðalfundi 2008. Stjórn ÞFÍ hfeur sent eftirlifandi eiginkonu sr. Braga Katrínu Eyjólfsdóttur og börnum þeirra samúðarkveðju.

************

Þing INL of North America

í Toronto 22. – 25. apríl s.l.

Almar og Jónas Þór með sendiherrahjónunum Sigríði Önnu Þórðardóttur og Jóni Þorsteinssyni

 

Ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vestur-Heimi (INL of North America) var haldið

dagana 22. – 25.. apríl s.l. Dagskrá var mjög fjölbreytt og auk hefðbundinna fyrlestra um

sögu, tungumál og ættfræði var pallborðs-umræða um efnahagsástandið á Íslandi og um

orkumál. Þar fluttu ávörp Oskar Sigvaldason verkfræðingur og Friðrik Jónsson en hann er

frumkvöðull um nýtingu CO2 til framleiðslu eldsneytis. Jónas Þór flutti ítarlegt erindi um

landnám íslendinga á Washingtoneyju. Almar Grímsson formaður formaður ÞFÍ flutti

ásamt Wöndu Anderson erindi um Snorraverkefnin og auk þess sögðu 4 Snorrar frá reynslu sinni af

verkefninu. Alls voru um 25 þátttakendur úr bæði Snorra og Snorra Plus mættir og jafnframt 5 af þátttakendum sumarsins 2010 Í þinglok flutti hinn þekkti tískuhönnuður Linda Lundström

sem er af íslenskum og sænskum ættum bráðskemmtilega frásögn og hugvekju um lífshlaup

sitt og tengsl sín við uppruna sinn og við frumbyggjana á æskustöðvum sínum.

Auk Almars sótti Kent Larus Bjornsson stjórnarmaður í ÞFÍ þingið. Þá voru nokkrir aðrir

þátttakendur frá Íslandi m.a. Robert Jack sem kynnti áform um ferðaþjónustu á Geitafelli á Vatnsnesi.

Gail Einarson Mccleary var kjörin forseti INLog tekur hún við af Gerri McDonald.

 

 

Skipuleggjendur þingsins Gail Einarson og Kara Schuster

 

 

Linda Lundström og Bryan Eyolfson forseti Torontoklúbbsins

 

Jane McReynolds og Brad Hirst æskulýðsleiðtogar INL

Smellið hér til að skoða fleira myndir af Þinginu

eftir Kent Lárus Björnsson

********

Neil Ófeigur Bardal

Myndir .úr minningarathöfn – memorial service

http://vefir.mh.is/kentb/service.wmv

Myndir .úr sýnt á minningarathöfni

http://vefir.mh.is/kentb/neil.wmv

Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir

Baggalútur

    Smellið hér til að skoða fleiri myndir

                                                                  *******************

Þjóðræknisfélag Íslendinga 70 ára

Nokkrir hugsjónamenn komu saman til fundar í húsi Eimskipafélags Íslands 1. desember 1939 og tóku ákvörðun um að stofna félag til að efla samstarf milli íslenskra landnema í Vesturheimi við gamla landið Ísland. Þá voru liðin 20 ár frá því að félagið var stofnað í Winnipeg, Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi, sem nú gengur undir nafninu The Icelandic National League.

Því miður eru fáar heimildir um aðdraganda stofnunar Þjóðræknisfélag Íslendinga (ÞFÍ). Flest gögn félagsins frá þeim tíma hafa ekki fundist. Þó er ljóst að samstarf og samvinna við landnemana vestra hófst með einum eða öðrum hætti mun fyrr en 1939.

Tímasetning stofnunar ÞFÍ er athyglisverð. Síðari heimstyrjöldin nýhafin og samgöngur og öll samskipti mjög erfið. Eftir stríðslok urðu hins vegar alger straumhvörf. Reglubundnar flugsamgöngur hófust og í kjölfarið voru skipulagðar á næstu áratugum fjölmargar hópferðir vestur og að vestan.

ÞFÍ átti þannig blómaskeið en starfsemi þessi dvínaði mjög um nokkurra ára skeið. Árið 1997 hafði þáverandi ríkisstjórn forgöngu um að endurvekja ÞFÍ og var það gert með formlegum hætti á degi Leifs Eiríkssonar 9. október 1997.

Fljótlega eftir það var farið að huga að ungmennaverkefni sem nefnt var Snorra-verkefnið. Fyrsti hópurinn til Íslands 1999. og er Snorraverkefnið annað af meginstoðum starfs félagsins. Hin er skipulagning ferða á slóðir íslenskra landnema og einnig ferðir afkomenda þeirra hingað til lands. Vonir standa til að starf félagsins haldi áfram að vaxa og dafna.

Almar Grímsson

Smella á mynd til að skoða grein.

 

 

 

 

******************

Heritage Tour to Iceland 2010

******************

Snorri 2009

******************

Hópur 2009

Júní: Vestur-Íslendingar í heimsókn

*******